laugardagur, október 15, 2005

los vikos

sérhvern morgun kvíði ég fyrir að kíkja út um gluggann. ég kíki til að tékka hvort blái himininn sé ekki ennþá hjá okkur hérna í danska landinu. er svo hrædd um að grimma haustið komi bráðum með rigningunum og blásturógleðinni. í dag er allaveganna indælis veður eins og alltaf, blár himinn og ég er líka eilítið blá. ja ja ja... hvað er ég nú búin að gera af mér í vikunni. vikan gæti kallast barnavika þar sem ég hef tvisvar heimsótt lítil börn, t.d. glænýja tveggja vikna viggu louisedóttur. það er nú ekki oft sem ég hitti börn enda eru fáir vinir mínir foreldrar hér í árósum. en mikið eru þau nú miklar rjómabollur þessi börn. svo sæt, svo indæl. mary er líka búin að punga út einu barni um helgina og er danskurinn voðalega spenntur. svo er ég búin að fá eitt vægt taugaáfall, læra í fyrsta skipti heima fyrir spænskutíma, drekka nokkrar rauðvínsflöskur, fara í klént matarboð til stúlku frá tékklandi sem þreytir mig svo mikið af því að hún notar svo svakalegar handahreyfingar þegar hún talar. keypti mér líka eitt stykki kjól sem ég á örugglega aldrei eftir að fara í og fór svo í útgáfupartí hjá hljómsveitinni larsen og kreisí jane í gærkveldi. varð auðvitað tipsí, en kom mér ekki út í stórvægileg vandræði. gott mál. nú sit ég í bólinu mínu með tölvuna mína, hlusta á four tet, búin að drekka indælis kaffi, borða súkkulaði crossaint, lesa blöðin og reyna að komast út til þess að kaupa ferðatösku. það tókst sem sagt ekki, af því að það er sérdeilis notalegt í krissubóli.
svo er ég orðin svakalega spennt að komast heim. vona að ég nái að hitta alla familíuna og einhverja vinalinga. tíminn er nefnilega naumur og það er svo margt sem mig langar að gera og hlusta á. hlakka mest til að heyra architecture in helsinki, clap your hands say yeah og norksu poppdrottninguna annie. svo kíkir maður örugglega á jose gonzales... þó svo að ég sé nú búin að sjá hann og spænska gítarinn hans nokkrum sinnum. svo langar mig að heyra eitthvað rapp og hip-hop... kannski gefur maður mitchell brothers annan séns. voru samt ekki að gera mjög gott mót á hróarskeldu...
jæja nú ætla ég að fara og horfa á silvíu nótt og íslenska bachelorinn. guð blessi tölvutæknina og skjá einn fyrir netsjónvarpið, en púú á nettenginguna mína. mæli ekki með webspeed fyrir fólk sem býr í danska landinu.
góðar stundir...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

prinsinn fær bara skemmtilegar vöggugjafir... tasmaníudjöfla og svona... gaman að vera prins

5:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home