Sömmerí
Er búin að taka unaðslega, langa og fína helgi hérna í Baunalandi. Hér er endalaust gott veður og þá er maður hamingjusamur og jákvæður. Er létt í lund og leik á sérhverri stund. Á Skt. Hans fór ég í risapartí í háskólagarðinum sem samanstóð af grilli, báli, drykkjum og mellukeppni fyrir make-up artista. Það var svo gaman og ég gleymdi að fara heim. Var þess vegna afar þreytt í vinnunni daginn eftir. Heppilegt var þó að Monica bauð í stelpulunch í háskólagarðinum og ég tók mér bara frí það sem eftir lifði af deginum... og svo er þetta líf bara búið að vera endalaus notalegheit. Dinner á ströndinni með hvítvíni og g&t´s... Fór svo í heimsókn til Hrafnhildar í gær og tjillaði í garðinum hjá henni. Endaði í veislu... hún er sérdeilis mikill höfðingi heim að sækja. Algjör eldhússnillingur... mmm... ef ég myndi daglega borða svona mikið eins og ég gerði hjá henni, þá væri ég örugglega offitusjúklingur með sykursýki. Einn af nýjustu diskunum mínum bem-vinda vontade með mice parade passar afar vel við þessa sumardaga. Mæli með honum í sumargleðinni. Já, já... sól og sumar. Elska það. Brúnkan er samt harðlífi. Kemst ekki út.
Hvað skal annars segja. Hamingjusólin er gædd einum ókosti. Jákvæðnin gerir ákvarðanatökur sem tengjast peninganotkun alltof auðveldar. Er búin að splæsa alltof vel í dýra hluti um helgina – fór á kostum. Sjæse... sem þýðir það að Hróarskelda er algerlega út úr myndinni þetta árið. Snökkt. Snökkt. Snökkt. En ég lifi það alveg af og svo hafa gamlingjar eins og ég ekkert gott af tjaldsukki og drullu. Ég kemst þó allaveganna á Accelerator.
Best að fara að læra núna. Þarf nefnilega að undirbúa söluferð til Álaborgar á morgun. Ætla að selja sjálfa mig. Reyna að fá einhvern stærðfræðikall til að kaupa þá hugmynd að vinna með mér að smá verkefni næstu mánuðina. Spennandi.... ha.
Kærlig hilsen,
Kristjana
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home