fimmtudagur, september 22, 2005

halinn enn í ólagi

dagarnir eru ágætir og líða furðulega hratt. ég er farin að vinna smávegis í vinnunni og er það vel. reyndar get ég ekki setið of lengi við störf þessa dagana sökum rófubeinsvandræða. agalegt ástand. er hálf skelkuð hvað þetta varðar. solveig sagði mér að ég væri örugglega búin að brjóta halabeinið þar sem einhver 25% af öllum brjóta það einhverntímann á ævinni... en þetta er nú kannski alveg svona brotvont. já, vinna er nauðsynleg fyrir sálartetrið sem er með ofboðslegt samviskubit yfir að ég í einhverju móki keypti mér ferð til íslands á þynnkusunnudegi. varð bara svo glöð þegar ég fékk nýja lánið mitt að ég hreinlega gat ekki staðist það að eyða peningunum mínum í flugfar. hefði kannski betur splæst í jólaflugfar sem eru að verða sérdeilis dýr. það er hinsvegar seinnitíma vandamál að finna monninga fyrir jólafluginu. en ég veit fyrir víst að það verður einstaklega gaman hjá mér þarna á íslensku airwaves. svana litla líka búin að kaupa miða og dr. sig kannski á leiðinni... sirrí? ég þarf bara að finna einhverja góða sögu til að segja prófessornum mínum af því að ég á ekkert frí. svona til að hún gefist ekki endanlega uppá mér og mínum frídögum. ég þarf líka að finna fullkomna tímasetningu til að segja henni frá þessum áformum mínum. sleikja hana upp fyrst vegna þess að það er ekkert um sparkling gleðiský milli okkar þessa dagana.

annars komu nýju cocorosie og devendra banhart diskarnir inn um lúguna í síðustu viku og ætti það að vera frekar spennandi. við fyrstu hlustun er devendra diskurinn sérdeilis fínn. mér finnst það klæða hann vel að hafa band með sér. og það skemmir ekkert fyrir að hafa heyrt hann spila slatta af þessum disk tvisvar sinnum í sumar. hinsvegar finnst mér fyrsta hlustun á cocorosie ekki vera að gera sig. þarf vonandi bara að hlusta meira.

já, já... þunnt er hljóðið. er á leiðinni í sumarhús á langeland með danska hlutanum af kavos um helgina. kavos er einmitt sá hópur sem ég fór með til grikklands í stærðfræðiútskriftarferð. ágætis tilbreyting frá bæjarlífinu og verður þetta örugglega mikil gleði. leiðinlegt bara að ég missi af tónleikum hjá trine,jacobi&co og svo er kæróinn hennar trine líka með útgáfupartí.... :-(

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hvad varstu ad gera vid skottid a ther stelpa???

4:53 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

veistu... ég bara veit ekki. þetta er örugglega iskitaugin sem er búin að taka í skottið á mér.

10:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home