sunnudagur, nóvember 28, 2004

Jíííha.... til lukku með Danmörkina...

Ég er rooosalega hamingjusöm. Sit HEIMA hjá mér, hlusta á tónlist og hygger mig. Elska það. Þegar ég kom heim beið mín jólabjór og súkkulaðijólasveinn sem Dorte góða hafði skilið eftir handa mér. Mmmm... jólabjór. Elskann.
Já, já... Ég komst heil á húfi til Dene... samt gekk þessi ferð sko alls ekki áfallalaust fyrir sig. Við erum að tala um... alltof sein að pakka alltof miklum farangri, fulla leigubílstjóra, 1500 dkr í yfirvigt, týnt kreditkort, missa næstum því að flugvél, kristjana kölluð upp á flugvellinum þegar ég var að stíga inní vélina. Missteig mig í sólblómagarðinum á flugvellinum í Singapore, hellti kóki yfir mig alla, var án geisladiskaspilarans míns, prumpandi kall og grátandi börn í næstu röðum í 13.5 klst SIN-CPH, bara laust í reyk í lestinni til AAR, ég föst í lest á Fjóni í klst... komst til Árósanna minna!!! Solveig var svo ljúf að koma að ná í mig og hjálpaði mér með allt draslið heim. Drakk svo nokkra jólabjóra og var rooosalega dugleg að halda mér vakandi... þangað til um níuleytið þegar ég sofnaði eftir að hafa verið vakandi í svona u.þ.b. 45 klst... kannski mínus max 2. Nú er ég hress og glöð, búið að loka dankortinu mínu sökum eyðslu og ég ætla að loka sjoppunni.... Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka samfylgdina.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Allt ad verda bu...

Jaeja... Nu er eg komin aftur til Perth eftir ad hafa verid i Sydney i nokkra daga og er a leidinni heim til Danaveldis i dag!!!! Jubbi!!!!
Sydney var alveg agaet. Operuhusid og hofnin voru bara alveg eins og i sjonvarpinu og a myndum.... bara minna... Svo rolti eg bara um, for i siglingu, versladi sma, drakk marga bjora og hitti lika fullt af skemmtilegum ferdalongum. Vodalega audvelt ad kynnast folki thegar madur byr a hostelum. Fannst mjog snidugt ad flestir sem eg hitti voru i svona "vinnuferdalagi"... madur getur nefnilega fengid svona work-travel visa ef madur er ungur og tha ma madur vinna t.d. a sama stad i max thrja manudi og svona... ja, ja.... voda snidugt allaveganna. Reyndar voru ekki allir svo heppnir thvi einn indaell enskur skohonnudur (ekki leidinlegt starf thad) a hostelinu var buinn ad vera i heimsreisu med konunni sinni i 6 manudi og thau akvadu bara ad skilja i midju ferdalaginu. Helviti mikid fjor ad vera nyskilinn og eiga eftir 6 manudi af heimsreisunni... og thurfa ad vera aleinn i Indlandi, Taelandi, Vietnam og e-m fleirum londum. Efast um ad thad se alltaf hressandi tho svo ad thad se orugglega allt i godu ad ferdast einn i Astraliunni. Hann var allaveganna ekkert alveg 100% viss um hvort hann myndi halda thetta ut eda hvort hann aetladi bara heim... uss... leidindar astand. Svo eg komi adeins inn a thetta med skosmidinn... djofull vaeri eg til i ad fara ad laera thad... thetta er draumur allra kvenna... skor... elska tha!!! Keypti mer einmitt agaetis silfursko i Sydney... finnst alveg naudsynlegt ad allar kellur eigi eitt par af silfrudum.
Ja, ja... eg eyddi allaveganna tonni af peningum og aetla mer ad lifa a agurku, hafragraut og hrisgrjonum thegar eg kem heim... uss... jolagjafirnar i ar verda frekar lamadar i ar....
Jamm... hvad meir... For i gaerkveldi ad sja Polly Jean i rosalega flottu utileikhusi uti sveit einhversstadar. Hun var rooosalega cool kellingin. Algjor gella. Held ad hun se tvimaelalaust flottasta kellan i bransanum. Hun var i ofsalega flottum fotum og svo var hun lika mjog god. Rosa fint hljod tharna og eg er ekki fra thvi ad mer hafi fundist login af nyju plotunni bara fin... finnst thetta nyja nefnilega ekkert juhu. Reyndar tok hun mjooog litid af gomlu-gomlu-doterii... en thad var allt i guddi...
Jaeja... Nu aetla eg ad koma mer i baeinn ad kaupa mer tosku svo eg geti komid ollu dotinu heim...
Fridur!
Fru Kristjana.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Juuu... pínlegt ástand!

