þriðjudagur, júlí 19, 2005

Ísland er ágætt land

Mætt aftur til Dene með rigninguna með mér eftir óhugnarlega erfitt ferðalag. Var ég súr, sveitt, þunn, ósofin, skítug með hjálm- og heysátuhár í þessu ógeðslega leiðinlega ferðalagi sem REK-AAR er. Missti af lestinni minni klukkan hálftíu og komst því bara með næturlestinni. Hún tafðist og ég fór þess vegna að sofa klukkan hálfsex. Mikið var ég nú hress þarna í morgunsárið. Jökk. Hef ég ákveðið að versla eigi meir við DSB, kannski bara í neyð. Hef lent í svo miklu veseni með þetta fyrirtæki undanfarin ár að ég verð bara kreisí á að hugsa um það. Ég legg til að allir sem vilja, reyni að bojkötta DSB. Fokk DSB. Tek bara rútu til Kaupmannahafnar frá og með núna.
Já, já. Annars var bara líf og fjör á Íslandi. Með betri Íslandsferðum síðasta árið. Þar var margt brallað og til þess að reyna að koma mér í bloggham sem ég missti fyrir einhverjum mörgum mánuðum ætla ég að þræða tölur í dagbókina. Ég fór uppá Skaga á Skagamótið fyrir litla polla. Minnsti frændi að keppa. Yndislegar dúllur að standa á höndum í miðjum leik… aðallega þó varnarmennirnir. Fór líka í afar skemmtilega afmælisveislu hjá Svanhildi með tilheyrandi kóngadansi og djammsi. Bláa lónið var einnig heimsótt sem og Grindavík þar sem ég reyndi að kaupa Grindjána í verstu sjoppu í heimi. Legg til að allir sem vilja, reyni að bojkötta fyrstu sjoppuna í Grindavík. Hún er vond með kleprakuntukellingastarfskonum. Ég hlustaði líka á tónlist. Fór aftur á Antony and the Johnsons og það var allt í kei en á Voxhall var hann betri. Hann syngur náttúrlega eins og engill. Himneska röddin. En ég veit ekki hvort annað hafi verið jafn himneskt. Ég legg einnig til að allir sem vilja reyni að bojkötta Austur Indíafélagið. Ég veit það er erfitt því maturinn þar bragðast eins og engill ef maður mætti borða slíka. Fór þangað með vinkonum mínum og lenntum við í vondu veseni. Fíbbl við vinnu með prinsipsýki. Hitti loksins rúsínubollu að nafni Kristófer SillluogStebbason. Kristjana fór líka í ferðalag uppá Snæfellsnes með góðu fólki og góðum börnum. Svanhildi & co., Hrafnhildi með hvítt, bleikt og lilla hár og Lúkasi með eitt blátt og eitt brúnt auga. Túrhestuðumst smá, lékum okkur í rennibrautunum í Borgó og höfðum það notó. Lilja vinkona er svo að fara í reisu til Afríku og hélt Africa-party þar sem hún var kát í veiðivestinu og tilheyrandi múderingu. Fyrir áhugasama þá er Lilja komin með Africa-blogg – flodhestar.blogspot.com. Svo var bara gaman. Smávegis djamm með sing-star, capprinia, öldrykkjum, fjölskylduboðum og gamni. Já, það var gaman á Íslandi.
Annars er sálartetrið mitt bara í fínu standi eftir fyrsta frí sumarsins, fjármálanebbinn minn er brotinn og mig langar strax í frí nr. 2. Ég faðmaði ekki skrifstofuna mína þegar ég hitti hana í gær. Ég skyrpti á hana. Græn og eitruð slumma.
Bless.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home