sunnudagur, október 09, 2005

og svo... og svo... og svo...

alveg hreint ágætis helgi. melt banana var helvíti fínt. ótrúlega kúl þessir japanir... sér í lagi þessar kreisí japönsku kjellingar. örfá lögin fannst mér hinsvegar of melódísk... og varð þá hálfgerð dauðarokksstemmning... sem ég var ekki að fíla. svo var spilaður þynnkufótbolti á sólríkum laugardegi með góðu fólki. veðrið hér í dene er ennþá mjöög sömmerí. elska það. maður bara á stuttaranum að tjilla og leika. í gærkveldi fór ég svo í snilldar mat til andra frænda og þurý. foreldrar hans eru bestu kokkar sem ég þekki og það er nokkuð ljóst að drengurinn ætlar að feta í fótspor foreldranna. gríðarlega vel grillaðar nautalundir á webernum, bernais, kartöflur og salat. ekki oft sem maður fær svona alvöru mat hérna í danaveldi. ég er nefnilega hætt að elda. svo drukkum við rauðvín og öl og fórum í fússball í kjallaranum, töluðum við familíuna á skype sem var einmitt í mat hjá ofurkokkunum þóru og kjartani og kíktum á fyndin atriði úr woody allen myndum. fínasta kvöld og nú hefur verið ákveðið að spara skuli uppí nýtt sjónvarp og svona media harðan disk... eða hvað sem þetta nú heitir. eytt skal enn meiri tíma fyrir framan sjónvarpið í framtíðinni.
þannig var nú það. á morgun byrjar alvaran enn einu sinni. eða vonandi fæ ég hana til að vakna að nýju. nú skal vaknað snemma og unnið alveg ofboðslega mikið þangað til ég hoppa til íslands. ég er svooo spennt að komast heim og þangað langar mig að komast með hreina samvisku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home