sunnudagur, desember 04, 2005

des mættur...

agalega indæl þessi helgi. tónleikarnir á föstudaginn voru alveg ótrúlega skemmtilegir. langt síðan það hefur verið svona gaman á tónleikum, enda báðar hljómsveitirnar alveg luvlí. fólk var líka bara almennt svo glatt og það gerir mann svo hamingjusaman. notaði tækifærið og slappaði vel af allan laugardaginn sem endaði í himnesku stelpukveldi þar sem vinkonur horfðu á vinkonur sem er frekar lásí dönsk mynd og hina ótrúlega flottu sin city. spjall, hygge og kílóábætandi ólifnaður. svo ég er bara sérdeilis glöð og finnst þessi sunnudagur notalegur. ekki oft sem það gerist. annars var ég að fatta að það eru að koma jól. ég er ekki alveg með á því. er í engu jólaskapi. er nú svo sem heldur engin jólastelpa. er lítið fyrir skraut, seríur og svoleiðis. ég er einhvern veginn immune fyrir þessu. tek varla eftir seríunum og jólapuntinu í bænum. venjulega næ ég mér í jólastemmara á þorlák. það mun hinsvegar ekki virka þetta árið þar sem ég verð fjarri góðu gamni. er farin að sjá þvílíkt eftir því að fara svona seint heim. engin barferð með svönu minni eða neitt. ég verð að finna einhvern fjárhúsing til að koma með mér í jóladrykk á þorlák. gæti orðið erfitt þar sem allir verða örugglega farnir eitthvað út í buskann. fullgróft að finnast það í lagi að mæta í keflavík city tveimur tímum fyrir jól. ansans...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehe......hvað sagði ég??

10:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home