þriðjudagur, febrúar 28, 2006

krissa klumpfótur

ohhh... joanna newsom bara ad fara ad spila í fríkirkjunni 18. maí. thad verdur sko aldeilis fallegt. hún og harpan hennar fína munu ørugglega klæda fríkirkjuna vel. já, já... ég verd hinsvegar stødd á atp um thetta leyti og ungfrú joanna ætlar líka ad spila thar. verdur thad thá í thridja skipti sem ég mun taka á móti ljúffengum tónum frá henni. mmm... hlakka til. verd svo ad fara ad sjúga í mig upplýsingar um fínar búdir í londru. adallega pløtubúdir og fínar skóbúdir. treysti á ad svana og scarpa laumi ad mér einhverju gómsætu.
annars var helgin alveg hreint ágæt. fór í føstudagsbjór med tølfrædingunum og spiladi teningaspil. fór til københavnstrup og hafdi thad notalegt. hitti dr. sig, josefine og signe og var thad afar gaman. drukkum bjór undir hljódprufum bonesmanna, út ad borda thai, meiri bjór, tónleikar, bjór og svo krassadi ég heima hjá sigrúnu. samt doldid einkennilegt ad fara svona stutt - fannst ekki eins og ég væri í burtu. var komin klukkan hálf átta á lades kælder. strunsadi med tølvuna sirka 400 metra og nádi í sigrunu. aftur nidrá lades, fimm metrar til hægri á thai, fimm metrar til vinstri á lades, 400 m heim til sig. fór ekki annad nema bara med leigara klukkan hálf tíu á sunnudagsmorgun til ad hitta samferdamenn okkar.
allaveganna var thetta mjøg fínt og bonesmenn spiludu ágætis tónleika. svo hitti ég karlottu yfir smá kaffibolla á sunnudag og var afar gaman ad hitta hana. sídar vard ég threytt og threyttari og endadi á ad sofa agalega mikid yfir mig á mánudagsmorgun :-( uss og fuss.
ekki er mikid meira ad frétta hédan nema jú ad ég er med daudan fót og labba eins og spassi. eins og ég sé med klumpfót. mjøg einkennilegt... en ég hef verid med svona náladofa/tilfinningaleysi í hægri løppinni núna í rúma viku. ótrúlega pirrandi og allir horfa mjøg mikid á mig thegar ég labba. brosa med "grey spassinn"-glampa í augunum. jæja.... best ad halda áfram ad reyna ad skoda thessar heilamyndir mínir.
luv,
kristjana

föstudagur, febrúar 24, 2006

vikuógledin

margt smátt gerir eitt stórt. atburdir vikunnar sem eru ansi ómerkilegir gera thad ad verkum ad ég fagna helginni alveg óhugnarlega mikid. tussuleg peningasóun er eitt af negatívu smáhlutunum. thurfti ad eyda í nýjan passa thar sem sá gamli er løngu útrunninn, í sprautur fyrir mexíkóferd og asnalegar smáskuldir. svo ætladi ég ad vera dugleg og hreinsa sófann minn. gerdi thau ógurlegu mistøk ad kaupa ljósan sófa hérna fyrir nokkrum árum og var hann ordinn ansi djúsí. eftir hreinsun var sófinn hinsvegar ordin ad wannabe hlébardasófa. allur útí furdulegum blettum og røndum. ekki hafdi mér dottid í hug ad sófinn gæti ordid ljótari en hann var... fór í ikeaferd thar sem ég ætladi ad finna áklæda á sófann og splæsa í nýjar gardínur... en thær eru einmitt alveg vidbjódslega skítugar og óhreinsanlegar.... en nei, nei... ikea er hætt ad framleida 1.4m breidar gardínur og eiga bara tvær gerdir af áklædum. fýluferd daudans. svo heimilid mitt er ennthá frekar mikid óged. keypti í stadinn kerti fyrir 350 kr danskar.
vikan leid hinsvegar ágætlega fyrir utan thessa smáhluti. afmælisbod hjá monicu, videogláp, fótboltagláp og út ad borda á bennys í tilefni 27 ára afmælis trine voru allt hlutir sem gerdu mig frekar glada. í dag kemur svo lotta eibbusystir til árósa og ætlar ad krassa í litlu drusluíbúdinni minni. hún er nefnilega ad halda sýningu hér í bæ um helgina. ég ætla svo ad stinga af til københavnstrup á morgun og gera mér gladan dag. var svo heppin ad jóhannesinn hennar trine og hljómsveitin hans eru ad fara ad spila á lades kælderog svo skemmtilega vill til ad thad er laust pláss í bílnum theirra. jibbí. svo ég og trine ætlum ad frussast med og kíkja á tónleika. rétt tæpur sólarhringur. ætla ad taka kaffitølvuna mína med mér og plata sigrúnu gódu til ad koma henni í vidgerd thar á bæ. thad ku nefnilega kosta marga, marga hundradkalla ad senda helvítis stykkid á betrunarhælid. meira en aar-kbh-aar med dsb. algert rugl.
jæja... goda helgi til ykkar børnin gód. ætla ad fá mér einn bjór til ad fagna henni.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

