miðvikudagur, nóvember 02, 2005

hér er grafarþögn

hef alveg ofsalega lítið að segja þessa dagana. andstyggilegt andleysi. en svona er þetta víst þegar maður er að reyna að rækta stærðfræðinginn í sér. búin að vera bissí við að vinna, borða, taka þátt í vægum bjórdrykkjum, vera andvaka, fara út að borða, fara í matarboð, fara í bíó, fara á kaffihús og hlusta á nýju diskana mína. rólegt og notalegt. verð að mæla með tim burton myndinni corpse bride. svaka flott og skemmtileg. ég er líka búin að gleðjast mikið yfir nýju tónlistinni sem ég fékk um daginn. uppáhalds diskarnir mínir núna eru feels með animal collective, benni hemm hemm diskurinn og nýju árósku plöturnar með larsen & furious jane og svo i am bones. er ekki frá því að larsen platan sé með þeim betri dönsku plötum sem ég hef heyrt í langan tíma og svo er beina-kæróinn hennar trínu líka að gera góða hluti. ég var líka sérdeils kát í vikunni þegar ég borðaði víkingapottinn á resturant benny´s í vikunni. einstakur réttur. mæli með þessum stað fyrir fólk sem finnst týpískur danskur matur góður. þær eru víst fáar konurnar sem elska svona mat. því miður elska ég hann (ekki samt í óhófi). heppin er ég að trínan litla er líka mikið fyrir þetta... efast um að aðrir myndu vilja borða þarna með mér! allaveganna... þar er hægt að fá allskonar góðgæti. næst ætla ég að fá mér stegt flæsk med persillesovs og kartoffler eða önd með öllu tilheyrandi... mmm..... ég er í gúffstuði og finnst púkó að vera að mæla með dönskum hlutum fyrir fólk sem tilheyrir ekki árósarborg.

helgin. harpa frænka og jólabjórinn heimsækja fjárhús. harpa ætlar nú bara að vera í nokkra daga en jólatuborginn ætlar að staldra við í einhvern tíma. helgin býður svo uppá cocorosie tónleika. öllum er velkomið að koma með. jacob faurholt & sweetie pie wilbur aka jacob, trine, kasper & co eru lukkunnar pamfílar og eiga að hita upp fyrir breimandi systurnar. þetta verður fjör.

gúff og knús....

ps það er alltof dimmt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home