miðvikudagur, nóvember 23, 2005

og meira röfl...

var í makindum mínum í pásu frá greinaskrifum hérna í eftirmiðdaginn og fór að kíkja á kastljós frá því í gær. það mætti halda að þessi læknir sem var í heimsókn hjá þeim hafi verið að gefa út handbók um hvernig hentugast sé að nauðga með því að gefa svefnlyf og þá hvaða svefnlyf væru vænlegust. jesús minn hvað mér fannst þetta ógurlega ósmekklegt viðtal. öllu mannlegri var lögfræðingurinn sem kom á eftir honum. hef nú sagt þetta oft áður... sumir læknar eru doldið spes týpur... eitthvað svo overline. samt alls ekki allir – ekki misskilja.
að öðru röfli... best að eyða aðeins meira af vinnutímanum mínum. það er sérdeilis einkennilegt fólk í þessum háskólabransa. verðandi doktorsneminn hennar evu er búinn að hringja þrisvar í mig í dag. eva er ekki í skólanum þessa dagana og þá hringir hann í mig og fer með stærðfræðileg ljóð fyrir mig í stað evu. ég er ekki að grínast, en hann ætlist til að ég sé alveg með á nótunum þegar hann les heilu blaðsíðurnar af ritgerðinni hans fyrir mig. svo á ég að geta sagt honum hvað sé að hjá honum og hvernig hann eigi að sanna ýmiskonar skrímsli. hann er ekki alveg í lagi. við erum að tala um að hann fer með jöfnur upp á tugi lína. hann er eitthvað veruleikafirrtur ef hann heldur að maður geti munað tíu forsendur sem hann fer með á fimm mínútum símleiðis sem og nokkrar hjálparsetningar sem hann vill nota og geti sagt eitthvað gáfulegt. kemur svo með heimildir úr greinum með blaðsíðu- og línunúmeri úr e-i grein sem ég las fyrir ári síðan... og hann veit það. ekki eins og ég hafi einhvern tíma til þess að hjálpa honum... en honum finnst ekkert eðlilegra. stærðfræðingar. þetta eru alveg fáránlega einkennileg fyrirbæri. furðuverur. samt ekki allir – ekki misskilja. held ég svari ekki símanum á skrifstofunni minni næst þegar hann hringir. grey eva að fá hann sem doktorsnema. ætla að segja henni að það væri ráðlegt að neita að gefa drengnum gemsanúmerið hennar. hann myndi misnota það og hringja í hana á nóttunni ef hann væri í bobba.
nú er ég búin að dæla nógu miklu röfli í þessa síðu. hún hlýtur að fara að æla.
er á leiðinni á tónleika í lyd og litteratur. hlakka voðalega til. matt elliott er að spila og það verður væntanlega alls ekki slæmt. fegurðin mun svífa yfir mannfólkinu. hér má heyra smá brot af fegurðinni sem mun vonandi hrynja yfir mig.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Aumingja þú! Eva minnist einmitt á þennan mannn í gærkvöldi, virkilega veruleikafirrtur... hann hringir víst heim til hennar um kvöldin og um helgar ef honum sýnist svo. Það er víst ekki bara til að fá aðstoð, heldur hringir hann líka til að tilkynna henni að hann hafi leyst hitt eða þetta... stórfurðulegur alveg... Sjáumst á morgun...

7:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home