þriðjudagur, maí 31, 2005

Enn eitt prófið....

Djöfulli nenni ég ekki þessi bloggi lengur.... held áfram með prófin. Þau eru allaveganna skemmtilegri en "ég fór útí búð og keypti jógúrt, þrjá lítra af mjólk og aspas".
You scored as Cultural Creative. Cultural Creatives are probably the newest group to enter this realm. You are a modern thinker who tends to shy away from organized religion but still feels as if there is something greater than ourselves. You are very spiritual, even if you are not religious. Life has a meaning outside of the rational.

Cultural Creative

88%

Idealist

88%

Romanticist

69%

Existentialist

69%

Postmodernist

69%

Modernist

50%

Materialist

44%

Fundamentalist

44%

What is Your World View? (updated)
created with QuizFarm.com

laugardagur, maí 28, 2005

Ég er að kafna

Já, egósentríski einstaklingurinn með athyglissýki talar. Hér er komið sumar. Er það sérdeilis fallegt og skemmtilegt. Ég er samt ekkert búin að vera úti í dag sökum alvarlegrar þynnku. Enn einu sinni gerði ég nágranna mína gráhærða með húsi fullu af fullu fólki. Djöfuls læti alltaf í mér. Veit ekki hvað gerist nú. Ég er alveg vonlaus. Í nótt eða réttara sagt í morgun... fór ég svo í fyrsta skipti á ströndina og í sjóinn þetta árið. Var það afar notalegt og ágætis endir á annars vafasömu kveldi. En sjórinn var kaldur. Vonandi að þær verði fleiri strandarferðirnar í sumar. Já, sumar og sól. (Óvelkomnir) fylgifiskar sumarsins eru t.d. peningaleysi, skordýrin og tjokkóarnir. Tjokkóarnir flykkjast út á götur Fjárhúsa í tonnatali. Danmörk er náttúrlega eitt mesta tjokkóríki í heimi. Allt útí létklæddum, ljósabrúnum hnökkum. Æ. Ég er bara afbrýðisöm.
Vikan. Ekki stórfengleg. Búin að kenna síðustu dæmatímana, drekka bjór í sólinni, spila körfubolta, borða íslenskt lambakjöt, láta kaupa mini i-pod handa mér, tekið ákvörðun um að reyna að fá mér stórt og feitt lán í bankanum, frestað vorhreingerningunni í billjónasta skipti, frestað ræktarátakinu í trilljónasta skipti.

mánudagur, maí 23, 2005

Ég er Hlynur og Hrútur og Kona





Your Brain is 80.00% Female, 20.00% Male



Your brain leans female

You think with your heart, not your head

Sweet and considerate, you are a giver

But you're tough enough not to let anyone take advantage of you!




Hermi eftir Skringslinu og tek próf.... uss... þess má geta að ég er líka athyglissjúk, sjálfselsk og einum of energísk. Það segja allaveganna öll svona stjöruspekipróf. Prófílarnir sem eiga að passa við mig eru þessar pirrandi týpur. Veit að ég get verið doldið athyglissjúk... en energísk.... veit nú ekki alveg. Svo var mér bent á þessi spátré. Ég er hlynur...

sunnudagur, maí 22, 2005

Ó sumar, ó sumar...