Dísus maður... ég er alveg rugluð... Fékk eitthvað sms-internet-dót sent um daginn frá Hörpu skvís og ég skráði mig og allt í lagi með það. Svo ætlaði ég að senda þetta á nokkra aðra... nema hvað... haldiði að ég hafi ekki sent þetta á alla sem eru í contacts á hotmailinu!!!! Guði sé lof að það er stutt síðan ég byrjaði að vista adressur inn í hotmailinn... svo þetta voru ekkert of margir... en margir samt. Ég náði t.d. að senda þetta á leiðbeinandann minn hér, einn tölfræðing í Þýskalandi sem ég heimsótti síðasta vetur, leigusalann minn, bókasafnsfólk í Århus.... og bara alla sem ég hef fengið meil frá svona sirka síðasta mánuðinn... þarf af er fólk sem ég þekki mjög lítið!!!! Agalega hallærislegt. Þið þessi fáu sem lesið þetta hafið örugglega líka fengið svona póst frá mér.... og ég veit varla hvað þetta sms.ac er... held að þetta sé eitthvað rugl. Nú sendi ég allaveganna afsökunarbeiðni á þá sem mér fannst pínlegast að senda þetta á. Fór svo að skoða þetta áðan og þá er eitthvað deiting sörvis þarna og eitthvað allskyns gelgjukjaftæði.... og þá roðnaði ég nú bara niðrí rass... þetta er svoooo pínlegt!!!! Og fólk getur alveg misskilið svona lagað. Sem betur fer fattaði ég þetta allaveganna... það hefði ekki gerst nema ég var að tala við Eivor mína á msn-inu og hún var að spyrja um þetta og við ákváðum að ath. hvernig þetta virkar.... og þá sá ég að ég hafði sent þetta á doldið marga... og tvisvar á alla... held ég hafi verið með sjö blaðsíður af fólki (og þá deilt með tveimur). Mjöööög skemmtilegt. Eivor fannst þetta ekkert fyndið... hún sagði að hún gæti þá farið að klæmast við prófessora á kvöldin á þessu smsdóti....
Allaveganna... já, takk ljúfa bigmama fyrir hughreystandi orð... ég er ekki svo leið núna... en var nú búin að gleyma ansi mörgu af þessu gelgjudóti Ussss.... það var líf og fjör í denn... Það er gott að eiga góða að!
Annars var dagurinn í gær betri en hinir vikudagarnir. Fór sem sagt með leiðbeinanda og frú út að borða... það var alveg fínt. Borðuðum á veitingastað við ströndina og sáum sólarlagið fræga sem ég missti af síðast þegar ég var við þessa strönd á sólarlagstíma. Þá gleymdi ég mér yfir bjórnum og missti af þessu... en annars skil ég voðalega lítið í þessum sólarlögum. Fólk er alltaf alveg æst í þetta en ég sé bara ekki alveg af hverju þetta er svona agalega æðislegt. Man þegar ég og Silla vorum á Santorini (grísk eyja), þá fórum við einmitt og fylgdust með sólarlaginu á einhverjum stað sem átti að vera alveg mjög frægur fyrir fegurðina. Okkur fannst allir svo alvarlegir og rómantískir og þöglir... en við gelgjurnar vorum doldið í gríninu - fannst þetta svo fyndið. Man ekki betur en að það hafi verið þaggað niðrí okkur þegar ég var byrjuð að syngja einhver rómó ástarlög fyrir fjöldan... en annars man ég ekki alveg hvernig þetta var... Gott að koma með sögu sem maður man ekki hvernig er. Það er bara ég.
Já, kærasta leiðbeinandans míns er bara svaaaaka gella. Ekki er hún mikið eldri en ég!!! Held ég. Hann er svona fimmtugur og ég er búin að vera að undra mig á því að þegar ég hef heyrt hann tala við hana í síma þá segir hann alltaf “Hi gorgeous...” og mér hefur alltaf fundist þetta svo fyndið - gaman að hjón um fimmtugt séu ennþá í þessum bransa... eða bara í þessum bransa yfir höfuð. Nú skil ég þetta aðeins betur... hann er bara sjúklega ánægður með ungu fínu gelluna sína...
Já, já.... Sveðjur,
Kristjana

