þriðjudagur, júní 07, 2005

Sameining Kristjönu og Mr. Pink

Kristján var svo hrikalega yndislegur að kaupa fyrir mig eitt stykki mini i-pod í Ameríkunni. Burðardýrið frá Friskó til Reykjavík City var svo hinn finnski Samuli. Þaðan tók ungfrú Stella við varningnum sem barst svo til móður minnar í gegnum Bókasafn Kópavogs. Þaðan var hann selfluttur til mömmu Kollu og Guðrúnar Gyðu... sem var svo indæl að smygla honum til Århus. Ég sit sem sagt hér með nýja manninum mínum Mr. Pink – ofboðslega glæsilegur. Ég er nokkuð viss um að minn Mr. Pink er meira kúl en sá í Reservoir Dogs... man ekki hver mér fannst mest kúl þar... en allaveganna var Mr. Pink klikkaður. Ég óska þess vegna sjálfri mér til hamingju með Mr. Pink.
Jamm... ætla að halda áfram að læra á manninn minn... elskann strax.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Yndislega til hamingju með nýja gripinn!! þeir veita manni mikla gleði og maður er aldrei einn...

11:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jeij til lukku.... ótrúlega skemmtilegt stykki

sirrí

2:36 e.h.  
Blogger skuladottir said...

Til hamingju með gripinn elskan.. Loksins gengin út;-)

12:20 f.h.  
Blogger Skringsli said...

Flest er nú fallegra en Steve Buschemi... Til hamingju med nýju græjuna!

8:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home