fimmtudagur, júlí 21, 2005

Ógeðisskóli og draumfarir

Hér er ég – stóri kvartsjúki fuglsunginn. Mikið langar mig að kvarta. Mér finnst svoooo leiðinlegt að vera byrjuð aftur að tölfræðast. Æ, æ og ó, ó. Held ég hafi sjaldan gert mér jafn mikið grein fyrir því að þetta á hreinlega ekki við mig eins og akkúrat núna. Er búin að fara í vikulega kaffi&cakes hjá deildinni þar sem maður getur fengið illt í eyrun af því að sumir tala svo hátt og ógurlega og leyfa manni aldrei að klára setningarnar sínar. Stundum er líka þögn. Alger þögn. Svo byrja ópin aftur, svona eins og sprenging. Skil ekki alveg hvernig þetta er hægt. Sér í lagi eru það tölvumennirnir öskra. Ég hræðist þá. Þeir eru ókurteisustu menn í heimi. Einhverntímann áður en ég flý þennan stað ætla ég að taka upp eitt stykki kaffitíma. Jökk, jökk, jökk. Já, hér er vond lykt, samansaumaðar og ferkantaðar verur. Plús nokkrir englar inná milli.
Annars bara hress. Skólaþunglyndið og tölfræðiofnæmið láta ekkert á mig fá. Heldur ekki það að tölvan mín hafi sofnað og lyfið sem vekur hana aka ac adapter er ónýtt. Það er alveg hreint ágætt að vera komin aftur... þó ég sakni landsins í norðri. Það er búið að vera gaman að hitta vini sína, göturnar sínar, hjólið sitt og íbúðina sína.
Ég er svo jákvæð. Mest samt eftir klukkan sjö. Ég get nefnilega aldrei vaknað á morgnanna þar sem ég fór alltaf alltof seint að sofa á Íslandi. Svo dreymir mig líka svo einkennilega. Í gær dreymdi mig draum sem var nú samt ekkert einkennilegur þar sem öll atriði draumsins tengjast lífi mínu undanfarið. Devendra Banhart og einhverjir vinir hans vildu leigja íbúðina mína á daginn til að spila tónlist í. Ég leyfði þeim það af því að mér finnst þeir kúl og ég átti enga peninga. Svo fóru þeir í hálfgerða fýlu út í mig fyrsta daginn af því að ég var ekki vöknuð þegar þeir komu og þeir þurftu að bíða eftir að færi í sturtu og klæddi mig. Ég fór að gráta fyrir utan heimilið mitt sem var skólastofa í Verzlunarskólanum. Ætlaði svo að halda fyrirlestur þar en gat það ekki af því að ég grét svo mikið. Þegar ég kom heim voru hetjurnar búnir að vera að elda og þrifu ekki eftir sig, en ég þorði ekki að segja neitt. Svo næsta dag komu þeir og nágranninn kvartaði og ég fór með þeim út en íbúðin mín var skyndilega stödd á einhverjum frumstæðum stað. Ábyggilega Africa þar sem Liljan er að fara. Þar komu börnin með fullorðinshausana sem mig dreymir svo oft. Þau eru óþolandi. Pínkulitlir krakkar með fullorðinsandlit. Oj... finnst þau ógeðsleg og ljót. Þau vildu berja mig en ég veit ekki af hverju. Allir stungu mig af og ég var barin af fullorðinshausunum. En samt ekki fast af því að börn eru ekki mjög kraftmikil. Svo fóru þau og ég var alein og það var bara myrkur og ég var svo hrædd. Svo vaknaði ég. Merkilegt hvað hægt er að þræða marga hluti sem akkúrat eru að gerast í kringum mig núna inn í einn og sama drauminn.
Já, já.... þetta er komið nokkuð gott. Vill benda á að ég er farin að hlaða nokkrum myndum inná netið góða. Linkar einhversstaðar þarna hægra megin...
Góðar stundir.

2 Comments:

Blogger Svala said...

vá þú verður að láta einhvern ráða í þessi börn með fullorðinsandlitin.....ætli þau séu kannski bara þú sjálf!! fullorðinn krakki? bara kenning.....knús,sveil

12:01 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

you´re right! draumakonungur að gefa mér smá reality check. láta mig horfast í augu við þá hálf sorglegu staðreynd að ég er fullorðinskrakki. ég mun hér með takast á við þetta vandamál. þá hljóta þau að beila á mér.

4:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home