föstudagur, nóvember 04, 2005

fertugur grís að drullumalla

það er hreinlega ekki verandi hér í stærðfræðideildinni lengur. sorglegt. þar sem fröken dísa er í englalandi þetta misserið er ég ein á skrifstofunni og er ég farin að sakna hennar dísu litlu. ég hef ekki mikið sameiginlegt með fólkinu í deildinni og þess vegna tala ég ekki við neinn allan daginn. er alein inná skrifstofunni alla löngu dagana. líkar mér það betur en að reyna að mingla við akademíuna. hinsvegar borða ég alltaf hádegismat með grúppunni minni, þ.e.a.s. tvö stk prófessorar, eitt stk lektor og tvö stk póstdokkar. það getur verið ágætt að lofta aðeins um munninn, þó svo að ég gæti alveg eins hugsað mér að sitja ein með e-ð ókeypis dagblað í hádeginu. nema hvað. nú er ég komin með nóg. einn fullorðinn maður í grúppunni er farinn að gera mér lífið ansi leitt í matartímanum. á boðstólnum í kantínunni í dag voru m.a. grillaðar samlokur. fullorðni maðurinn tekur sig til, opnar samlokuna og byrjar að skafa ostinn úr lokunni... ekki bara með hnífnum heldur líka með puttalingunum. mér þótti þetta í meira lagi ógirnilegt. þetta gerir maðurinn líka þegar það er pizza á boðstólnum. þá byrjar hann á því að taka allan ostinn af pizzunni. auðvitað fer eitthvað af skinkunni og tómatsósunni með. það þýðir að maðurinn þarf að plokka skinku og tómatstykki úr bráðnu ostaklessunni og selflytja yfir á pizzuna aftur. huggulegt? nei. svo er það mér með öllu óskiljanlegt að panta sér pizzu eða samloku þegar manni líkar ekki bráðinn ostur. það eru til ótal fleiri dæmi um einkennilega hegðun fertuga mannsins í kantínunni, m.a. hvernig maðurinn bestar það að plokka óætilega munnbita úr pítum og pönnukökum. ég held ég fari að gefa hádegisgrúppuna upp á bátinn. ekki að missirinn sé mikill... málgleði mín er af skornum skammti þegar kemur að akademískum málsverðum. máski er ég voðalega viðkvæm... en mér þykir dularfullt að manni um fertugt finnist allt í lagi að standa í þessu matardrullumalli.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Suss, mikið skil ég vel að þú sért búin að fá nóg af þessari sérvisku í manninum. Af hverju fær hann sér bara ekki eitthvað annað eða borðar þetta eins og það er borið fram??? Vona nú samt að þú takir bráðum gleði þína á ný, þó ekki væri nema í tilefni þess að bráðum verður þetta allt saman yfirstaðið. Þú hefur sem sagt ekkert vingast frekar við dömuna í skrifstofunni á móti?

Það verður líka ósköp gott að koma aftur á skrifstofuna okkar þó að litli, skondni strákurinn sem ég deili skrifstofu með núna sé svo sem ágætis skrifstofufélagi...

5:46 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

já, nei. hef ekki vingast við miss tékkland. vingast aðeins við lásinn á hurðinni okkar sem ég læsi oft og títt til þess að reyna að fjarlægjast þessa stofnun á minn eigin hátt. annars er ég á leiðinni að kynna miss tékkland og miss króatíu bráðum... þó ég viti vel að þær eigi ekki skap saman.
knús til þín...

3:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home