sunnudagur, apríl 30, 2006

hún eivor mín átti afmæli í gær. reyndi og reyndi og reyndi að ná í hana án árangurs. til hamingju dúllan mín ef þú lest þetta.
í dag er sunnudagur og mér líður engan veginn vel. er hreinlega að deyja úr stressi. komin með stressverk í allan líkamann, er með hausverk, illt í mallanum og ég veit ekki hvað og hvað. og ekki bætir úr skák að ég er ekkert búin að gera í mínum málum síðan á föstudagsmorguninn. þurfti nefnilega að fara í doktorsvörn hjá kim á föstudaginn sem hræddi úr mér lífstóruna. svo var mér boðið í málsverð um kveldið og var svo einstaklega heppin að sitja hjá yfirmanninum mínum (og leiðbeinanda kims) og andmælendum... jei, jei, jei. hafði ekki mikið til málanna að leggja þegar þeir ræddu networking og bransann allt kveldið. þetta þýddi náttúrlega bara eitt - rauðvín. það eina sem ég gat gert var að borða ógeðslega mikið og drekka mörg, mörg rauðvínsglös. fór þess vegna í partí eftir doktorsmálsverð af því að ég var í engu skapi til að fara heim með rauðvínið í blóðinu. þetta þýddi auðvitað þreytta kristjönu á laugardegi og úr varð að ég gerði barasta ekki neitt. sunnudagurinn byrjar heldur ekki vel. er of stressuð til að undirbúa doktorsfyrirlesturinn en það var einmitt verkefni dagsins. bora bara í nefið og hvíli mig til skiptis. úff... þetta er erfitt líf.
jæja... nú ætla ég að hætta að væla og finna mér einhver afstressunarverkefni.
ble ble...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home