Glitrandi sál í bleikum líkama
Jííí... mikið var þessi helgi ljúffeng. Hér í Danaveldi hefur verið sérdeilis mikil sól og blíða. Ég er líka búin að vera alger sól og blíða. Svo róleg og góð. Fór í sund og synti báða dagana, kíkti á ströndina og uppskar þessa fögru bleiku hulu. Vildi að allar helgar væru svona. Var sötrandi ýmisskonar drykki alveg alla helgina næstum, án þess þó að vera e-ð að djammsa og fylleríast. Settleg og fullorðin. Djöfull er það notalegt. Ætlaði að læra mjög mikið á sunnudaginn en eftir tvo bjóra og góðan mat á Englinum, bjór í garðinum hennar Dorte... þá var ekki aftur snúið. Dorte er góður gestgjafi og kom svífandi niður eins og engill með g&t´s og hvítvín... mmm.... Nú er sko hvítvínstímabilið hafið. Verð samt að passa mig á því.
Er á leiðinni útí sólina aftur og fá mér einn eða tvo áður en ég kíki á tónleika... sem minnir mig á það. Hiphoppið í síðustu viku var helvíti fínt bara. Ekkert bling-bling hiphop á ferðinni þar. Þeir voru frekar pólítískir og attitudið var alveg í hámarki. You fucking political whores! En ég fílaði þetta... fannst þetta fyndið. Væri vel til í að kíkja á svona tónleika í Bronx... það var nefnilega ekkert líf í Dananum á þessum tónleikum.
Með léttum og skoppandi kveðjum,
Kristjana
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home