jeg brokker mig igen...
getur það verið að líkami minn sé fullur af ofursmáum dvergum sem sitja með enn minni nálar og pota í öll líffæri mín? eða eru þetta grískir bókstafir úr gaddavír sem reyna að komast í gegnum húð mína? tja... það veit ég eigi. veit þó að það sem hrjáir mig er magnaðar ótti. stressbomba sem fæddist í gær. ég óska mér afar heitt að finna leiðir til að komast í burtu frá taugaspennunni. ég er að reyna að geyma hana í vasanum en hann er eitthvað götóttur og taugspennan spennir sig fast aftur við líkama minn.
já. það var í gær sem ég uppgötvaði að það er fjarska langt þangað til að ritgerð þessi verði sómasamleg. ég er svona að reyna að gera upp við mig hvort sé mikilvægara:
- að skrifa almennilega ritgerð sem felur í sér skilafrest sem svo þýðir að ég mun lifa án þess að fá laun í einhvern tíma
- að skrifa lufsulega ritgerð, gleðjast, byrja að vinna og fá laun
erfitt er valið. síðari valmöguleikinn heillar mig merkilega mikið, en það gæti orðið til þess að ég mun ekki líta ritgerðina fallegum augum á mínu lífsskeiði. verð jafnvel bitur með tár í augunum næstu árin.
en nóg um þetta. ég hef bara því miður ekki annað að segja... nema að mér sýndist ég sjá einn alkóann út á horni kúka á gangstéttina í gær. í fimbulkulda. en hann var líklega bara að gera grín og lét hundinn sinn kúka stuttu seinna. þessi grey... svei mér þá ef ég er ekki orðin svolítið þreytt á að búa í návist þeirra. eins og ég hef nú verið dugleg að leiða þetta hjá mér – vorkennt þeim og sent blíð bros. ég óska mér þess vegna íbúð í 30 ára afmælisgjöf. 30 árin eru einmitt næsta taugaáfallið sem ég þarf að komast yfir. hélt alltaf að maður ætti að vera orðin settleg fullorðinskelling sem 30 ára. ég á langt í land.
nú ætla ég að byrja aftur að skrifa eftir alltof langa slúðurpásu með dorte, kaffi og kanilsniglum frá emmerys.
ástarkveðjur,
kristjana stressskrímsli
5 Comments:
gogo Kriss...þú getur þetta, ég sendi þér afstressunar strauma svo þér gangi betur.
eibba
takk fyrir það dúllan mín... ég finn fyrir straumunum!
nei nei, engin settlegheit thegar madur verdur fritugur... thad er tha sem manni dettur allt i einu til hugar ad profa alls kyns skringilegheit sem madur gleymdi ad gera thegar madur var ullingur og laetur svo barna sig oven i koebet... neibb, engin settlegheit i gangi a thessum baej....
Æ hvað þessi dagbókarfærsla hljómar eitthvað kunnuglega. Ég skipti um skoðun á tveggja til þriggja daga fresti hvort ég vilji skrifa flotta ritgerð eða hvort ég vilji klára ritgerðina fljótt. Það er ótrlúlegt hvað það er hægt að eyða mikilum tíma í að velta þessarri spurningu fyrir sér.
hæ börkur. hvernig er það... er langt í skil hjá þér? sendi þér allaveganna miklar baráttukveðjur og lukkubobblukúlur... já, þetta er erfitt líf.
Skrifa ummæli
<< Home