halló.

svo ég byrji ad svara brynjunni thá er komin tímasetning á vørnina - 5. maí is the day. er strax ordin svakalega stressud. sér í lagi thar sem ég fæ ekki ad vita "en skid" um hvad dómurunum finnst um ritgerdina fyrir vørnina. thetta er eitthvad mismunandi eftir deildum og finnst mér thad glatad. t.d. fá doktorsnemarnir í læknisfrædi skýrslu um ritgerdina ádur en their verja med spurningum og kommentum frá opponentunum. en ég á bara ad mæta, halda fyrirlestur og svo verdur madur rakkadur nidur í spad. ef mér tekst nokkurnveginn ad halda andlitinu og svara eins og nokkrum spurningum... thá ætti thetta líklega ad ganga upp og vonandi fæ ég gráduna. jámm... svo stressid er alls ekki búid. er búin ad reyna ad halda thví í skefjum sídustu vikur. um helgina gekk thad ágætlega. fór í notalegt afmæli hjá trine á føst, var thunn, dænadi á indverskum, fór á værtshus og spiladi teningaspil á lau og organiseradi heilan helling í íbúdinni minni á sun. ekkert vard af útiverunni vegna meidsla sem ég hlaut á føstudaginn vid dansgjørning. vonandi næ ég nokkrum svona notalingahelgum í vidbót fyrir taugaveiklun. næsta taugaveiklun er nefnilega rádstefna í mexíkó thar sem ég á ad halda 45 mín fyrirlestur. alveg agalega skemmtilegt og enn skemmtilegra er ad ég á ad halda fyrirlestur sídasta dag rádstefnunnar - føstudag. svo ekki mun fara mikid fyrir afslappelsi og huggulegheitum fram ad thví. ætla svo ad vera í nokkra daga í mexíkó eftir... veit ekki hvar. kannski bara í huuuuges mexíkóborginni. er svo ad vidra thá hugmynd ad flýja til íslands yfir páskana og verda thrjátíu ára thar. ég er nefnilega í thvílíkri krísu hvad vardar thennan afmælisdag. oj bjakk. jøkk. langar ekki ad vera svona gømul... finnst ofsalega leidinlegt ad vera svo mikid elst alltaf. næstum thví alltaf. t.d. hef ég farid í tvø afmæli sídustu daga - 26 og 27 ára... ég alltaf ellismellurinn. ég fæ tár í augun.
jæja... best ad fara ad kaupa sér eitthvad gómsætt og fitandi.
luuuuvvv... krissa

