djúpurnar búnar að yfirgefa mig
tók mig til og vann hluta af deginum í gær og er nú loksins byrjuð að skrifa smávegis í yfirlitið. ég þakka djúpunum góðu sem andri frændi gaf mér í spilakaffihúsaferðinni á sunnudaginn. 700 gramma pokinn kláraðist á tveimur dögum, ásamt fjórum anton berg marcipan brauðum, einum poka af stjernemix og tveimur stórum daim. djúpurnar hjálpuðu mér mest í gegnum þennan erfiða upphafsdag mikillar vinnu. vona að ég geti haldið áfram þó svo að þær séu væntanlega á leiðinni í klósettið.
annars er ég á fullu að plana hvað skuli gera eftir skil. fara út að borða, fá heimsókn frá kaupmannahöfn, fara í heimsókn til kaupmannahafnar, þrífa gardínur, þrífa sófa, laga gardínur, græja nýja standlampann, gera jólahreingerningu, drekka bjór, halda skotpartí (má bara drekka skot), lesa non-stærðfræðibækur, hlusta á tónlist, fara á tónleika, skipuleggja mexíkóferð, hlakka til að fara á all tomorrow´s parties... jösús hvað ég þarf að gera margt. og svo náttúrlega má ég ekki gleyma að byrja að vinna.
allaveganna... ég hlakka ógurlega til all tomorrow´s parties... nú fara að hrúgast upp ýmisskonar góðgæti í line-upið... dinosaur jr., sleater-kinney og the shins eru kúratorar. fullt af skemmtilegu komið eins og t.d. broken social scene, boredoms, lightning bolt, joanna newsom, the new pornographers, the decemberists... ekki slæmt. persónulega hlakka ég ógeðslega til að sjá lightning bolt. get ekki beðið eftir að fá verk í eyrun af hávaðanum sem þessir gaurar geta búið til. alger snilld. verður líka gaman að sjá boredoms. ætla svo kannski að gráta yfir joönnu. er samt ekki viss vegna þess að mér finnst við vera að vaxa frá hvor annarri. það verður líka unaður að sjá new pornographers og decemberists, enda ég búin að hlusta ofsalega mikið á þessar tvær síðasta árið. jösús. himaríki it is.
og meiri músíkó... er búin að vera í þvílíku poppstuði undanfarið og hefur m.i.a. fengið að þeytast ansi vel inní græjunum. snilldarpopp og tel ég að allir þurfi að eiga þessa plötu. gerir mann svo glaðan. einnig hefur digable planets líka fengið sinn skammt eftir margra mánaða hlé. þetta passar upp á að skapið mitt fari ekki í mykjuna. best að reyna að halda áfram að reita.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home