fimmtudagur, desember 22, 2005

god jul...

takk fyrir hamingjuóskirnar ljúfurnar mínar. er búin að vera mikil gleðipíka undanfarna daga eftir þessar stórskemmtilegu vinnufréttir. fyrsta sem ég gerði var að fá mér meiri yfirdrátt þar sem ég verð ekki atvinnulaus eftir skil á ritgerðardruslunni. svo er ég búin að kaupa mér margar gjafir, borða góðan mat og drekka fágaða bjórdrykki. annars er þessi vinna hjá cfin sem stendur fyrir center for functionally integrative neuroscience. þar ætla ég vonandi að dúlla mér í ýmsum verkefnum og sýna hvað ég kann... sem ég nenni engan veginn að skrifa um hér! letidrullan ég. en já, ef ég kann vel við þetta og mannsarnir kunna vel við mig... þá á ég von á þriggja ára stöðu hér í fjárhúsum! aldeilis sem maður þarf að taka stórar ákvarðanir. fuss.
annars fer að styttast í jólin og ég ekki enn búin með jólagjafakaupin... finn reyndar ekkert fyrir þessum jólum. veit hinsvegar að þau eru að koma. er bara í mínus jólaskapi og finnst eins og ég sé bara að fara í einfalda helgarferð til íslandsins. held ég skelli mér til kóngsins københavn á morgun svo það er eins gott ég klári þessi jólakaup og trilljón vinnuverkefni í fyrramálið. sé það ekki gerast... maður getur þá alltaf unnið heima um jólin... hef reyndar heldur ekki séð það gerast. hmmm... þetta reddast samt alltaf. kannski það verði vonskuveður á aðfangadag og ég föst á kastrup. þá gæti ég allaveganna reynt að vinna. jæja... ætla að fá mér drykk og hygge mig...
ást&hamingja til allra og gleðileg jól...
ps fyrir ykkur lufsurnar mínar sem lesið þetta... ég komst bara engan veginn í jólakortagerð í ár. svo ég sendi ykkur bara ýmiskonar fagrar óskir að eigin vali með hugboðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home