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Af súrumsums og æsispennandi veðurfréttum

Alveg einkennilegt þetta líf. Þessi vika er bara ekki búin að vera vika... þangað til kannski í dag. Held að þessi dagur hafi byrjað eitthvað betur en allir hinir dagarnir í vikunni... sem liðu eins hægt og... eitthvað sem fer mjög hægt allaveganna....
Allt finnst mér búið að vera mjög svo óyfirstíganlegt. Er ég búin að vera afskaplega leið og súr. Búin að reyna margt og mikið til að gleðja mitt litla hjarta en... óleysanlegt verkefni. Verkefnið er þó mikilvægt því ekki vil ég enda ágæta vist mína í þessum heimi á leiðindarviku... verstu vikunni sem ekki var vika. Hún var bara tóma vikan. Ég hef reynt margt. Svana kom með þá uppástungu að leigja dvd mynd en það er óyfirstíganlegt verkefni. Það er ekki boðlegt fólki með lítið og veikt hjarta að þurfa að labba í 10 mín til að ná sér einn geisladisk. Reyndi líka að fara í bíó en bara komst ekki af stað. Sat uppdressuð, pikkföst á sengekanten... bara gat ekki. Sofnaði svo á sama stað og svaf allt gærkveldið. Vaknaði og andvökunóttin leið og leið og leið... og ætlaði aldrei að hætta að líða. En kannski var andvökkunótt málið því ég er öll að eflast í dag sem er gott, enda gæti annars farið illa í kvöld. Leiðbeinandinn minn ætlar nefnilega að bjóða mér út að borða og ég verð að vera hress svo ekki neitt vandræðalegt muni gerast. Ég gæti t.d. alveg auðveldlega dottið út, ekki komið upp orði eða fengið svæsna vöðvakippi... en þeir eru einmitt búnir að vera að angra mig undanfarna viku. Heppilegt þykir mér að kærastann hans mun vera með í för svo þá eru minni líkur að margir englar fljúgi framhjá okkur.
Ég reyndi smá naflaskoðun í nótt. Rannsakaði hvað hefði farið úrskeiðis í þessari tómu viku. Niðurstaðan er líklega þríþætt. Ég sakna heimahaganna alveg óstjórnlega mikið, ég get ekki meir mingl við asnalegt fólk og svo hrundu spilaborgir sem aldrei fyrr í verkefninu mínu... sem var allt annað en hressandi. Sorglegt að ég hafi ekki tekið eftir þessum púkum fyrr.
Annars er ég á leið til Sydney bráðum... Þá mun litla fólkið kætast og fara í heljarstökk. Eða kannski frekar flikk þar sem ég get ekki lengur farið í heljarstökk. En svo er það nú eftir handbókinni að veðurspáin frá og með laugardeginum er rok, kalt og rigning í Sydney en yfir 30 stig og sól í Perth. Ansans óheppni. Veit ekki hversu skemmtilegt það er að vera í rigningu í Bláfjöllunum þarna við Sydney, en þar hafði ég einmitt planlagt að eyða eins og einum degi... og ætlaði líka að taka mér hálfan afslöppunardag á Bondi beach. Já, já... lifið lengi og vel...
Súrsætar kveðjur,
Súrjana... því hér er enginn Kristur.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Þroskaða konan talar from down under...

