sunnudagur, desember 11, 2005

jólafrussuös

síðasta vika samanstendur af fáeinum rólegum andartökum, nokkrum energískum og öðrum verri og síðast en ekki síst handfylli af yndi. andartak. einkennilegt orð. já, það sem gerst hefur er m.a. að bíll keyrði á mig. snerti mig öllu heldur. ég hoppaði hæð mína í burtu og meiddi mig ekki. ég talaði við eibbu mína í dágóðan tíma og var það mjög afslappandi þar sem ég hef eigi talað við stúlkuna svo mánuðum skiptir. ég fór í bíó og sá sögu af ofbeldi. ég sá í fyrsta skipti bláan himinn síðan ég man ekki hvenær. ég hughreysti mann og annan. hughreysti einnig sjálfa mig. svaf vel og illa. fann gestaþraut í íbúðinni minni. fann villu í forritinu mínu. hataði það. hata að geta ekki lagað hana. hataði geisladiskana mína. beið eftir nýjum geisladiskum. beið eftir helginni. fagnaði helginni. hitti josefine hina sænsku í fyrsta skipti í langan tíma og varð hamingjusöm í veglegu stelpuboði. þar ræddu sjö ungar dömur um veikara kynið, femínisma og allt annað. slúðruðum, rökræddum og drukkum mjög hnitmiðað. reyndi að kaupa jólagjafir. keypti þó mest bara gjafir handa sjálfri mér. fékk taugaáfall útaf stressuðum mannfjöldanum. það ku vera bannað að brosa í jólaösinni. meira að segja í danmörku þar sem maður getur oft glaðst við að þiggja bros frá ókunnugum og svara í sömu mynt. gafst upp á jólagjöfum og fólkinu sem strunsar, sér mig ekki og labbar inní mig. fór heim og óverdósaði af kaffi. sá blue velvet. svaf lengi. gaf mig aftur á vald jólastressins og nú reyni ég að sjarma tölfræðina vopnuð kaffi, svífandi tónlist og íslenskum pepperoniosti.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

oooh, hlomar iiinndaelt... tho svo ad folk se ad labba inni mann og allt - ooohh, langar ad overdosa a kaffi lika - tharf ad bida i svona ar - langar enn meir ad overdosa a raudvini og glogg og feminisma... juminn hvad eg aetla ad vera svadaleg naestu jol...
astarknus og kvedjur og haltu afram ad kaupa gjafir handa sjalfri ther - tha tharf madur nefnilega ekkert ad spa i hvort se saella ad gefa eda thiggja - thar sem madur er ad gera baedi i einu...

2:16 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

merkilegt hvað þú fékkst mig til að vera ánægða með allar gjafirnar frá mér til mín... takk dúllan mín :-) og ekki finnst mér að þú eigir að sakna allskyns óverdósa. þú ert lukkunnar pamfíll. njóttu þess. ást & hamingja til þín og þinna...

10:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home