mánudagur, október 22, 2007

jæja. ætla að gera tilraun til skrifa. nú er þetta upphitun. og svo byrja.
ég hef lítið gert af viti undanfarnar vikur annað en að vera þreytt og bíða eftir einhverju. yfirleitt eru það helgar sem ég bíð eftir. nema um helgar þá bíð ég sérstaklega eftir sunnudögunum, en mér þykja sunnudagar alveg einstakir. um helgina var ég í dönsku afmæli sem tók afar marga tíma. ég fór í afmæli klukkan tvö og kom heim klukkan eitt um nóttina. þetta er afar typical danskt að þurfa að vera svona allan daginn að fagna. ágætlega huggulegt fyrir utan tónleikana sem við enduðum á. mér líkar ekki við svona helgar þar sem ég þarf að gera eitthvað svona ofboðslega mikið. best að tíminn líði hægt um helgar. svo var minn gamli líkami svo þreyttur eftir að þurfa að socialisera í marga klukkutíma að ég svaf mest allan sunnudaginn. þá var nú ekki mikið varið í hann.

annars er ég að reyna að ákveða mig hvenær ég ætla að hitta frú sigríði næst. hvort á ég að plata ykkur til að koma hingað eða á ég að koma til ykkar? þú áttar þig á því að þetta er örugglega síðasti séns á að þú getir heimsótt mig. brátt verður þú flogin yfir hafið og munt aldrei stíga fæta á jótland það sem eftir er. ég er að reyna að tæla þig hingað sjáðu til.

þetta er nú eitthvað þunnt. jafn þunnt og greinin sem ég er að reyna að skrifa. grein sem ætlar að reyna að komast í eitthvað læknarit og þykir mér það afar prumpulegt. maður þarf víst að skrifa öðruvísi fyrir lækna en raunvísindafólk. læknar eru bara vitleysingar.

bless. get ekki skrifað meir því ég er með svo mikinn höfuðverk.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uff, greyid mitt!

6:39 e.h.  
Blogger Not your goddess said...

heyrru, þú ert ekki að standa þig í blogginu!

3:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home