Helgin er bara búin að vera jaaa... ég skil ekki alveg. Ég nenni engu. Kannski ég sé bara komin á hold þar sem ég er svo spennt að komast til Baunalandsins. Kanselaði brimnámskeiðinu, sagði nei við bjórferð. Þetta er ekki hægt. Lá bara inn á herbegi hálf týnd inní sjálfri mér með mjög svo furðulega vöðvakippi. Fór nú samt aðeins á ströndina í dag enda ekki annað hægt þegar sumarið virðist loksins vera komið. Það var gleði helgarinnar... elska að busla í sjónum... og þar sem það er frekar vindasamt hérna þá er þetta er sjórinn sko betri en háklassa öldusundlaug... og ekki finnst mér leiðinlegt í vatnagörðunum.... ég er svo þroskaður einstaklingur...
Jú, áfram með vanþroskan... svo ég komi enn einu sinni afur að fitubolluveröldinni minni... ég er eins og versta gelgja... Í þessu XXXL landi er auðvitað til mikið af XL fötum og gleður það fitubolluna endalaust mikið... en kannski of mikið. Ég er nú ekki búin að vera að versla mikið hérna en ég keypti mér mjög ósmart gallabuxur um daginn. Ég varð svo glöð af því þær voru svo stórar nema ég var að fatta að ég kemst auðveldlega úr þeim án þess að hneppa... er það eðlilegt? Held ég fari mér kannski aðeins of geyst í XLarginu. Maður má ekki bara kaupa einungis vegna þess að það er stórt... neeeiiii... en samt... maður er hvort sem alltaf að tútna út svo þetta er kannski bara hagsýni.... ellimerkin...
Annars finnst mér þetta vera komið gott. Goooootthh. Er orðin svooooo leið á þessum stað. Ekki Perth, heldur heeelvítis colleginu. Ég er farin að fussa þessu fólki hérna ansi mikið. Er búin að vera mjög dugleg að mingla við þessa gelgjugosa og glaumdrottningar... en nú er nóg komið. Ælan er alveg komin upp í háls og ef ég ætla ekki að hljóta skaða af þessari vist minni í þessum drullupitti þá verð ég að reyna að halda mér utan radíus 2 km frá Trinity college. Jökk og ullabjakk. Jákvæðnin er að hverfa og það sama má segja um mig.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Djö...

Ég er ekkert smá ósatt við þessa “lausn” helvítis ríkisstjórnardruslunnar... Fokk the rikisstjorn!!!! Ojabarasta fojbarasta...
Annars ekkert mikið að gerast nema vinna, vinna, vinna... Prófstemmningin er í hámarki á colleginu. Undarleg stemmning. Undanfarna tvo daga hef ég þó tekið eftir að ansi margir táningarnir kjósa að drekka sig fulla á þessum háannatíma. Helst á daginn og helst ein inn á herbergi. Aðaldrykkurinn er vodka í kók hjá strákunum en vodka í diet kók hjá skvísunum. Jökk.
Versta sem gerðist í dag fyrir utan helvítis lögbundna gerðardóminn er að ég sé mér líklega ekki fært að fara á þetta blessaða surfnámskeið sem var á dagskránni á sunnudaginn. Ég verð nefnilega að byrja að ná að kanna hvernig Boolean módelin virka á nýju aðferðunum áður en ég fer heim. Það þýðir að ég þarf að klára að sauma í lítil göt sem hafa myndast á aðferðinni um helgina. Kannski að maður geti samt tekið sér smá pásu til að kíkja á ströndina... maður þarf að viðhalda svínalitnum. Bless, bless.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Grey, grey kennararnir...

