miðvikudagur, október 26, 2005

sveitta kristjana talar

lífið er búið að vera hálf hundslegt síðan ég kom frá íslandi. búin að vera svo veik og hef ég mínuslegan tíma til þess. hef svitnað mörgum kílóum undanfarna daga og virðist þetta ekkert ætla að hætta. ég gat ekki borðað í fyrstu, en svo kom solveig hin góða kom með mat handa mér. gott að eiga góða að.
svo fann ég sølvfisk við klósetthurðina mína. ég ætlaði ekki að trúa þessu. svo nú verð ég að eyða mörgum hundrað köllunum í allskyns varnir gegn þessum kvikindum. er mjög viðkvæm fyrir svona pöddum og er hrædd við dýr og svona viðbjóð almennt. hefur mig klæjað stanslaust síðan ég sá helvítis silfurskottuna. ég ætla hinsvegar að reyna að taka því aðeins rólegra en ég gerði hérna í denn þegar ég fékk silfurskottuheimsókn. þá varð ég nefnilega geðveik.

airwaves var frekar klén sem tónlistarhátíð. ætla ekki að fara mikið út í það, en ég er á leiðinni að skrifa kvörtunarbréf. djöfuls græðgi í þessum íslendingum að selja svona fáránlega marga miða. minnir að mitt armband hafi verið númer 4045. biðraðaógeð og ég sá ekki allt sem ég óskaði mér svo heitt. fyrir utan architecture in helsinki sem var alger snilld. bestu tónleikar sem ég hef farið á síðan deerhoof held ég barasta. þangað komst ég inn vegna þess að áfengisneysla á kvennakvöldi gerði mig freka og djarfa og ég svindlaði mér í röðina. svo voru nokkrar íslenskar afar fínar... svo fínar að í hausnum á mér heyrist endalaust no way jose... snilldarlag. verst að ég kann ekki lagið svo þetta er orðið svolítið þreytandi þarna uppí vitleysingahælinu krissuheila. flest annað var fínt. t.d. kvennkvöldið sem ég og systurnar slysuðumst inná. þar voru menn örlátir og gáfu rótsterka drykki, mat, smokka, rósir, happadrættismiða og leiðinlegar kellingar. æ. þreytist ég nú afar mikið og segi stopp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home