sunnudagur, september 04, 2005

ég hata lúðrasveitir

hér í árósum hefur verið mikil hátíðardagskrá undanfarna viku mér til ama og ógleði. heimili mitt er staðsett alltof nálægt þessum blessaða miðbæ sem þýðir að ég er búin að vera með tónleika inní stofu hjá mér hvert einasta kvöld... og tja... er ekki frá því að lúðrasveitin sé byrjuð aftur í dag. sér í lagi eru það tyroleraften sem angra mig. mikil og vond tónlist. en nú er þetta alveg að verða búið og ég get líklega farið að lifa eðlilegu lífi frá og með morgundeginum. festugen er aðallega hátíð áfengisnærðra táninga, gamlingja og dreifara... alls ekki hátíðin mín.
annars er allt að komast í fastar skorður hjá manni. búin að fara aðeins á barinn um helgina, fara í basket í góða veðrinu, drekka sumardrykki og borða heimatilbúið indverskt. sat ég eins og versti karlmaður og horfði á fótboltann með keld og stefáni á meðan dorte hamaðist við að búa til mat handa okkur í eldhúsinu. lífið getur verið doldið óréttlátt. svo kom gerða og við tókum barnalegar myndir, stelpurnar fóru í ljótudansakeppni og svo var haldið á barinn sem var allt í lagi.
annars er ég bara frekar róleg. máski frekar settleg, hreinleg og búin að skrá mig á spænskunámskeið. er samt líka með hnút í maganum.
bless.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

bara flottheit a minni - akkuru ertu ad fara a spaenskunamskeid?

6:21 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

er að fara á spænskunámskeið mér til ánægju og yndisauka! kemur sér kannski vel ef ég kemst í smá ferðalag til mexíkó og kúbu á næsta ári... ólíklegt en maður getur alltaf látið sig dreyma!!!

1:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

namminamm!

10:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home