Ohh... ég er orðin mjög svo reið útaf þessu vonda kennaraverkfalli. Hvað er eiginlega að fólki? Greyið kennararnir. Þeir eru látnir líta út eins e-r skrímsli sem éta réttindi barnanna til að mennta sig. Kjaftæði... það eru ekki kennarar sem standa fyrir rétti barnanna. Helvítis fjölmiðlar... og bara helvítis allt fólk sem heldur ekki með kennurunum... barnaleg? Ég veit. Þessi samningur sem þeim bauðst var bara útí hött... fyrir utan það að launahækkanirnar eru bara alls ekki nógu miklar þá er ég ekki alveg að skilja hvernig þeim dettur í hug að fólk láti bjóða sér það að ungur nýútskrifaður kennari eigi að fá miklu lægri laun en nýútskrifaður öldungur... kennitölutengdir launaflokkar... jesús.... og svo eru þessi 7% sem felldu samninginn næstum allt skólastjórnendur.. enda þeir búnir að jáa sinn part af samningnum. Hvað gera það mörg prósent af óbreyttum kennurum sem samþykktu þetta rugl? Og þingmenn talandi um verðbólgu ef úr verður að kennarar fái sitt... hvað var ríkið þá að spá að vera gefa menntaskólakennurunum svona fína samninga.... Æjj... nenni ekki að tala um þetta – hef heldur ekki mikið vit á þessum málum og er heldur kannski ekki jafnmikið inní stöðu mála og þið þarna hinumegin. En mig langar að benda mínum fáu lesendum á að kíkja á umræðurnar á alþingi um þessi mál. Ótrúlegt hvað þetta helvítis frjálshyggjupakk getur babblað útí bláinn. Svo ég hermi eftir smá kommenti á menntamálaráðherra úr verkfallsumræðunni á Alþingi... þá finnst mér tími til kominn að Þorgerður Katrín fari að átta sig á því að hún er ekki einungis menningarmálaráðherra, heldur menntamálaráðherra og þarf að fara að einbeita sér að öðru en að klippa bara á borða og opna og loka söfnum. Þó svo að hún sé ágæt kona hún Þorgerður... þá er hún bara alls ekki að gera gott mót.
Já, já... mikið að gerast í fréttunum... grey Arafat að deyja hægt og rólega... uss... hvað gerist þarna þegar hann er farinn.... skerí.... og Beckham ætlar að gerast Hollywood-hóra.... talandi um fréttir... Ég var að uppgötva nýja tegund af sjónvarpsfréttum. Þetta er kannski old news fyrir suma... Ég hef ekki séð þetta í Dene ennþá, en það þýðir nú samt ekki að þetta sé ekki sýnt þar enda ég með afskaplega fátæklegan fjölda sjóvarpstöðva í kotinu mínu. Naked News er málið. Þar eru alvöru fréttir sagðar af alvöru skvísum, druslum og size-e-sílíkongellum. Þær byrja bara að segja fréttir í venjulegum fötum. T.d. er international news gellan í dragtinni á meðan veðurskvísan er doldið frjálslegri. Svo byrja þær að strippa og þegar fréttatímanum er lokið eru þær allar á pjöllunni sveiflandi brjóstunum framan í myndavélina. Ótrúlegt hvað er til í þessum sjónvarpsheimi... þetta finnst mér frekar fáránlegt og ósmekklegt... en samt lille smulle skondið líka. Efast samt um að manni finnist þetta skondið endalaust en ég ætla ekki að kanna á því og horfa á þetta aftur. Ég samt skil ekki alveg hvernig þær geta haldið einbeitningunni... að þurfa að segja frá háalvarlegum fréttum á meðan þær eru að strippalingast þetta.... og þó... þær voru nú ekkert með nein rosaleg tilþrif í stripsjóinu. Mér fannst líka áhugavert að sjá að það var eins og brjóstastærðin færi eftir alvarleika fréttanna. Skvísan í international news var með minnstu brjóstin en entertainment-news druslan var með huuuuges. Vááá hvað þetta var langt. Úff.. ég er bara sveitt.
Hilsen, Kristjana reiða.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Bessel-gaurar og jólaspenningur...

Ekki mikið að gerast hjá kerlingu. Tíminn líður þó alltof hratt þessa dagana. Leiðbeinandin lét loksins sjá sig á mánudaginn og hef ég því náð að setja hann inní vandamálin mín í vinnunni. Er búin að vera voða dugleg síðan og vonandi næst eitthvað spennandi að gerast í verkefninu áður en ég kveð Kengúrulandið. Í gær uppgötvaði ég að það situr nú ansi lítið eftir af því sem ég lærði í HÍ á sínum tíma. Ég stóð aldeilis á gati þegar ég þurfti að reikna nokkur mikilvæg heildi. Eftir heila þrjá verðmæta klukkutíma fattaði ég að þetta voru bara ákveðin tegund af Bessel föllum og þá varð þetta bara ofsa létt. Alltaf hægt að finna einhver skemmtileg tengsl milli allra þessara Bessel-gaura. Áhugavert, ekki satt??? Lúði. Hefði ég verið með stærðfræðigreininguna á hreinu hefði þetta líklega ekki tekið mig svona langan tíma. Uss... hvað maður er gleyminn. En nóg um stæið... og nördlingahátt.
Ég hlakka orðið rosalega mikið til jólanna. Jólin eru svo skemmtileg – Ísland, familís, sukk og allskyns fjölbreyttur ólifnaður. Er komin með smá plan hvernig leysa má afleiðingar ólifnaðarins. Reyndar finnst mér svolítið einkennilegt að hugsa um jólin hérna í sól og 25 stiga hita. Finnst t.d. jólaskrautið á götunum frekar asnalegt... jólaskraut á bara heima í myrkri, kulda og nýföllnum snjó. Samt ættu jólin nú að passa betur við þetta veðurfar... hmmm... Ég er samt voða, voða spennt þó svo að ég finni ekki alveg jólastemmninguna... en ætli ég sé ekki bara svona spennt af því að ég sakna svo heimkynna minna... heimahagarnir ljúfu... 10 dagar í Sydney=frí og 16 dagar í home sweet home á minnu elskulegu og hávaðasömu Klostergade. Mmm... eldhúsið mitt, rúmmið mitt, geisladiskarnir mínir, litla fallega sjónvarpið mitt... Það eina sem ég á eftir að sakna af colleginu eru reyndar sturturnar. Baðherbergið heima hjá mér er nefnilega minna en sturtan hér... svo það eina sem verður leiðó er að fara í sturtu ofan í vaskinum á ný. Þegar ég verð kominn ofaní vaskinn aftur verða svo bara tvær vikur í hótel mömmu... jibbí...
Until later...

sunnudagur, nóvember 07, 2004

You wanna put sunlotion on my back?