Jelló. Nú er ég glöð. Búin að ákveða sumarfríin mín. Þau eru alltof löng. Ætla að eyða 22 dögum af 25 í sumarfrí. Það þýðir 3 frídagar í kringum jól. En jólin í ár eru líka glötuð og ég verð líka glötuð að skrifa ritgerð þá... svo þá er líklega best að vera bara bissí í árhúsinu.
Sumarfríið mitt byrjar á afar ljúffengu festivali í Malmö þann 5. júlí. Ekkert slor... Coco Rosie, Joanna Newsom, Sonic Youth, Smog og Devendra Banhart ofl. Svo ætla ég að hendast heim til Íslands í nokkra daga. Er búin að vera að vesenast í þessum fargjöldum undanfarna daga og þetta er í meira lagi furðulegt með Flugleiði. Í gær kostuðu miðarnir sem ég óskaði mér 35 þús ísl... þegar ég kom heim í nótt fékk ég smá heimþrá og tékkaði aftur og þá var miðinn minn allt í einu á 25 þús kall. Undarlegi Flugleiðavefur. Svo fer ég til Dene í smá tíma og í lok júlí hoppa ég til Norge á ráðstefnu. Ætla að hitta Monicu og Solveigu helgina eftir og prófa norskt sumar. Síðan kemur stórfjölskyldan í heimsókn í byrjun ágúst. Þá verður sko líf og fjör. Tívolí, Djurs Sommerland, Legoland og svona... Jeiiii... Elska það. Þetta verður yndislegt. Og svo eru það Ítalía og Króatía í lok ágúst. Fljúgum til Feneyja og svo ætlum við að eyjahoppast í Króatíu. Uss.... þetta verður gott sumar.
Já, já.... annars voru tónleikarnir með Antony gríðarlega fallegir á miðvikudaginn... fór næstum því að gráta. Kíkti líka á Lou Barlow í gær. Algjör nörd. Amerískur nörd með lonníettur. Held hann hafi ekki nennt að spila... en hann var samt alveg fínn... notaleg tónlist og hann tók nokkra gamla slagara líka. Annars ekkert nýtt. Lífið aðeins eðlilegra núna en fyrir viku síðan. Stressið farið og þynnkan komin. Þangað til næst...

þriðjudagur, maí 17, 2005

Stamandi Kristjana

Er búin að sitja með tölvuna mína í fanginu upp í skítuga sófanum mínum og tala við sjálfa mig í tvo tíma. Hvenær ætlar þetta að taka enda? Ég er orðin hálf sjeikí í hausnum. Í hvert skipti sem ég byrja að tala við sjálfan mig um “Lévy based growth models” þá segi ég eitthvað nýtt og undarlegt. Stamandi og skjálfandi. Vonandi segi ég réttu hlutina í fyrirlestrinum á morgun. Hvað þá? Kenna óundirbúin og svo er það bara skemmtun allan daginn. Antony tónleikar annað kvöld og ég get ekki beðið. Leiðinlegt samt að missa af úrslitakappleiknum í boltanum...

föstudagur, maí 13, 2005

Hress lufsa með stress

Hún er tussuleg kellingin sem situr hér og reynir að bulla eitthvað í þennan glugga.
Vikan búin að vera hreint prump. Allt kreisí að gera. Þar sem nú líður að því að kennslu ljúki með tilheyrandi skilaverkefnum, þá er búið að vera opið hús á skrifstofunni minni fyrir heimtufreka nemendur... og ég ekki haft neinn tíma fyrir mínar eigin sóknir. Ætlaði að eyða vikunni í að komast inn í hálf klárað verkefni sem er búið að vera á stand-by í laangan tíma af því að ég er að fara halda fyrirlestur um þetta efni í næstu viku. Það fór eitthvað lítið fyrir því og er ég þess vegna í sérdeilis tómu rugli. Veit ekkert hvað ég á að segja og skil ekki feitt rassgat í stórum bala. Þetta verður eitthvað skrautlegt hjá mér og sé fram á að vera með óskipulögðustu glærur í heimi og mun ég líklega fara með fleipur... Æjjj – stress, kex, mex, bless, stress. Já, ég verð bara að vera hress og segja fokk it. Nenni ekki að sjarma lýðinn... eða meira get ekki...
Svo stefnt er á að baka þennan fyrirlestur um helgina og undirbúa kennslu næstu viku. Jeiiii.... En ég er nú samt alltaf með gáfulega forgangsröðun. Sama hvað ég er stressuð er alltaf tími fyrir tónleika og bar. Fór og fékk mér nokkra bjóra undir einstaklega óspennandi tónleikum Madrugada á fimmtudaginn. Í stað þess að undirbúa kennslu. Allt fór þó vel í kennslunni í morgun þrátt fyrir mínus undirbúning. Ætla að reyna þetta líka á fyrirlesturinn og skella mér á eitt stykki tónleika í kveld með öl í glasi. Verði gleði. Þá er ég viss um að ég fái meil frá Guði með geðveikt flottu og gáfulegu beamer-tex-skjali sem inniheldur fyrirlestur um sjarmerandi vaxtarmódel byggð á Lévy grunnum.

