þriðjudagur, ágúst 29, 2006

djöfull er ég gód ad skrifa í dag. meira en sídustu tvo mánudi held ég bara.
thessu er ég búin ad skemmta mér yfir sídustu mínútur....

arnold

er voda stressud í vinnunni og eiginlega leidist mér bara ofbodslega. á nefnilega ad vera undirbúa mig undir tvo fundi á morgun thar sem ég á ad thykjast vera fín tölfrædi- og stærdfrædidama og koma med svör vid allskyns furdulegum spurningum. úff. í stadinn tók ég mig til og fór ad lesa eina tölfrædigrein sem er skrifud af alvöru tölfrædingi. thad er alltaf notalegt. allaveganna notalegra en ad lesa læknisfrædigreinar med tölfrædilegu ívafi. nú er ég hinsvegar í pásu. hef skrifad póst thar sem ég öskra eftir hærri launum, tekid rúnt á netinu og shufflad smá í i-podnum. langar til ad segja frá thví ad í dag fékk ég svona líka agalega fín fyrstu tíu lög...
1. river guard - smog
2. the cold swedish winter - jens lekman
3. feet of clay - vashti bunyan
4. damage - yo la tengo
5. nomadic revery (all around) - bonnie "prince" billy
6. wanted - loose fur
7. you stepped on sticky fingers - herman düne
8. it looks like you - evan dando
9. sweet road - animal collective
10. hell is chrome - wilco
reyndar kom eitt lag tharna inní milli sem ég nennti ekki ad hlusta á.... gamli trukkurinn med sigrídi níelsdóttur.... verd ad segja ad ég hef aldrei fengid svona notalega shuffle-byrjun... ætla ad halda áfram... úff.... nú hætti ég ad skrifa og aftur kom jens lekman og svo elliot smith, benni hemm hemm og the clientele.... vonandi heldur thetta áfram. mætti halda ad i-podinn minn væri gimsteinn í dag. kannski. veit samt ad thad er nú smá skítapakk sem býr inní thessari elsku og thad er yfirleitt thad pakk sem vill stjórna shuffli. lifi shuffle! allaveganna thegar madur er daudur í hausnum og getur ekki tekid ákvardanir um hvad madur vill hlusta á. annars vantar mig ad fá nýjar hugmyndir um kaup á geisladiskum. er föst og vantar nýtt.

jösús. tharf ad íhuga hvort ekki sé betra ad henda thessari sídu inn á salernid og nidur med kúknum. er svo léleg ad nostra vid hana.
thad er lítid ad frétta af mér. er frekar sátt á thessum ágæta thridjudegi. helgin var svo notaleg. fór med gellunum mínum í helgarheimsókn til signe. thar var tjillad drukkinn bjór og kúbanskt kakó, haldid var kokteilpartí sem var doldid skrautlegt á köflum og svo var dankortinu mínu naudgad. minn uppáhaldsdrykkur var ginger ale med dökku rommi og lime. mmm mmm mmmm... svo kom hann anders minn heim frá frakklandi eftir ad hafa verid í burtu í maaarga daga. thad var nú líka sérdeilis yndislegt.
annars er ég á leidinni í megrun, er ordin hád fótboltaleiknum í ps2 og ætla ad kaupa mér húbba húlla hring í dag. mun thessi megrun líklega adallega verda borda og æla megrunin. grín. húbba húlla hringurinn, badminton og borda á vid eina manneskju. minni ostur og ekki thrjú rúnstykki med 1cm smjöri og osti á dag.
mig langar í nýja húd. er med eitthvad ógedis exem sem kemur aftur og aftur í allar holur í andlitinu mínu. svo langar mig líka í peningana mína aftur sem ég eyddi í sídustu viku í allskyns flíkur og vitleysu. sídast en ekki síst langar mig í nýja vinnu. og jú. langar líka í tonn af geisladiskum...póstsendingar med geislaplötum eru ávallt velkomnar heim til mín. sér í lagi dót med jeff tweedy, montgolfier brothers, gamalt western dót, darren hanlon og byrds plötur. go for it.
bless í bili.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

