mánudagur, júní 12, 2006

ja hérna hér... haldiði ekki bara að það sé komið sumar í danaveldi. langar dálítið í væna steikingu en stoppa sjálfa mig í því verkefni vegna svitans... finnst frekar subbulegt að vera svona svita-sólkremsklístruð. já, en sólin gerir lundina glaða og heimtar hún að maður malli margt og mikið. góður tímapunktur þar sem ég hef ákveðið að akkúrat núna eigi ég einungis að einbeita mér í vinnunni og eyða restinni af lífi mínu í afslappelsi heima fyrir. helst undir sæng að horfa á eitthvað í kassanum. gengur kannski ekki alveg í sól og sumri. þetta er búið að vera sérdeilis mikil orkusugutörn undanfarið með almennum skrípaleik, englalandsferð og spot þar sem sindri frændi kom í heimsókn og kvaddi með gips og röntgenmyndir. úff - úff. spot var dálítið erfið helgi en samt ágæt. uppgötvaði reyndar ekki neina nýja tónlist sem gæti komist í fyrstu deildar hilluna mína... ekki einu sinni aðra deildina. eða jú... oh no ono gerði betra mót en ég bjóst við. mæli með þeim. alger snilld. mér hefur alltaf bara fundist þetta vera einhverskonar klén sirkus og/eða teiknimyndartónlist... en ekki lengur. hlakka til að kaupa diskinn þeirra sem þeir ætla að gefa út í ágúst.
annars er markmiðið mitt fyrir næstu vikur að horfa á nokkra fótboltaleiki og svo finna ró og næði og hafa minni áhyggjur af peningum og vinnu. vonandi á það eftir að ganga eftir. verð að vera komin á beinu brautina í vinnunni áður en ég skelli mér í túrhestafrí til ísalands í byrjun júlí. það verður sérdeilis notalegt að vera on the road på island. smá krydderí í frísúpuna verður svo dagur í höfuðborginni áður en haldið verður til íslands. tónleikar með robyn hitchock og svo ætla ég að reyna að komast í siglingu á nýja bátnum sem hann kreisí frændi minn hann bauni var að kaupa! ekki leiðinlegt að sigla í kaupmannahöfn á heitum sumardegi með einn kaldann á kantinum. mmm - mmm - mmmmm... jamm. hann bauni keypti nefnilega þennan bát í cph sem er einmitt mjög svo heilbrigt þar sem drengurinn býr á íslandi.
hef nú ekki margt til málanna að leggja og er það ástæðan fyrir lélegri frammistöðu hér í glögg-bæ. kristjana á leið í afslöppun að reyna að baula eitthvað inná þessa aumu síðu er ekki alveg að virka. jæja... best að bæta einhverju á mjúka og myndarlega belginn minn.
hilsen,
kristjana

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ahhhhh... sól ... blíða ... hiti
eitthvað sem ég væri vel til í ..

knúses.. Sirrí

3:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home