þriðjudagur, ágúst 02, 2005

mér finnst gaman í sturtu

takk sætu mínar fyrir falleg orð í garð hins bleika sem og huggunarorðin. ég þarf virkilega að láta hugga mig.
augljóslega lítið fjör í kristjönu þessa dagana. síðustu daga hef ég þurft að skipta um föt tvisvar til þrisvar á morgnanna og það er ógeðslega pirrandi að byrja daga svoleiðis. málið er að sturtan mín er beint fyrir ofan vaskinn og á krananum er takki sem maður ýtir á til að fá vatn útum sturtuhausinn... nema hvað. ég fer sem sagt í sturtu og laga mig svo svolítið. set efni í hárið og svona og ætla svo að fara að skola klístrið úr lófunum en í staðinn skola ég á mér bakið. í nokkrar sek. takkinn festist nefnilega stundum í sturtuham. þetta verður til þess að efri hluti Kristjönu verður alltaf rennandi blautur og ég þarf að skipta um föt. skil ekki af hverju þetta getur gerst aftur og aftur... ég bara virðist ekki læra af mistökunum og æsi mig varla yfir þeim. eins og það sé bara hin sjálfsagðasti hlutur að fara í sturtu í fötunum. segji bara æ, þurrka mér og skipti svo um föt. held ég sé með eitthvað vanþroskaðan heila. ég er líka með gleymskusýki, en það er of pirrandi að segja frá því. oft þarf ég líka að skipta um föt á morgnanna af því að ég helli yfir mig kaffi eða mjólk... allt eftir því hvað er í morgunmatinn. í morgun var það mjólkin og svo sturtuferð.
já, já... af hverju fór ég ekki til Íslands í ágúst í staðinn fyrir júlí? ha? gæti haft eitthvað með það að gera að familían er að koma á fimmtudaginn til Dene. sem er náttúrlega mjög skemmtilegt. samt langaði mig að vera innipúki um síðustu helgi. um næstu helgi væri ég afar mikið til í að töfra mig uppá snæfellsnes. þar er krútt .... og þar er líka mice parade sem er anagram fyrir adam pierce. ég elskann!!!! alveg sjúk í þessar tvær plötur sem ég á með honum. sérstaklega gömlu plötuna obrigado saudade sem er hin mesta snilld. svo falleg, svo falleg, svo falleg... og svo er ég búin að vera með nýju plötuna bem-vinda vontade í i-podnum mínum (sem ég á ekki lengur) á fullu síðustu mánuði. örugglega mest spilaða platan hjá mér síðan hún kom út. svo er allskyns pen íslensk tónlist líka... ojjjj – mig langar til Ísalands og vera í fríi lengi, lengi, lengi. össs... og þó. familían er á leiðinni og það er eintóm hamingja. djurs sommerland, legoland og dýragarðar. verst að þau fá líklega versta danska veðrið í allt sumar. hér er spáð ofurrigningum langt fram í tímann. fokk danish weather.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl ljúfan mín,
Gaman að lesa þig aftur eftir laaaaanga pásu...nú er ég farin að kíkja á ferðir og Hrabba er að hjálpa mér...Hvernær ertu heima eftir 14 ágúst??

eibban í sveitinni

6:14 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

hæ hon... fjölskyldan er hér til 14. ágúst svo ef þú kemur í næstu viku þá get ég samt alveg hitt þig. svo verð ég í dene til 18. ágúst. þá fer ég til króatíu. kem heim 28. ágúst. er ekki bara snilld að koma þá??? knús til eibbu í sveitinni...

12:06 e.h.  
Blogger Not your goddess said...

hihi, fannst thetta svo skemmtileg saga ad eg vard ad linka innáana...

11:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home