þriðjudagur, apríl 11, 2006

alveg merkilegt hvad tíminn lídur. apríl greinilega í kapphlaupi vid einhvern vitleysing. kannski mig. mér finnst ég bara nýkomin frá mexíkó, varla komin í vinnuna né búin ad thrífa íbúdina mína ádur en ég tharf ad rjúka til íslands. nenni thví varla en ég veit ad thad verdur líf og fjör thegar madur kemur. annars er ég bara búin ad hafa thad notalegt undanfarid... svona fyrir utan vinnuna sem er ekki ad gera gott mót thessa dagna og einnig mætti thessi daudi fótur sem ég á alveg lifna vid. er búin ad fara til sjúkrathjálfara sem vill ad ég geri billjón æfingar á dag svo vödvarnir mínir geti farid ad tala aftur vid taugarnar. er ordin fullthreytt á thessu. búin ad vera svona í tæpa tvo mánudi brádum og nú segir sjúkri ad thetta geti vel tekid tvo mánudi til vidbótar. ekki gaman ad labba um eins og spassi alla daga og geta ekki hreyft sig.
annars ekki mikid nýtt nema ad ég er ad fara ad skrifa undir thriggja ára samning hérna í vinnunni. ekkert nema gott um thad ad segja. einnig má segja frá thví ad um helgina var haldid afar fallegt og skemmtilegt dömuteiti med hanastélum og látum. ég var gestgjafi og hef ekki fengid fallega strauma senda frá nágrönnum mínum sídustu daga. kannski ekki skrýtid. thad var allaveganna fjör. fór líka á tvær bíómyndir á laugardagskveldid - tælensku bangkok loco og dumplings frá hong kong. dumplings var vægast sagt vidbjódsleg. fjallar um ad thrá eilífan ungdóm og ad vidhalda ungdómlegri fegurd. hér eru thad manneskjufóstur sem gera gæfumuninn... jökk jökk. samt gód mynd og fullt af flottum "myndum í myndinni". bangkok loco var hinsvegar ein sú allra undarlegasta mynd sem ég hef farid á. blanda af löggumynd, musical, horror og grínmynd.... med teiknimyndaívafi. frekar léleg mynd thó svo ad thad sé reyndar langt sídan ég hef hlegid svona mikid í bíó... og thad voru fleiri. einn ungur drengur datt á gólfid í bíóinu af thví ad hann hló svo mikid... já, já... allaveganna fjallar myndin um trommuleikara sem er á flótta undan lögreglunni vegna thess ad hann vaknar skyndilega med leigusalann sinn ordinn ad hakkabuffi á gólfinu hjá sér og hakkabuffid formad sem líkami... svo blandast inní flóttann hinn heilagi bardagi milli trommudjöfulsins og trommara guds, táningaást trommara, tíu fullnægingar og samband theirra vid hinn heilaga bardaga... og margt, margt fleira. agalega heimskulegt allt saman - en skondid.
nú er klukkan ordin tíu og ég ætti nú ad reyna ad vinna svolítid í dag svona sídasta daginn fyrir páskafrí. á morgun fer ég til íslands.
gód páskaegg og góda frídaga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home