Nú er helgin senn á enda og það þýðir að ég á eftir eina fríhelgi hérna down under.
Í gær fór ég í bæinn og keypti tvo geisladiska – mircrophones og four tet (takk svana!)... þeir ættu að létta mér kvöldstundirnar næstu vikuna. Fór svo á Vestur-Ástralíu safnið. Þar var margt spennandi og skemmtilegt. Fékk smá kennslustund í sögu Vestur-Ástralíu. Dýradeildin var sérdeilis skemmtileg. Ótrúlegt... sjötíu og eitthvað prósent af öllum dýrum og plöntum í Ástralíunni finnast ekki neinsstaðar annarsstaðar í heiminum...jahá... enda finnst mér margt um furðuverur hér á bæ... Daglega rekst ég t.d. á mjög svo einkennilega fugla. Uglur í páfagaukslíki. Örn í dúfulíki. Þeir tala líka alltof mikið þessir fuglar. Hingað koma víst margir einungis til að skoða þessi kvikindi... já ég segi kvikindi... því ég held að fuglarnir séu eitthvað ofur kreisí þessa dagana. Sumir hreinlega árásargjarnir... koma gargandi og öskrandi og ætla að ráðast á mig... en þeir eru víst bara að passa upp á hreiðrin sín þessi grey. Svo skoðaði ég svakalega fína ljósmyndasýningu. Aðallega voru þetta náttúrulífssljósmyndir og fannst mér dýramyndirnar flottastar. Svo gerði ég þau stóru mistök að fara í grillpartí við Swan-ánna með táningunum. Hefði betur haldið áfram að tala við Svönu ljúfuna á msn. Reyndar snérist þetta meira um að reykja gras en að grilla. Mér leiddist alveg ógurlega mikið þarna og var alveg að verða óð að þurfa að hlusta á táningaumræðurnar. Í dag fór ég svo í fyrsta skipti svona almennilega á ströndina. Fór ekki langt, bara á bæjarströndina og var hún mjög fín. Miklu betri en fokkings vibba Tyrkjaströndin sem við Svanhildur kynntumst í sumar. Sjórinn tær... fínar öldur... og ég náði mér í mjög glæsilegt bleikt tan.
Á milli þessara athafna hef ég örugglega slegið heimsmetið í netþvælingi. Ég er örugglega búin að skoða allar íslenskar bloggsíður hjá kunnugum sem og ókunnugum síðan ég kom og reyndar útlenskar líka.... djöfuls internet-pervert... já, ég er orðin að viðbjóðslegum netnjósnara bara vegna þess að ég er alein í stóra útlandinu. Ég hef aldrei lesið jafnmargar bloggsíður hjá manneskjum sem ég veit ekkert hverjar eru. Einkennilegt. Ég hlakka til að losna við að lesa allt þetta dóteríi þegar ég kem heim og hef margt betra við tímann að gera en að þeysast um á netinu. Þá verða bara skoðuð blogg sem ég þekki. Mér finnst alltaf fínt á daginn – það eru kvöldin sem eru verst... Ég sem elska yfirleitt kvöldstundirnar. Nenni ekki alltaf að vera að vinna á kvöldin eða tala við pakkið. Var reyndar að fatta að ég gæti nú gert eitt. Ég ætti bara að byrja að vinna klukkan eitt í staðinn fyrir níu. Leika sér frekar eitthvað á morgnana og svo vinna á kvöldin. Gott að fatta þetta núna eftir að hafa verið að deyja úr kvöldleiðindum ansi oft.
Jæja... Þetta er orðið ansi langt og súrt. Lifið heil!

föstudagur, nóvember 05, 2004

Ég þreytist ei...

