fimmtudagur, nóvember 17, 2005

óskast keypt

jæja. hef voðalega lítið að segja. dagarnir eru dálítið sérkennilegir. allt á vitlausum stað eða vitlausum tíma. ég er líka vitlaus, undarlega taugaveikluð og lítil kona með hor í nös, kvef í augum og ljótan hósta. nenni ekki að fara að sofa af því að þá þarf ég að vinna strax og ég verð næst vakandi. vinnan öskrar á mig á hverjum degi og skammar mig eins og sé eitthvað lítið barn. kannski er ég barn.
af árósum er það helst að frétta að við erum aftur komin með socialdemókratískan borgarstjóra. gott mál. ég veit reyndar ansi lítið um þessa lókal pólítík hérna í danmörku, svo ég átti svolítið erfitt með að ákveða hvar ég ætti krota. ef ég mætti kjósa til folketingsvalget, þá hefði valið verið auðveldara. ég ákvað þess vegna að þykjast vera að kjósa í landspólítíkinni. nema hvað. einhver umræðuþáttur eyðilagði það fyrir mér. heyrði að bæði radikale venstre og sf hefðu ekkert á móti því að vinna með venstre. ekki að ég hafi eitthvað á móti louise gade. hmm... hun(d)saði radikale og sf. er þó ágætlega sátt við úrslitin. mjög áhugavert!
annars var ég að spá í að kaupa mér tímavél og ferðast til ársins 2006, nánar tiltekið 1. febrúar næstkomandi. þó með stuttu stoppi milli 24. og 28. desember, þá ætla ég nefnilega að slappa af á íslandi og vill ómögulega spóla yfir það. er einhver að selja slíka vél eða eitthvað sem gerir slíkt hið sama og þessi margrómaða tímavél? eða jafnvel selja góða heilsu (leita ég aðallega að andlegri heilsu) og karlkyns yndisveru.
rétt í þessu var verið að spila cat power undir auglýsingu á nýjustu seríunni af ER aka skadestuen... fær mig til að hugsa hversu mikið jose gonzales hafi fengið fyrir að selja sál sína sony. en mikið er sú auglýsing samt ofsalega fín.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst persónulega ágætt að það sé sæmileg tónlist í auglýsingum og ekkert nema gott um það að segja þótt fátækir listamenn fái þar einhverjar krónur. Er þetta ekki líka lag eftir The Knife?

Með velgengniskveðju,

Gerða Björk

4:34 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

jú, lagið er upphaflega með the knife - heartbeats. er alveg sammála þér með að það sé gott að fátæklingar fái peninga fyrir svona... á meðan þeir gera þetta ekki of mikið... gerist mellur. sendi velgengniskveðjur tilbaka...

9:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Kriss mín

Á veika tölvu svo ég næ allt of sjaldan að lesa hjá þér og hvað þá að skrifa hjá mér.
Verð að monta mig smá því ég var að klára jólagjafainnkaupin í dag...trúiru þessu??? Ákvað að klára þetta bara því það er svo helv...dýrt að senda pakkana heim (orðin smá þjóðverji). Á samt Alex eftir en ég hef allan des fyrir það.
En ég er sem sagt að fara heim á mánudaginn og verð í 10 daga og fer svo aftur 30 des og verð í mánuð...auðvitað missi ég af þér eins og venjulega :(
Risa knús
eivor

10:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

aej aej, buid ad sparka litlu louise gade, alltilaj, nu getur hun farid ad skoppa med litla boltann sinn einhvers stadar annars stadar... fussusvei, ad madur skuli segja svona... aetli thetta se ofund??? Hun var bara ofugu megin greyid, greinilega lent i slaemum felagsskap, kemur oft fyrir telpugrey...

4:01 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

já, konservatívir eru bad company. grey stúlkukindin. hún fékk nefnilega fleiri atkvæði en í síðustu kosningum á meðan konservatívir kúkuðu í bux. minnir mig. annars erum við meira kúl en hún... þurfum ekkert að vera öfundsjúkar.

5:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home