föstudagur, júlí 08, 2005

Elska fríið mitt...

Síðasta vika er búin að vera sérdeilis mikil gleði. Skrópaði í skólanum og
skellti mér á Hróa. Jösús, það var gaman. Svakalega huggulegt. Dr. Sig og Dr. Bjørk voru indælu förunautarnir mínir þetta árið. Vorum við allar eins og englar og allt gekk eins og í sögu. Ég og Sig vorum svaka heppnar að Anders hinn góði leyfði okkur að gista í sínu tjaldi og var það alveg agalega fínt. Heyrðum alveg helling af tónlist. Sonic Youth, Le Tigre, Mugison, Hidden Cameras, The Faint, The Dears, Block Party, Khonnor, Devendra Banhart, Joanna Newsom, Roots Manuva, Kano, Interpol, Kora-hörputónlist frá Mali, Snoop Dog, Duran Duran... og ég gæti talið upp enn fleiri... Svona eftir á þá var Hidden Cameras ábyggilega best og auðvitað hin fögru Devendra Banhart & síðhærðu álfarnir hans og Joanna Newsom. Loksins, loksins sá ég Joönnu og allt var svo fallegt og ég fékk tár í augun. Duran Duran var svakalega vont en maður tók nú samt nokkur dansspor. Svo grúppíuðumst við smá - hittum Devendra og tókum mynd af okkur saman og ég fékk knús og alles. Mér fannst við samt ekkert hallærislegar.



Mikið agalega vorum við í skýjunum eftir það. Jamm... það var allaveganna svo gaman að við gleymdum að borða og einu sinni leið næstum því sólarhringur milli máltíða... strangt prógram og auðvitað reyndum við að nota allar lausu mínúturnar í bjórkaup. Fór svo á Accelerator á þriðjudaginn. Aftur Sonic Youth, Devendra og Joanna Newsom og svo plús Coco Rosie, Teenage Fanclub, Caribou, Magnolia Electric Co., Colleen og eitthvað fleira. Það var alveg frábrært. Coco Rosie var alveg geðveikt sem og auðvitað allir hinir. Mmmm... svo gaman, svo gaman og við enduðum svo á því að fara á hið ágæta
Kulturbolaget aka KB og dansa bjórinn burtu fram eftir nóttu. Æææ... langar að vera alltaf á svona festivölum. Stórkostlegir dagar með afar indælu og þægilegu fólki.
Hér eru svo nokkrar fleiri myndir... Fyrst Joanna Newsom og Devendra að syngja Amour Fou eftir síðhærða gítarálfinn hann Andy...

Og svo Dr. Sig með Devendra...


Nú er það bara Ísland. Fór á barinn í gær. Hann er alltaf eins, en þó notalegur. Svanhildur litla átti afmæli og verður stórafmælisboð á morgun. Verði sumar og sól.
Góðar stundir...
Kristjana

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

I wanna live in jamaica....

11:24 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

... blah blah blah blah blah blah.... and we can have some kids... yeah!

11:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home