kellingin bara byrjuð að blóka á hverjum degi þó maður haldi áfram að svitna. Herra Adrian ekki ennþá mættur á svæðið - hef ég ekkert heyrt frá honum. Ég er þess vegna bara byrjuð að dúlla mér í öðrum verkefnum að heiman og ætla að nota tímann til að leika mér við lífið.
Ég fékk samt lille smulle stresskast í morgun... mig dreymdi nefnilega að ég hefði verið dæmd til að greiða stórkostlegar fjárhæðir fyrir að hafa ekki gert neitt í verkefninu mínu alla vikuna... Var að hugsa alltof mikið um þetta áður en ég fór að sofa í gær. En það lagaðist fljótlega. Hlustaði bara á Joönnu Newsome og hennar yndisfögru hörpu í smá tíma og þá var ég orðin ljúf sem lamb og slöpp sem dauður silungur. Úff... ef ég myndi einhverntímann vera svo heppin að komast á tónleika með henni þá myndi ég örugglega gráta gulltárum... þvílík fegurð.
Ég óska þess að það komi gott veður um helgina svo ég geti kannski náð mér í smá tan. Það væri nú ljúft að sóla sig eitlítið og dýfa sér smá í Indlandshafið. Mig langar líka að kíkja í búðir og á markaði. Reyndar ekki svo mikið fjör þegar maður hefur ekki efni á neinu. Er nefnilega bráðum búin með peningana mína og á eftir að borga fyrir gistingu í Sydney í fjórar nætur. Ég er alltaf að kaupa mér eitthvað að borða í staðinn fyrir að éta í kantínunni. Er bara komin með alveg upp í háls af þeim ógeðismat. Talandi um mat... Maður er alltaf að kvarta yfir aukakílóum og bla, bla, bla.... en samt fer ég næstum því á hverjum morgni útí kaffihúsabakaríið hérna rétt hjá og kaupi mér stóran cappucino og súkkulaði crossaint... mjög hollt og gott!!! Í morgun þurfti ég að segja ... ég ætla að fá cap... og þá var drengurinn í afgreiðslunni búin að klára setninguna fyrir mig. Þetta segir kannski doldið til um hversu margir capp. & súkk.cross hafa farið ofan í mallann minn síðan ég kom... Já, já... svona er fitubolluveröldin...
Góðar stundir...

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Það er enginn J-dagur í Ástralíu

Ef ég væri í Baunalandi í dag væri gaman og það væri enn meira gaman á morgun því þá er J-dagur!!! Einstaklega leiðinlegt að missa af slíkum gleðidegi. Ég hlakka ekkert smá til að fá jólatuborginn minn. Sér í lagi þar sem ég er nú næstum því orðin bindindiskona á því að vera hérna. Svo gleðilegan J-dag á morgun!!!
Í dag eru Jacob, Kasper og Trine að fara að spila á eftir Sophia á Voxhall. Doldið kúl að þau fái það. Það væri nú mjög gaman að heyra hvað þau eru að bralla þar sem þau eru komin með tvo fiðluleikara, auka gítarleikara og trompet. Spennandi.
Drotting félagsveranna hún Hrabba er líka búin að plana eitthvað svaaaakalegt Íslendingadiskóteiti með mexíkönsku ívafi í Århus um helgina. Það verður örugglega mjög flott hjá stelpunni. Hún er svo mikið keppnis og svo mikið félags... Verst fannst mér að hún Eibba mín ætlaði (eða ætlar?) kannski að koma alla leið frá Dussel til Århus í þetta trall og þá varð ég nú aldeilis sorgmædd. Eibba loksins í Århus þegar minn er ekki þar... svindl.
Dísa ætlar svo að hitta sex stk kavosinga í Kaupmannahöfn um helgina. Fanga á J-degi og kíkja á nýjasta beibísinn í kavos hana Auði Ísold.
Allt að gerast... Ohhh.... missya Denmark.
Mínir næstu dagar fara líklega í að laga linuxinn minn sem er í algjöri fokki. Er búin að fá lánaða linux-biblíuna og núna ætla ég læra að gera við tölvuna mína aaaalein. Yeah right... gefst örugglega upp eftir klukkutíma og hringi í einhvern af tölvustrákunum hérna til að láta þá hjálpa mér. Veit samt ekki hvort að þeir eru jafn hjálpsamir og tölvukallinn sem við Dísa elskum í Århus. Annars ætlaði leiðbeinandinn minn hérna niðri að vera í burtu mán og hálfan þrið og þá ætlaði ég að skoða einhver forrit og reyna að skoða hvað við getum notað til þess að experimenta smá með það sem við erum að bralla... nema hvað... Hann er bara ekkert búin að láta sjá sig alla vikuna og mig vantar alveg helling af dóti og forritum frá honum... svo ég er bara að eyða tíma í ekkert þessa dagana eins og svo oft áður... dem... Þetta þýðir þá líklega að ef mannsi mætir á morgun þá þarf ég að eyða allri helginni í vinnu í staðinn fyrir að njóta veðurblíðunnar sem ætlar að heimsækja okkur um helgina. Ég á nefnilega bara tvær vinnuvikur eftir. Muuuu....

