miðvikudagur, desember 14, 2005

gúfftími

mikið er ég fúl út í insound. fokk insound. eða kannski ég ætti að vera fúl út í ameríska póstþjónustu. búin að bíða ógeðslega lengi eftir geisladiskasendingu. pantaði sex stykki í byrjun október. dótið var hinsvegar ekki sent af stað fyrr en 16. nóv því það var eitthvað sem var ekki til á lager. nú er svo alveg að koma 16. des og þessar elskur eru ekki enn komnar. held bara að mig langi ekkert í þessa diska lengur. hefur þetta dregið úr plötunetkaupum síðustu misseri. það er kannski gott. þess í stað hef ég ákveðið að fá mér nýtt áhugamál – ts aka trendsales.dk. búin að díla mína fyrstu sölu og alles. ætli ég verði ekki orðinn forfallinn ts’ari bráðum. stórhættulegar þessar netbúðir.
annars er veisla næstu tvo daga. litli frændi búinn að bjóða stóru frænku í veislumat í kvöld... mmm... hann er sérdeilis góður kokkur hann frændi. á morgun er svo keila og julefrokost og svo verð ég líklega þunn. já, ég kann það.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ...alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt....sé þig alveg í anda....hvert á annars að senda jólakort??

9:15 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

hæ kolls! má senda jólakort í bólstaðarhlíð 68, 105 rvk aka hótel mútta... hvað er heimilisfangið ykkar systra?

11:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home