sunnudagur, maí 08, 2005

Stríð hafið

Hér bólar ekkert á sumrinu fagra og er það mis. Haglél á stærð við djúpu án súkkulaðis dritast niður af himnum. Held að einhverjum þarna uppi sé illa við okkur. Þetta hlýtur þó að fara að koma. Veðrið... maður getur endalaust rætt þessa elsku. Svo áhugavert umræðuefni. Allaveganna áhugaverðara en lífið mitt undanfarnar vikur eða kannski bara almennt. Annað sem tengist veðrinu. Helvítis heimsku skordýrin fatta ekki að þeirra tími er ekki komin, sbr. veðurleysið hér í landi. Finnst mér þau orðin full frísk og agressív. Skaðvaldar. Ég er þó fegin að hafa ekki rekist á ofurköngulær eins og hún Hrafnhildur. Prísa mig sæla að sleppa við slíkan ófögnuð. En þetta þýðir að nú fer ég vopnuð skordýraspreyi í bólið. Gott að hafa einn brúsa á sengekantinum. Að meðaltali hef ég ráðist á fjögur dýr á dag með þessu fagra vopni... og nú verður þetta bara verra. Ég er hrædd við þessi kvikindi. Finnst þau ógeðsleg, pirrandi, leiðinleg og hættuleg. Kannski er ég örlítið hysterísk, en ég er alltaf að verða sterkari og sterkari. Held ég. Var allaveganna mjög stolt af sjálfri mér á köflum í Ástralíunni... þar voru ófá ógeðisdýrin sem hræddu mig og héldu fyrir mér vöku. Ég varð betri og betri með tímanum. Ég myndi allaveganna ekki tæma íbúðina mína í dag eins og ég gerði fyrir tveimur árum síðan útaf nokkrum pöddum. Heldur ekki setja öll ullarfötin mín í frysti hjá vinum og kunningjum, þvo öll fötin mín, eyðileggja smá hluta af þeim, kaupa meindýraeyði fyrir marga þúsundkallana og geta svo ekki sofið heima hjá mér í nokkra daga vegna eiturhættuástands á heimili mínu. Já, nei. Það mun vonandi ekki gerast aftur. Þess má geta að ég fór með ógeðiskvikindin sem ég fann í gólfinu mínu lengst útí sveit til að fá sérfræðinga til að rannsaka þau. Í framhaldi af því fékk ég að vita að viðbjóðurinn var ekki mölflugur eða mölflugulifrur, heldur litlir saklausir silfurfiskar (sølvfisk) sem eru gæludýr á fjölmörgum heimilum hér í landi, sér í lagi í gömlum íbúðum. Silfurfiskar líkjast engan veginn mölflugum... held að eitthvað hafi koxast þarna uppí heilabúinu hjá mér þetta mölflugusumar. Ég sá mölflugur allstaðar í nokkrar vikur eftir þetta og sama hvað fólk gerði grín af mér og sagði að þetta væru nú líklega ekki mölflugur, þá vildi ég alls ekki heyra hvað fólk hafði að segja. Lokaði eyrunum og fussaði og sveiaði. Ég var bara hneyksluð og fúl yfir að fólk skyldi ekki taka mig alvarlega – þetta voru sko erfiðir tímar með tilheyrandi martröðum um ofurköngulær og morðóðar flugur. Crazy person sem ég var... er. Mörgum mánuðum eftir þetta atvik var ég ennþá að fá sendingar úr frystikistum vina minna sem skyndilega fundu poka fullan af fötum á botni kistunnar. Altså... Já, já... en ég á allaveganna ennþá birgðir af ýmsum vopnum og er hæstánægð með mig þegar ég ræðst á helvítis kvikindin. Ef einhverjum vantar gildrur fyrir silfurfiska eða mölflugueitur, þá á ég kannski eitthvað eftir á lager.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Lúxí-lúxus

