á þessu ári ætla ég að endurfæðast
árið til ykkar… gaman þykir mér að nú skuli vera komið nýtt ár. held ég hreinlega að þetta árið verði sérdeilis gott og hlakka ég mikið til að takast á við lífsins verkefni. kannski ekki alveg þennan fyrsta mánuð, en eftir það verður vonandi gleði og hamingja. strax búin að skipuleggja tvær og hálfa utanlandsferð og verða þær vonandi fleiri. mexíkó á ráðstefnu + nokkrir dagar í fríi, all tomorrows parties í maí og svo 30 ára helgarferð með vinkonunum á ísalandi. nýja vinnan verður vonandi spennandi og skemmtileg. svo langar mig líka að flytja í nýja íbúð, en það verður væntanlega að bíða betri tíma og viðbjóðs sparnaðar.
mín áramót voru alveg mjög hugguleg. fór í mat hjá trine og johannesi ásamt nokkrum ljúflingum. ekki voru sprengjurnar þó margar í danaveldi en kvöldið var gott. frekar í rólegri kantinum þangað til ég, signe og lise skunduðum í teiti. þar læstist "úti" í kæliherbergi uppá lofti en fannst það bara gaman. þetta leiddi af sér að ég var hálf tussuleg dagana eftir gamlárs... en veit ekki hvort um var að ræða margra daga þynnku eða einhverja veikindadruslu. tippa á hið fyrrnefnda. nú eru svo tæpar fjórar vikur í skil á blessuðu ritgerðinni og ég er enn að basla við það sem ég ætlaði að klára fyrir jól. er þess vegna í meira lagi stressuð, en á samt einstaklega erfitt með að taka hlutina alvarlega og demba mér í vinnusjúklingsham. finnst bara ógeð leiðinlegt að vera svoleiðis og er auðvitað alltaf til í að leika mér að einhverju öðru.. en þetta hlýtur að fara að koma. ég skal eiga ekkert líf það sem eftir lifir skuggamánaðar.
óska ykkur lukku á þessu ári og billjón hamingjustunda...
ást&friður...
3 Comments:
Hæhó kristjana mín og gleðilegt ár! Vona að þú verðir rík í nýju vinnunni þinni og að þú komir í heimsókn til kalí á þessu ári. knúsogkrús, Vala
Gleðilegt árið!
Gerða Björk
gleðilegt árið til ykkar dömur! og ég væri sko meira en til í heimsókn til kalí. eiginlega skandall ef maður nær ekki að fara í smá ferðalag áður en að þið íslendingarnir yfirgefið fræga fólkið.
Skrifa ummæli
<< Home