mánudagur, janúar 16, 2006

helgin sem fór í rassgatið

um helgina ætlaði ég mér að verða brjáluð vinnukona. svo varð ekki. undanfarið hef ég látið sem ég sjái ekki þessa bölvuðu ritgerð. í stað þess að hangsa og hygge mig eins og ég geri vanalega er ég búin að vera agalega dugleg að sortera. ég er sem sagt búin að taka allt út úr skápunum heima hjá mér og ná í nokkrar töskur niðrí geymslu sem voru fullar af fötum og skóm. svo var sorterað. gaf slatta til kirkens kors hær, t.d. sirka fimmtán pör af skóm. henti ótrúlega miklu og svo var sumt sett á stand-by. eru nú aðeins sirka þrjátíu pör af skóm til taks - íþróttaskófatnaður meðtalinn. kannski maður reyni að selja stand-by draslið á trendsales eða jafnvel að maður leigi sér bás á coupe-makaðinum sem er stórsniðugt fyrirbæri. fór líka í ikea og keypti kassa á hjólum, rúmföt og margt annað... henti úldnum kössum og rúmfötum. it feels gooood...
mér finnst ég búin að vera ótrúlega dugleg. svo dugleg að ég fór og fagnaði á laugardaginn með því að taka smá bjórdrykkju með signe og trine og var það mikið stuð. þetta eru hlutir sem ég myndi aldrei nenna að gera venjulega (þá ekki bjórsoparnir) og er það hrikalega typical að fara í svona verkefni þegar maður á að vera gera eitthvað allt annað. málið er að ég nenni engan veginn að byrja að skrifa þetta fokkings yfirlit og samviskubitið verður öllu þolanlegra þegar maður fer í svona sorterings-trans, en ef maður myndi liggja í bólinu sínu heilu kvöldin með tölvuna, fjarstýringarnar, kókflösku og þrjú kíló af nammi undir sæng. ég hélt allaveganna út það að ignora vinnuna alla helgina. skellti mér á loppemarked og keypti hálsmen, lampa og afar fallega skó. hangsaði á kaffihúsum og fór sjálfviljug í hjálparferð til sjúklings. já, þannig er nú það. ég er samt alveg pollróleg yfir þessu öllu saman og það þykir mér heldur einkennilegt. held samt að ég þurfi að fara að huga að því að fá skilafrest á ritgerðarmellunni. luvs&knúses...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Voða er kellan dugleg :)

Væriru til í að senda mér meil því ég er búin að glata öllum meiladressum. Karlottu langar til að senda þér línu því hún er að koma einhverja helgi bráðlega til að halda sýningu og vantar kannski smá leiðsögn hjá þér um bæinn :)

eibba

1:39 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

búin að senda póst!!! sendu mér eitthvað slúður til baka... ha? svo ég deyji ekki úr leiðindum fyrir framan ógeðisskjáinn.

9:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home