Veljum skynsemi
Helgin var fín fram eftir kveldi á föstudaginn. Bauð Íslendingunum mínum þremur í mömmumat á föstudaginn og svo fórum við að heyra smá tónlist. Þá fékk ég ofnæmi fyrir víni. Þá rauðu og hvítu. Vissi það alveg en var búin að gleyma.
Svo gerðist bara ekki neitt. Velti mér til hægri og vinstri í bólinu mínu með sjónvarpið og tölvuna uppí. Notaði tækifærið og horfði á íslenskt sjónvarp. Sá nýjan þátt á S1 – Sjáumst með Sylvíu Nótt. Mér fannst hún alveg djöfulli fyndin. Doldið rugl en fyndnir punktar þarna inná milli. Ég gladdist allaveganna alveg svakalega mikið í hausverkjakollinum mínum. Gæti kannski sagt meira um andlegt ástand mitt en þáttinn. Hlakka samt til að sjá næsta og athuga hvort þetta sé í alvöru fyndið.
Jamm... nýtt tímabil hafið. Það heitir ”Nú eru íslensku doktorsnemarnir á skrifstofu B3-28 ógeðslega duglegir”. Ég og Dísa ætlum að gera gott mót í júní. Ég ætla líka að gera gott mót annarsstaðar. Spara og vera soldið fullorðin. Eyddi t.d. ekki monningunum mínum í að sjá hinn gamla japanska furðufugl Damo Suzuki úr hinum legendarísku Can í gærkveldi. Hefði verið forvitnilegt, en skynsemin tók völdin. Á hvort sem er ekkert dankort lengur. Týnt. Og bankinn búinn að taka það íslenska. Ástand.
2 Comments:
Fannst þér þetta alvöru fyndið???
Já. Mér fannst margt í þessu alvöru fyndið :-) en það er nú kannski ekki að marka mig þar sem hausinn minn er og var sér í lagi ekki í lagi þegar ég horfði. Hlakka samt til að sjá næsta þátt. Ætla að sjá hann líka í þynnkunni, þá er ég viss um að mér finnst Silvía áfram töff.
Skrifa ummæli
<< Home