miðvikudagur, október 19, 2005

við skulum pakka

ég get sagt frá því að ég er einstaklega töff á þessari stundu. sit hér með skítugt hárið allt út í loftið, maskara út á kinn, í rósóttum kjól, klóra mér í rassinum og bíð eftir að ég byrji að pakka í nýju 200 kr ferðatöskuna sem ég keypti á sunnudaginn í stórversluninni bilka þar sem úthverfarottur í öllum stærðum og gerðum eyða sunnudögunum í ógeðslega ljótum skóm.
ég er með rauðar varir, rauða tungu og rauðar tennur. ég er rauðvín. gott að eiga góðar vinkonur sem eru alltaf til í smá gleði þegar illa stendur á. ég er nefnilega að bíða eftir að einhver töfri hlutina í töskuna og einn, tveir og nú. var sérdeilis taugaveikluð fyrir nokkrum tímum síðan og með heildisfóbíu. nú lítur þetta miklu betur út. stærðfræðiáhyggjurnar hurfu eins og þegar gervidjöfullinn spreyjar glimmeri yfir helvíti. þær voru miklar áhyggjurnar í dag og ég svitnaði og lyktaði eins og alkóhólastirnir niðri við útidyrnar mínar. þetta gerðist þrátt fyrir að í rauninni ætti það að vera með eindæmum huggulegt í vinnunni. leiðbeinandinn var ekki á staðnum. þá á maður að svífa berrassaður um á grábleiku skýi og vinna eins og engill. ég er þó ekki berrössuð né ber að ofan í vinnunni. það myndi þó aðeins gíra gleðina upp í vinnunni ef allir væru berir á ofan. eða nei. það er ekki mikið um fagra karlmannskroppa í stæ. tek þetta til baka. allaveganna.. það er dýrðlegt þegar maður þarf ekki að sinna ljósritunarverkefnum, fara yfir heimadæmi fyrir prófessorinn (þrátt fyrir að ég sé búin með kennsluskylduna), kaupa blóm fyrir hana til að gefa akademískum afmælisbörnum og öðrum athyglisverðum ritarastörfum. það er satt og sannað að ég er í vernduðum barnaskóla eða máski ritaraskóla.
já, maður gerir margt annað til að láta tímann líða. spreða. afmælisgjafir. lánið er officialt búið og vel það. mikil sorg. sorginni bjargaði ég með að fara aðeins lengra í eyðslunni og keypti mér fínasta disk með caribou. alveg óvart. ég hlusta á hann núna. ég get hreinlega ekki farið inní badstue plötubúðina á horninu, án þess að kaupa eitthvað. er hætt að fara þangað inn bara til að skoða. í dag þurfti ég nauðsynlega að ná í diskana mína sem ég gleymdi hjá plötusniglinum bjørn í útgáfupartíi föstudagsins. ansans... var næstum búin að kaupa þrjá... hann bjørn er nefnilega afar góður sölumaður og er alltaf tilbúinn til að láta mann hlusta á eitthvað skemmtilegt.
á morgun er ferðinni heitið til íslands. vakna klukkan hálf sex í stað níu til að spara 250 dkr. á heimaslóðum ætla ég að kaupa íslenska osta, mýkingarefni, plúsdrykk með appelsínubragði, djúpur og nokkra bjórdrykki. jafnvel eitt skot og einn g&t. jú og borða hlölla um miðja nótt.
ég nenni ekki að pakka, það er enginn í tölvunnni og þess vegna skrifa ég um ekki neitt. nú eru bara nokkrir tímar þangað til að ferska konan stendur upp úr bólinu. nú skal þetta gerast.
faðmlög...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hlakka til að sjá þig !!!

12:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

goda ferd luv...
fer ad fara ad gera eitthvad i thessu klukki... tharf fyrst ad fara i fleirri fleirri party herna um helgina - eitt er mitt... enihoo, goda skemmtun :)

2:54 e.h.  
Blogger Skringsli said...

Góða ferð og sjáumst þegar þú kemur aftur!

1:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home