Það er búið að vera sérdeilis mikið um lúxuslíf hér undanfarin kveld. Á mánudaginn vörðu Anders og Mette meistararitgerðirnar sínar. Því var fagnað. Fyrsti bjórinn rann beint ofan í klósett klukkan tólf. Svo var sullað í bjór, rauðu, hvíti og gin&tonicum fram á kveld. Ekki alslæmt. Í gær var svo fundur félags danskra tölfræðinga. Ég beilaði nú á honum og hátíðarkvöldverðinum sem fylgdi með. Fékk þó sendingu neðan úr kantínu upp á skrifstofuna mína með ostum, brauði og kökum. Desert hét hann. Yndislegur hann Anders (fyrirlesari í deildinni) að vera svona góður við mig. Hann er bjórmaður mikill. Svo fór ég og hitti vinkonur mínar og keypti eitt stykki flugfar til Króatíu. Ætla að hendast þangað seinni hluta ágústmánaðar. Þá verður sko líf og fjör. Við fögnuðum kaupunum með því að drekka bjór. Á leiðinni heim hitti ég svo alla ungu tölfræðingana sem voru á leiðinni á barinn. Ég gat náttúrlega ekki farið heim og freistaðist á barinn, sem hélt fast í mig til klukkan rúmlega þrjú í nótt. Þar tók ég þátt í afar ljúffengri og kostnaðarsamri viskísmökkun. Mér finnst það sko ekki slæmt. Lærði smá nýtt og drakk svo bjóra inn á milli. Svo nú er ég bara alveg uppgefin eftir fyrirlestra og þynnku- og þreytukennslu dagsins. Beila á Siglingardeginum mikla hér á háskólalóðinni. Úti er gleði og haminjga. Margir þyrstir nemendur að sötra drykki. En ekki ég. Ég ætla heim að sofa. Sofið rótt.

sunnudagur, maí 01, 2005

Ónotalingurinn...

Hvað segirðu Eibba mín? Var þetta dálítið óskiljanlegt? Það er ekkert nýtt. Ég skil varla sjálfa mig. Ég var bara eitthvað svo glöð og fljótfær á föstudaginn. Missti mig algerlega. Andskotans... Var hótað að mér yrði hent út úr íbúðinni minni. Svona næstum. Ég var með smá hávaða. Var ein í heiminum og lét eins og ég byggi í einbýlishúsi útí skógi. Finnst samt hart að hóta manni. Og þó... gestir mínir voru ekkert voðalega næs við greyið kvartarann. Fussss – fulla fólkið.
Hún varð sem sagt ekkert svakalegur notalingur þessi helgi. Ógeðsleg þynnka í gær og gat ég ómögulega sofið hana úr mér þar sem ég þurfti að kaupa afmælisgjöf handa Dorte og fara í afmælismatarboð. Hann var sem sagt frekar harður heimurinn í gær. En ég lifði hann af og vaknaði með annan í móralsþynnku í dag. Í kvöld var svo meiri afmælisglaðningur. Annars náði ég fyrri tengslum við kassann í dag. Djöfull var gott að liggja í leti allan daginn. Langt síðan ég og sjónvarpið höfum verið svona náin eins og í dag. Luuuuvlí.