föstudagur, maí 26, 2006

helló helló. var í englalandi í síðustu viku og helgi og var það alveg hreint fínt. bauð uppá allt - gleði, drama, drykki og peningaeyðslu. vaknaði klukkan fjögur á miðvikudagsmorguninn til að taka rútuna til billund. alveg hreint frábært að byrja ferðalagið á tveggja klukkustunda svefni. miðvikudagurinn var sem sagt svolítið súr og ekki varð hann betri við að þurfa að bíða eftir hinum ferðalöngunum sem komu með öðrum flugvélum. en allt endaði vel og við dænuðum indverskt, horfðum á fússara og drukkum drykki. svo hittum ég og harpa frænka hrafnhildi golfballerínu og fórum í nokkra drykki og á vel heppnaða opnun starbucks sem gaf okkur ókeypis mat, drykki, tyggjó, andfýlumintur og tja... allt sem við hreinlega vildum. það var gaman. fórum svo út að borða á agalega skemmtilegan stað sem ég man ekki hvað heitir... babusa eða eitthvað svoleiðis. mmm mmm mmmmmm... svo var skautað á atp hátíðina sem var mjög skemmtileg. tónleikarnir sem stóðu uppúr voru án vafa teenage fanclub og the decemberists... jú og herman düne... dinasaur jr. var líka að gera góða hluti en ég náði bara að sjá þá í smá tíma vegna þess að ég var svo óhugnarlega þreytt. annars sá ég ekkert of mikið af tónleikum. frekar glatað. var mikið í huggulegheitum þar sem spil&rauðvínstímarnir stóðu uppúr. en allaveganna... ég ætla aftur á þessa hátíð. alger snilld. spilasalur (sem ég eyddi doldlum tíma í), go cart, sundlaug, unaðslega tónlist og mikið um hygge. það var samt allt annað en hress kristjana sem flaug heim til danmerkur á mánudagskveldið. sjitturinn titturinn hvað ég var þreytt og tussuleg og hvað ég var glöð að komast heim í mitt eigið rúm og vakna án þess að vera umkringdur billjón manns. úff... erfitt var það. en samt svaka gaman.
nú er bara komin helgi aftur. ég búin að vera hálfgerður laslingur alla vikuna plús að vera alltaf óglatt útaf þessu helvítis pensilíni sem ég er búin að vera að taka. oj. er líka komin með útbrot út um allan líkamann sem eru allt annað en fögur.... líka útaf ljóta pensilíninu. er það hundleiðinlegt. þetta fækkar all svakalega hverju maður getur klæðst, því ekki vill maður sýna mislingalík útbrotin á bringunni og höndunum. rúllukraginn er málið.
jæja... læt þetta duga í bili. um helgina ætla ég að rúlla mér til álaborgar og halda uppá stórafmæli andersar. líf og fjör... og stress.
ást&hamingja...
kristjana

7 Comments:

Blogger crosskick iceland said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

8:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ frænka og takk fyrir síðast! þetta var aldeilis sérlega skemmtileg ferð! ég er enn hálf lasin eftir þessa ferð. þannig er það....því meira fjör, því meiri þreyta... en það var þess virði :o) vona að þú verðir frísk sem fyrst og losnir við þessu útbrot. bestu kveðjur, harpa

8:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jei. var akkurat í gær að kvarta yfir ATP bloggleysi hjá þér, góð tímasetning!

2:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

koma ekki bráðum myndir úr englandsförinni???????

10:48 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

thví midur... engar myndir. gleymdi myndavél. ferlega púkó.

10:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert nú alveg ónýt.....áttu ekki nýja myndavél????? Mundu að taka hana með um næstu helgi.........vil fara að sjá myndir af þér og þínum!!

8:19 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

jamm. reyni ad muna eftir myndavélinni. lofa. kannski færdu thá bjórmyndir... líka af sindra frænda sem segist ætla ad mæta til árósa um helgina. luv...

9:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home