þriðjudagur, mars 14, 2006

lítið ritað á þessa aumu síðu á þessum köldu vetrardögum. tíminn er að breytast. hann er bæði betri og verri. hið góða er að ég er búin að endurheimta mína ástkæru tölvu. hún var tékkuð út af betrunarhælinu í síðustu viku. ekki leiðinlegt. hún er samt í einhverri fýlu út í mig. líklega vegna þess að ég hef engan tíma haft til að leika við hana síðan ég náði í hana síðasta fimmtudag. tók sig til og slökkti á sjálfri sér í gærmorgun mér til mikillar undrunar. kannski af því að hún hélt að ég ætlaði að leika mér við hana allan daginn en rétt klappaði henni í korter. fékk ég smá pirring í heilan minn vegna þessa... maður veit aldrei hvað læknarnir á hælinu hafa gert við greyið.... tölvulufsur.
talandi um tölvur. nýja vinnan búin að splæsa í nýja tölvu sem ég á að nota þar sem ég er búin að vera í slímugu veseni með núverandi maskínu. hún er svo aum að það líður alltaf yfir hana þegar mig langar að kíkja á öll gögnin mín í einu. reyndar var keypt nýtt ram handa henni en það var víst ekki hægt að nota og eina ramið sem hún getur notað er eitthvað viðbjóðslega dýrt... kostar sirkabát eitt stk tölva... en þetta er allaveganna allt að koma núna.
annars gengur lífið sinn vanagang hér í fjárhúsum. búin að bralla og malla allt og ekkert síðustu vikuna. helstu fréttirnar eru að nýtt æði hefur gripið um sig á klostergade - ristað brauð með hnetusmjöri og sultu. lifi svona mestmegnis á þeirri fæðu þessa dagana. hef nú samt fengið smávegis eðlilegan mat. fór út að borða svakalega góðan mat í síðustu viku og eldaði líka handa dísu og frú krótíu... maturinn var meðal annars matreiddur með hnetusmjöri. love it, þó svo að rétturinn hafi verið dálítið dularfullur. annars er hangs og hygge bara venjan. tónleikar og mörgæsamynd. mörgæsamyndin var afar skemmtileg, fögur og áhugaverð. magnaðar þessar mörgæsir. ég hló einstaklega mikið en tók líka andköf þegar skrímslaselurinn var að gæða sér á litlu dúllunum. fékk líka næstum því tár í augun þegar mörgæsaungarnir fóru til guðs. já, maður er svo viðkæmur og svo mikil tilfinningavera :-) en ég var allaveganna í himnesku skapi þegar ég kom út úr bíóinu. brosti hringinn.
jæja... nenni ekki meir. er alveg komin úr æfingu að skrifa á þessa síðu. þetta tók alltof langan tíma... sem var ekki venjan hér áður fyrr.
eins og sjá má er þessi texti skrifaður klukkan átta tuttugu að morgni til. ja hérna hér. held ég verði meiri morgunálfur með hverjum deginum. aldurinn aldeilis farinn að segja til sín.
jæja. nú ætla ég að reyna að koma mér af stað í vinnuna. tölfræðast smávegis og tala við sjálfa mig í smá tíma. er nefnilega byrjuð að æfa mexíkó fyrirlesturinn
er svo sjúklega stressuð yfir þessu að ég byrja bara að titra og skjálfa þegar ég þarf að kynna mig fyrir sjálfri mér.... my name is kristjana.... hjartsláttur... sviti.... dauði...

kristjana

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

uss, thu skellir thessu bara upp i godan laguggaratsja brandara ef thu fryst!!!

4:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

http://www.pan-fun.com/film/funnycats.wmv

thetta er skemmtilegt

2:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hacks envisage lane moderated approached float fraudulent intwo injanuary forces antibody
lolikneri havaqatsu

3:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home