mánudagur, september 12, 2005

haustfælni

ég svaf í fjóra klukkutíma í nótt og fór svo að kenna klukkan átta í morgun. hausinn á mér var alveg úti að aka. grey nemendurnir. og þó. þeir eru ekki mínir. var bara að kenna fyrir prófessorinn minn sem var á fundi í ráðuneyti í cph. eftir kennslu var mallinn minn alveg úti að aka svo ég fór heim. og horfi nú á sue ellen í melrose place. langar til að æla á alla í melrose. mig dreymdi í nótt að ég hefði farið í fyrsta spænskutímann. þar var ég lögð í einelti. mér fannst það ekkert spes. er mikið að spá hvort ég eigi ekki bara að sleppa spænskunni. langar ekkert að vera lögð í einelti. kannski þýðir þetta samt bara að bankinn leggi mig í einelti ef ég eyði. kannski ég ætti frekar að eyða pening í helgarferð. jösús. þarf að ákveða mig fyrir morgundaginn. er með ákvarðanatökufælni.
fann fyrir haustinu í fyrsta skipti í dag. það hefur kannski eitthvað að gera með fælnina. oh. nenni ekkert að fá þetta haust strax. en ég verð að takast á við það. maður verður að fara að undirbúa sig. ætla að vona að haustið fari vel með mig og ég með það.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vertu ekki með þetta væl vina....haustið er búið að vera í meira en mánuð hér hjá okkur....enginn bjór verið í góðu veðri hér lengi...oj moj ulla bjulla land. Samt alltaf lúmskt voða notó svona þegar hausta tekur - ekki satt?

12:06 f.h.  
Blogger Not your goddess said...

aej, aetladi lika ad fara ad skrifa um haustid - thad vard alltof depp eitthvad, svo eg akvad ad sleppa thvi... skellti inn nokkrum aumum linum i sarabaetur samt ;-p

12:31 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

æ svanan mín... maður er svo góðu vanur. er búin að vera hér alltof lengi. veit að maður á ekki að væla þegar veðrið hjá manni er eins og fínasta sumarveður á ísalandi.
annars eru aumar línur betri en engar scarpan mín. takk.

12:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er ennþá að bíða eftir sumrinu..... :) hlýtur að bresta á bráðum

1:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home