mánudagur, apríl 24, 2006

halló. langt síðan síðast... búin að verða þrjátíu ára, fara til íslands, halda tvær afmælisveislur, fitna, fá stresskast og ýmis annars konar köst. einnig er ég búin að fá vafasamt eksem eða máski er þetta ofnæmi fyrir sjálfri mér sem 30 ára kona. maður veit aldrei. en kannski er þetta bara heita vatnið á íslandinu sem fer svona illa með mig. er allavegann ennþá með ljóta rauða flekki í andlitinu þó svo að aðrir líkamsflekkir séu að hverfa.
hmmm... erfitt að skrifa eftir svona langan tíma. man ekkert sem gerst hefur. það sem er ferskast í minni mínu er danska afmælisboðið mitt þar sem mér fannst ég vera alveg ágætlega húsmóðursleg. annað man ég ekki. rámar eitthvað í að ég hafi legið í læstri hliðarlegu allan laugardaginn og farið í bíó á sunnudaginn en er þó ekki viss. jú, á sunnudaginn fór ég líka hamförum í sudoku spili sem ég fékk í afmælisgjöf frá frænda. var ekki viðræðuhæf allan daginn.

ég veit hinsvegar að í dag er mánudagur og á þessum ágæta degi hef ég byrjað að undirbúa mig smávegis undir doktorsvörnina mína sem mun verða eftir sirkabát 10 daga. geri ég þetta heima í kotinu mínu og mér til mikillar gleði hefur sjaldan verið jafn mikill vinnufriður hér á bæ og nú.
má geta þess að ég er líklega eina manneskjan í öllum árósum sem fagnar verkfalli strætóbílstjóra alveg óskaplega mikið og styð þá heilshugar í baráttu sinni. ástæðan er auðvitað sú að mér er afar annt um strætóbílstjóra. verkfallið hefur einnig komið mér aftur upp á hjólhestinn minn sem hefur ekki hossast með mig undanfarna mánuði en síðast en ekki síst þykir mér einstaklega notalegt að þessir sirka tíu strætóar sem keyra yfirleitt í gegnum götuna hérna fyrir utan séu í hvíld. sem sagt enginn hávaði og þessa dagana vakna ég ekki klukkan um sex á morgnanna við brussuganginn í þeim gulu.
annað spennandi við daginn í dag er sólin en hitastigið er aðeins minna spennandi. einnig má nefna að ég skrifa glósur og vinn við undirbúning varnar með átján karata gullpenna. þykir mér það ótrúlega mikilvægt og spennandi og vonandi hjálpa karötin manni við duglegheitin. síðast en ekki síst ætla ég að óska sjálfri mér til óhamingju með að vera komin með peningamálin mín aftur í fokk. en svona er lífið víst ef maður er skotinn í skóm og elskar sjálfan sig aðeins of mikið.
jæja... mun líklega reyna að koma einhverjum myndum og bulli hérna inn á næstunni. enda þarfnast ég þess að taka langar og óþarfa pásur frá unirbúningnum.
dong...
kristjana

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ gamla mín (gaman að geta sagt það í 4 daga í viðbót)
Vertu nú fljót að setja inn myndir svo ég geti séð hvað það var gaman hjá þér á klakanum.

eibban 29 ára

2:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vei vei, til hamingju med ammaelid!!! hey, ef madur a ekki skilid gull og nyja sko a thessum timamotum, tha veit eg sko ekki hvenaer!!!

2:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home