fimmtudagur, ágúst 10, 2006

langar voðalega að vera fersk og skrifa eitthvað hér. er samt ekki fersk. klæjar bara ógeðslega mikið allstaðar - er með skordýrafóbíu. oftar en tvisvar og oftar en þrisvar voru einhverjar kóngulóardruslur að skríða upp handlegginn minn í vinnunni og þá finn ég ógurlega ónotatilfinningu. svo kom ég heim og þá var einhver furðuleg padda á gólfinu... loppe it was. oj oj oj. veit ekki hvernig þetta kvikindi hefur komist inn til mín. ég er samt ekki búin að kaupa skordýraeitur fyrir hundruði króna eins og ég gerði hérna um árið þegar ég fékk mölflugubrjálæði. ég ætla bara að vona að þessi padda hafi bara eitthvað villst alein inn til mín.
annars bara búið að vera fínt að lifa undanfarið. búin að tjilla, fara í bíó og leika mér. sá the proposition sem er ótrúlega góð. ástralskur "western" skrifaður af nick cave. mikið af ljótu ofbeldi, kúl tónlist, blóði og skít og frábærum myndatökum. slappaði líka af með sjö videospólum - happiness, cry baby, rushmore, mallrats og poltergeist þrennu. mmm.... aldeilis afslöppun. svo gerðist það líka að ps2 tölva kom í heimsókn og ætlar sér að vera hérna á klostergade til frambúðar. mig hefur dreymt um ps2 í mörg ár og var svo heppin að anders ákvað að splæsa á sig einni slíkri og geyma hana heima hjá mér enda líkar tölvunni afar vel við sjónvarpið mitt nýja og fína. þetta er náttúrlega júbbí-jei. nú er búið að fjárfesta í ýmsum spilum... kappaksturleik, fótbolta leik og grand theft auto... á fótboltaleikurinn hug minn allan. heyri hann kalla á mig nú þegar ég skrifa þessi orð. ég get hinsvegar ekki fengið drenginn til að splæsa í singstar og buzz svo það verð ég víst að gera sjálf. ekkert að því. þetta er samt stórhættulegt þetta kvikindi. er farið að taka alltof mikið pláss í lífi mínu. en ég er nú ekki bara í því að safna siggi á rassinn. er líka búin að vera hrútur. fór í klifur með dísu klifurskvísu og fannst svakalega gaman. kannski ég láti reyna á það aftur svo ps2 fái einhverja samkeppni í áhugamálakeppninni. líkaminn minn var hinsvegar dálítið ósáttur við að ég væri að þreyta hann svona mikið og vældi með verkjum og strengjum. ekki vanur þessu greyið. vældi meira að segja líka þegar ég fór í djurs sommerland um síðustu helgi. fékk dorte og solveigu með og áttum við ofboðslega skemmtilegan dag þar sem við gúffuðum í okkur ógeðismat ala djurs, fórum í vatnaland, allskyns tæki, í sirkus, á trampólín.... og og og... svo gaman. er svo leiksjúk og barnaleg. kann vel við það.
annars er lítið nýtt. planið fyrir helgina er fuzzy. næsta vika er grá - þriggja daga vinnuferð :-( til suður-jótlands er ekki að gera gott mót. langar lítið að fara með enda á ég ennþá erfitt með að "finna mig" í vinnunni. kannski þessar kóngulær sem laðast að mér í vinnunni séu bara ímyndun. kannski ég sé bara með ofnæmi fyrir vinnustaðnum sem lýsir sér í ofsjónum og kláða. maður veit aldrei. jæja - nú er fótboltaspilið alveg að verða kreisí. það veit nefnilega að trína litla kemur eftir smá og þurfum við að eiga smá quality time saman fyrst.

all the best...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæbbss.. til lukku með tölvuna... ég átti líka einusinni svona stykki.. áður en binni seldi hana.. en það er önnur saga...

ég býst við að flytja inn í cort adlers gade ca 28-29. ágúst.. soldið stressuð

Sirrí

1:13 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

vúú.. bara allt ad gerast! endilega láttu mig vita thegar allt verdur endanlega ákvedid. verduru komin til kaupmannahafnar helgina ádur eda? hlakka til ad heyra meira...
luv....

9:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home