mánudagur, desember 19, 2005

jólaskass

mikið að gera í jólahlussunni. ég er orðið hálfgert jólahlass. búin að vera síétandi undanfarna daga. julefrokost með skolen, jólamatur með vinalingunum góðu, matarboð hjá dísu draumakokki og þetta hættir ekkert fyrr en á nýja árinu. í kvöld á svo að éta víkingamat á veitingastað einum með nokkrum dýrlingum. hef engan tíma haft fyrir vinnu, þrif eða jólagjafir. bara þynnku, slæma hegðun, týnda lykla og hygge. svo stressið er jú viðloðandi frú kristjönu. ég sem ætlaði að kaupa útpældar jólagjafir, skrifa jólakort og alles... hmm... jamm. annars ekki mikið að frétta úr fjárhúsum. nema jú að ég er eiginlega búin að fá vinnu! allaveganna þriggja mánaða prufutíma. ekkert nema gott um það að segja. var á fundi í dag sem gekk bara svona líka vel... þrátt fyrir að ég hafi verið næstum dáin úr stressi útaf þessu viðtali síðustu daga. ætti að drepa eitthvað af þessum stressköllum sem lifa inní hausnum á mér að vita að ég þarf ekki að hugsa um þessi atvinnuleysismál sem ætluðu kannski að drepa mig. gott mál.
lifið vel og lengi.
luv...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært! Hver er svo væntanlegur vinnustaður?

6:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já há til lukku vina með vinnuna. Þó svo ég hefði verið glaðari með þig í vinnu hér heima.

12:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með vinnuna snúlla... hvurskonar vinna er þetta annars ?? hemmmm...

10:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hei Kris...
til lukku með prufutímann, þú mannst að hóa í mig ef ég á að aðstoða með anatomíuna!! ávallt tilbúin...
og gleðileg jól ljúfan.
s.

6:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sæl ljúfan
Svakalega er ég glöð fyrir þína hönd með prufutímann :) það reddast alltaf allt á endanum.
Mikið langar mig til að hafa þig heima þegar við erum þar :( langar svo að ná eitt gamalt og gott spilakvöld með okkur öllum unglingunum...en það verður að bíða betri tíma.

risa jólaknús
eibban og co

2:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey frabaert, akademiker i dk med vinnu!!! ekkert sjalfgefid mal!!! thu ert best

4:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home