laugardagur, september 29, 2007

nachos-börnin mín

jæja.... ætli ég verði ekki að standa við loforð mín og setja eins og eina færslu hér á bloggið fyrir hana svönu mína. ég svík ekki.

ætla ég að koma með eina létta sögu af kristjönu á laugardagskveldi í kofanum í nordborggade í fjárhúsum.

það var nú þannig að ég ætlaði að fara á deit með andersi en ég var svo þreytt og svo mikill laslingur að ég gat það hreinlega ekki. ég ætlaði annars að flirta all svakalega og tæla hann uppúr skónum undir kertaljósum og eitt stykki kjöti. ákvað að það gæti alveg átt sér stað heima fyrir.

því var skvett í sig rauðvíni og gúffað í sig take-away. það var tekið í spil og dásemis nachos-réttur var borin á borð. skyndilega varð klukkan að ganga tíu og ég varð ólétt. var komin á fjórða mánuð rúmlega tíu. þá missti ég vatnið - faxi condi, bjór og rauðvínsblanda runnu niður konservatív læri mín (í hvaða lagi komu þessi orð annars við sögu) og út komu fljótandi og brotin nachos börn sem vissu varla hvort þau ætluðu upp eða niður.
nú sit ég ég hér með börnin í kjöltunni og reita þessi orð. annars verð ég að segja það að það fór mér afar vel að vera með 4 mánaða bumbu og vona ég að ég fái eina slíka einhverntímann þegar ég verð fullorðin.

svona á þetta eftir að vera svana mín ef ég byrja að reita hér á þessa síðu. algerlega ófréttnæmt líf sem ég lifi. þú heldur bara áfram og ég hef staðið við mitt!!! er svo glöð að þú viljir deila lífinu þínu með mér á síðunni þinni.

ást & hamingja...