föstudagur, febrúar 17, 2006

ég er med lodna tungu

jamm og já. fyrsta alvøru vinnuvikan ad verda búin. himneskt ad thad sé ad koma helgi. thad er nefnilega búid ad vera doldid súrt ad vera komin á fullt í vinnu svona med det samme. ég fer thó løturhægt af stad. hefdi átt ad taka mér lengra frí en thrjá daga. frídagarnir fóru nefnilega mestmegnis í thrif og adra praktíska hluti. ætla ég ad hafa thad sérdeilis notalegt um helgina. á laugardag ætla ég ad liggja í thynnku, horfa á kassann, borda óhollt og annad skemmtilegt. hún trine mín er nefnilega med afmælisteiti í kvøld. á sunnudag ætla ég svo ad vera frísk, stunda útiveru, kaffihúsaveru og almennt vera hyggevera. ætla nefnilega ekki ad eydileggja alla helgina med djúseríi eins og um sídustu helgi.
hef í rauninni ekki mikid ad segja. vinnan er alveg skítsæmó. lífid líka fyrir utan ad tølvan mín er enn í dái og thad virdist vera hægara sagt en gert ad flytja hana á sjúkrabørunum yfir til høfudborgarinnar. erfidast er nefnilega ad finna hinar réttu sjúkrabørur.
æ ó – langar heim núna strax. heima bídur mín hitchhiker’s guide to the galaxy sem ég er ad spá í ad hvíla mig yfir ádur en haldid verdur út í óvissuna.
mig langar líka ógedslega mikid í eitthvad djúsí ad borda.
thegar sídasta setning var skrifud hoppadi ég út á gang og reyndi ad koma mér af stad út í vidbjódslega danska vedrid sem er ad drepa mig thessa dagana. endaleysa sem thetta ógedslega vedur er. ætladi ad kaupa mér djúsí en thar sem úti er óged fékk ég mér í rúgbraud med banana í stadinn. jømmí! eda kannski ekki.
jájá... sem sagt.. í fréttum er thetta helst. dansk vedurfar søkkar. vinna søkkar. helgar eru hamingja. peningar eru hamingja. sjónvarp er hamingja. hamingja er gód.
góda helgi og bidjid med mér fyrir sól, blídu og blómum í haga.

laugardagur, febrúar 11, 2006

kaffi er gott

hallo... er mætt aftur i ørskamma stund. thurfti ad flyja ur netheimum i sidustu viku vegna thess ad eg gaf tølvunni minni vænan skammt af kaffi um sidustu helgi. er hun thess vegna latin. sidustu vikur hafa aldeilis verid magnadar. eg skiladi doktorsritgerdinni minni fyrir rumri viku sidan eftir hlandljota viku. eg tok thatt i heimsmeistarakeppni i sukkuladi & lakkris ati, nadi ad guffa i mig sirka 2 kg. svo svaf eg vodalega litid, drakk kaffi i miklu ohofi og lyktadi illa. en svo tok eg mig saman einn føstudagsmorguninn og tjadi sjalfri mer ad thessu nennti eg ekki lengur. tok afskaplega hættulega akvordun og skiladi ritgerdinni nokkrum timum seinna og fekk mer bjor. svo atti eg einstaklega goda helgi thar sem hamingjan var vid vøld. helgin endadi svo med ad eg hellti kaffi yfir tølvuna mina. svo hef eg bara verid ad bralla ymislegt, for a workshop med nyju vinnunni, hef verid tipsy og haft thad noto. i dag er eg svo ofsalega thunn og sur. nenni ekki ad skrifa meir. er heima hja solveigunni minni og hun er ad bua til indælis thynnkurett. kvøldmaturinn okkar: avextir i ofni med sukkuladi og hnetum og vanillurjomakremi. drukkid verdur hvitvin med og svo a ad horfa a wild at heart, en eg leigdi einmitt sjø biomyndir i vikunni. ja, ja... hollustan er alltaf nr. eitt i minu lifi. eg er buin ad thyngjast um 50 kg sidustu tvær vikurnar og er thad mis. nu ætti eg kannski ad hjalpa litla nordmanninum. skrifa kannski meir sidar. byrja nefnilega i almennilega i nyju vinnunni minni a manudaginn.
luuuuvvv... kristjana