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Eggert

Mér finnst ekkert svo sniðugt að vera með þetta blogg lengur... ég hef bara nákvæmlega aldrei neitt til að skrifa um... best að skrifa þá bara um ekkert. Já, ekkert it is.

Það er einhver helvítis ofurlufsa í mér þessa dagana... Ég nenni engan veginn að vera hérna að vinna núna og hef þess vegna meira bara verið í því að þykjast vera í fríi. Það er frekar skemmtilegt. Ekkert skemmtilegt að gerast á unglingaheimilinu. Allir að fara í próf. Sumir eru að verða doldið kreisí, aðrir ofbeldishneigðir. Fyndið hvað strákum finnst gaman að slást. Nú vilja nokkrir Indverjar, Kínverjar og Singaporar (eða e-ð...) lemja einn Kínverjann. Þannig er mál með vexti að hann lítur mjög svo niður á bræður sína Kínverjana. Ignorar alla sem koma frá Asíu og minglar bara við Kanana, Ástralana (mínus fólk með frumbyggjagen) og þessa örfáu Evrópubúa sem hér eru. Nú er massaði Kínverjinn kominn með sæta ljóshærða ameríska kærustu. Skil hana ekki alveg þar sem gaurinn er doldið súmóglímukappalegur... mér finnst vöðvabúntskínverjar ekkert mjög huggó. Gaurarnir urðu alveg kreeeesí yfir þessu eða aðallega singaporíski Indverjinn. Í gærkveldi voru hann og fleiri að reyna að finna ástæða til að geta kýlt snobb-Kínverjann. Djöfuls rugludallar... og ég sem hélt að þetta væru hin vænstu grey. Ótrúlega furðulegar margar hugmyndir sem þeir hafa um lífið, fjölskyldu, hefðir og náungann. Æ... en auðvitað ekkert furðulegar. Bara öðruvísi. Annar heimur þarna hinumegin og það er bara gaman. Þar berst maður ekki með hnefnunum – maður notar vopn... Ég er orðin skíthrædd við þetta lið.

Já, þannig var nú dagbókarfærslan um ekkert og ofbeldisfulla Indverja sem koma frá Singapore.
Góðar stundir...

PS Veit einhver hvað fólk frá Singapore kallast?

mánudagur, nóvember 01, 2004

Er ég orðin fimm ára?

Uppgötvanir dagsins:
1. Les nú yfirleitt ekki yfir hvað ég hef verið að skrifa hérna... las nú samt áðan það sem ég skrifaði í gær og uppgötvaði að ég er eins og eitthvað lítið barn. Talandi út í eitt um einhver dýr. Einkennilegt að það sé aðalatriðið hjá svona gamalli konu. Svona er maður nú einfaldur. Ég sem hélt að ég væri búin að eldast svo hratt undanfarin ár. Frá því að vera 14 ára sumarið 2000 í 24 ára sumarið 2004.
2. Ég er alveg vonlaus á myndavélinni. Mér finnst það afar sorglegt. Framkallaði eina filmu í dag og juuu... þvílíkt leiðinlegar og vondar myndir. Ég held að ég verði að fjárfesta í einni digital á næstunni. Ég var eiginlega búin að ákveða að jólagjöfin frá mér til mín í ár yrði ipod... en eftir þetta ferðalag er ipodinn kominn í harða samkeppni við digital myndavélina. Uss... þetta á eftir að verða erfitt val.
3. Lífið mitt hér á Trinity college er sorglegt. Það uppgötvaði ég eftir að hafa verið í burtu þessa fjóra daga. Ógurlega leiðinlegt að vera komin hingað aftur.
4. Eftir 25 daga fer ég til Dene aftur og ég er ekki ennþá búin að fara á surf-námskeið. Ég skammast mín. Það versta er að aðeins fimm af þessum dögum eru frídagar. Hvert fóru allir frídagarnir?