mánudagur, apríl 03, 2006

helló. yndislegt í danaveldi. mætti rétt uppúr midnætti á midvikudaginn í kotid mitt eftir sérlega threytandi 24 tíma ferdalag. fékk bjór og lá eins og skata í sófanum mínum. bordadi líka ost. ég fékk mér líka ost í amsterdam. ég var svo svöng ad ég hamstradi sirkabát 200 grömm af smakk-osti í ostabúdinni. fyrst fór ég inn í hettupeysu. næst í engri peysu - samt ekki nakin. svo med hettuna á hausnum og húfu. svona til thess ad ég yrdi ekki gómud hlandvolg.
í mexíkó skodadi ég píramíta, agalega fínt mannfrædisafn, einkennilegt fólk, fór í túristastrætó, skodadi hús og rölti um götur borgarinnar eins mikid og fóturinn minn leyfdi. hann er nefnilega hálf daudur greyid. sídan drakk ég líka öldrykki thegar mér leiddist. ég thvældist um í metró. fékk ad vita ad thad hafi ekki verid thad skynsamlegasta. en hvad á madur ad gera? fólk búid ad segja ad madur mætti helst ekki taka strætó, nema vera 100% viss um hvert hann færi og hvar madur ætti ad fara út. thad er vegna thess ad krimmarnir eru duglegir ad ræna strætóum í the danger zone og fátækrahverfunum. svo má madur heldur ekki hoppa upp í hvada leigubíl sem er... samt líta their allir eins út. madur verdur ad láta hringja í löggiltan leigara thví annars á madur í hættu ad leigubílsstjórinn aki med mann til skuggalegu vina sinna sem ræna mann. já, já... veit nú ekki hversu mikid er til í thessu... en ég stundadi sem sagt metróinn - enda thykir mér slíkt kerfi einstaklega thægilegt notkunar. sér í lagi thegar madur hefur stuttan tíma í stórri borg. í thau sirkabát tíu skipti sem ég tók metróinn á thessum tveimur sídustu dögum sá ég thrjá adra túrista eda ekki mexíkanalega menn. thad var líka oft óthægilega mikid vera ad horfa á mann eins og madur væri kreisí. sér í lagi thegar ég uppgötvadi ad ég sat ein í vagni med sirka fjörtíu karlmönnum sem allir sendu mér leysibyssuskot med augunum. not welcome. á leid út á flugvöll tjádi enskumælandi ökuthór hótelsins mér ad honum finndist ég smávegis kreisí ad hafa verid ad thvælast ein í metróinu... en svo sem allt í lagi ef ég hefdi passad vel uppá sjálfa mig og spád í fólkid í kringum mig. sagdi mér líka ad thad væri víst sérstakur vagn í hverri lest sérstaklega fyrir konur. adeins of seint ad vita thad... fannst nefnilega stundum óthægilegt ad vera eina konan í svona trodfullum vagni eins og svo oft snemma á morgnanna.
annars er bara líf og fjör hér á bæ. helgin búin ad vera í notalegri kantinum. partí hjá signe á föstudaginn sem var afar skemmtilegt. svo komu nokkrir atp-ferdafélagar plús fylgifiskar í heimsókn á laugardaginn thar sem vid hlutstudum á allskyns atp-tónlist sem mér var ókunnug. anders var sá eini sem var búin ad vinna heimavinnuna sína og mætti med fullt af dóti. vid hin - ekkert. en thetta var fínt thrátt fyrir sjúklega thynnku og threytu í mannskapnum. sunnudagurinn var thess vegna svolítid threyttur en hann lifnadi adeins vid í eftirmiddaginn thegar ég fékk mér nokkra bjóra med dísunni sem ég hitti ordid alltof sjaldan eftir ad ég yfirgaf stærdfrædideildina :-( voda huggó dagur.
thad er hinsvegar ekkert sérlega huggulegt núna, enda ég í vinnunni. thar lídur mér nefnilega ekkert sérstaklega vel. finnst einhver skítalykt vera í loftinu.
ég ætla ad reyna ad vinna núna.
bless.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home