langar voðalega að vera fersk og skrifa eitthvað hér. er samt ekki fersk. klæjar bara ógeðslega mikið allstaðar - er með skordýrafóbíu. oftar en tvisvar og oftar en þrisvar voru einhverjar kóngulóardruslur að skríða upp handlegginn minn í vinnunni og þá finn ég ógurlega ónotatilfinningu. svo kom ég heim og þá var einhver furðuleg padda á gólfinu... loppe it was. oj oj oj. veit ekki hvernig þetta kvikindi hefur komist inn til mín. ég er samt ekki búin að kaupa skordýraeitur fyrir hundruði króna eins og ég gerði hérna um árið þegar ég fékk mölflugubrjálæði. ég ætla bara að vona að þessi padda hafi bara eitthvað villst alein inn til mín.
annars bara búið að vera fínt að lifa undanfarið. búin að tjilla, fara í bíó og leika mér. sá the proposition sem er ótrúlega góð. ástralskur "western" skrifaður af nick cave. mikið af ljótu ofbeldi, kúl tónlist, blóði og skít og frábærum myndatökum. slappaði líka af með sjö videospólum - happiness, cry baby, rushmore, mallrats og poltergeist þrennu. mmm.... aldeilis afslöppun. svo gerðist það líka að ps2 tölva kom í heimsókn og ætlar sér að vera hérna á klostergade til frambúðar. mig hefur dreymt um ps2 í mörg ár og var svo heppin að anders ákvað að splæsa á sig einni slíkri og geyma hana heima hjá mér enda líkar tölvunni afar vel við sjónvarpið mitt nýja og fína. þetta er náttúrlega júbbí-jei. nú er búið að fjárfesta í ýmsum spilum... kappaksturleik, fótbolta leik og grand theft auto... á fótboltaleikurinn hug minn allan. heyri hann kalla á mig nú þegar ég skrifa þessi orð. ég get hinsvegar ekki fengið drenginn til að splæsa í singstar og buzz svo það verð ég víst að gera sjálf. ekkert að því. þetta er samt stórhættulegt þetta kvikindi. er farið að taka alltof mikið pláss í lífi mínu. en ég er nú ekki bara í því að safna siggi á rassinn. er líka búin að vera hrútur. fór í klifur með dísu klifurskvísu og fannst svakalega gaman. kannski ég láti reyna á það aftur svo ps2 fái einhverja samkeppni í áhugamálakeppninni. líkaminn minn var hinsvegar dálítið ósáttur við að ég væri að þreyta hann svona mikið og vældi með verkjum og strengjum. ekki vanur þessu greyið. vældi meira að segja líka þegar ég fór í djurs sommerland um síðustu helgi. fékk dorte og solveigu með og áttum við ofboðslega skemmtilegan dag þar sem við gúffuðum í okkur ógeðismat ala djurs, fórum í vatnaland, allskyns tæki, í sirkus, á trampólín.... og og og... svo gaman. er svo leiksjúk og barnaleg. kann vel við það.
annars er lítið nýtt. planið fyrir helgina er fuzzy. næsta vika er grá - þriggja daga vinnuferð :-( til suður-jótlands er ekki að gera gott mót. langar lítið að fara með enda á ég ennþá erfitt með að "finna mig" í vinnunni. kannski þessar kóngulær sem laðast að mér í vinnunni séu bara ímyndun. kannski ég sé bara með ofnæmi fyrir vinnustaðnum sem lýsir sér í ofsjónum og kláða. maður veit aldrei. jæja - nú er fótboltaspilið alveg að verða kreisí. það veit nefnilega að trína litla kemur eftir smá og þurfum við að eiga smá quality time saman fyrst.

all the best...