föstudagur, desember 30, 2005

verði gleði með yður...

komin aftur í baunalandið góða sem klæðist hvítu þessa dagana. þykir mér alltaf mjög gaman af snjóhríðum og ófærð... en það var ekkert ofsalega gaman að þurfa að fleygja sér til danaveldis á slíkum vetrardegi sem gærdagurinn var. kastrup ekki alveg að gera gott mót þegar svona viðrar. þurfti að hringsóla í kringum höfuðborgina vegna þess að kastruparar kunna ekki að moka snjó og svo var hálfgert kaos þegar lent var. klukkutíma að komast að flugvallarbyggingunni sem geymdi ýmsa óþægilega víbra þegar inn var komið. fólk ekki mjög kátt við tafir og endalausa bið. náði þó að komast í kotið mitt áður en nýr dagur hófst. en æ, æ og ó, ó hvað er leiðinlegt að ferðast hingað. langar að flytja árósa á sjáland... en þá væri þessi blessaði bær líklega ekki jafn huggó. jótar eru nefnilega betra fólk en sjállendingar. og ég stend við það.
já, já... annars bið ég bara að heilsa ykkur og óska ykkur magískrar gleði yfir áramótin. hlakka til að prófa dönsk áramót. verður vonandi himneskt þó svo að ég væri nú alveg til í að vera á bræðraborgarstígnum í nýja fína paradísarkotinu hennar svönu litlu.
luv...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sæl ljúfan
Gleðilegt ár og allt það og takk fyrir síðast :) Er ekki alltaf gaman að fá símhringingu um miðja nótt frá pissfullu fólki???? Ég vann þó veðmálið sem snérist um það hvort þú værir á íslandinu eða í Dene...þurfti náttúrulega sönnun fyrir því. Annars allt ljúft á íslandinu þrátt fyrir tussulegt veður. Ég bíð eftir pisli um dönsk áramót..
eibbsan

2:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gledilegt ar snullan min - ertu en ad ranka vid ther eftir aramotasukkid? Vel af ser vikid, thetta kalla eg stael!

1:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home