fimmtudagur, september 29, 2005

blaaa...

sá að kolla sagði klukk. þó að mér þyki skemmtilegt að lesa klukk hjá öllum öðrum, þá er ég ekki í stuði til að finna upp á einhverju akkúrat núna. seinna.

annars var ég að koma af mjög skondnum fyrirlestri um neuroæstetik, neuromarketing og neuroøkonomi. sem sagt taugafræðileg markaðsfræði, fagurfræði og viðskiptafræði/hagfræði... eða eitthvað. mjög einkennilegt allt saman. fyrirlesararnir töluðu m.a. um að finna út úr því hvernig virknin í heilanum er mismunandi t.d. hjá arkitektum og hinum almenna djonní við mat á hvort bygging sé fögur eður ei. eða skoða virkni á ákveðnum stöðum í heilanum þegar maður tekur fjárhagslegar ákvarðanir osv... og svo tengja þetta við hjúmanístískum fögin. svo tilfinningar vs. lógík. fannst þetta ekki jafn merkilegt og sniðugt fyrir og eftir fyrirlesturinn... æ – er heldur ekki í stuði til að segja frá þessu. geymi það kannski þar til síðar. eða ekki. ekkert skrifstuð búið að vera í mér í langan, langan tíma. me boring.

en boring ætla ég ekki að vera um helgina. ég og solveig erum á leiðinni til höfuðborgarinnar um, þar sem dr. sig og dr. björk ætla að vera svo næs að hýsa okkur. ætla að hlusta á sæta stephen malkmus á morgun og svo junip á laugardaginn. junip er hljómsveit sem jose gonzales spilar í, en hann er einmitt að spila á airwaves í okt og er í meira lagi hugljúfur. ætlum víst líka að skoða einhverja videogjörnina... sem sagt skemmtileg helgi framundan.

að lokum langar mig að deila með ykkur einni mjög svo undarlegri grein í bt um manninn sem er svakalega kynferðislega reiður...

þriðjudagur, september 27, 2005

helgarminning

kavos 2006 lokið. ferðin var sérdeilis fín. ég, dísa, stefán og gerða lögðum í hann frá árósum um kvöldmatarleytið á föstudaginn og stefnan var sett á langeland. einnig voru með í för jameson og royal öl. á langeland voru mætt verðandi foreldrarnir kristján & stella,doddi, védís & börnin . föstudagskveldið fór í almennt spjall, skemmtiatriði frá froskunum sem var mjög ánægjulegt. á laugardegi var stefnan sett á skútusiglingu. ekkert varð úr því. ég skildi ekki mennina á höfninni. fórum á ströndina í lohals þar sem við lékum okkur í frisbí, golf-frisbí, kubb í margskonar útgáfum, drukkum bjór og höfðum það notalegt. kung-fu skálmarnar voru bestar. sjænuðum okkur í sólinni og allt var frekar guðdómlegt. eins og smellinn sumardagur. á langeland gengur allt mjög hægt fyrir sig. svo duttum við í sumarhúsið eitthvað fyrir kvöldmat. sumir duttu í það, á meðan aðrir lögðu sig. ég, stefán og kristján lékum okkur, fengum fleiri drykki og fórum svo í hinn frábæra leik “hver deyr flottast?” í kornkerrunni herborgu. veit ekki hver vann, en mér fannst kristján koma best út á mynd.



árósardeild kavos sá um kvöldverðin. grillaðar voru nauta- og túnfiskssteikur. tókst okkur vel til. held ég. drykkju var haldið áfram og líklegt er að ég hafi unnið keppnina ”hver er mest fullur?”. ég er kjánaprik og rugludallur. svo var farið í popppunkt og fleiri spil. sumir fóru að sofa. aðrir kunnu ekki að lesa. enn aðrir sofnuðu í vitlausu rúmmi. ég held ég þurfi að taka því rólega næstu vikur. í gær var svo þynnkudagur dauðans þar sem ég gerðist þynnkuprinsessa og hjálpaði ekkert til við tiltekt. hafði mörg bit samviskunnar til að byrja með, en sannfærði sjálfa mig að ég hefði bara verið fyrir hefði ég reynt. allir keyptu sér regnhlífar. ég fékk bleika kanínuregnhlíf. lifði daginn af þar sem söngur og almenn gleði voru aðal þynnkumeðölin á heimleiðinni. ég dansaði ljóta dansinn á bensínstöð. nokkrar myndir eru komnar. þær eru hinsvegar bara prump miðað við fínu myndirnar hjá stjána & stellu. mig langar að vera jafn flink að taka myndir og þau. fyndnust eru regnhlífasamtökin. mér fannst helgin fín. takk fyrir hana. þessi dagbókarfærsla er eftir konu á táningsaldri.

fimmtudagur, september 22, 2005

halinn enn í ólagi

dagarnir eru ágætir og líða furðulega hratt. ég er farin að vinna smávegis í vinnunni og er það vel. reyndar get ég ekki setið of lengi við störf þessa dagana sökum rófubeinsvandræða. agalegt ástand. er hálf skelkuð hvað þetta varðar. solveig sagði mér að ég væri örugglega búin að brjóta halabeinið þar sem einhver 25% af öllum brjóta það einhverntímann á ævinni... en þetta er nú kannski alveg svona brotvont. já, vinna er nauðsynleg fyrir sálartetrið sem er með ofboðslegt samviskubit yfir að ég í einhverju móki keypti mér ferð til íslands á þynnkusunnudegi. varð bara svo glöð þegar ég fékk nýja lánið mitt að ég hreinlega gat ekki staðist það að eyða peningunum mínum í flugfar. hefði kannski betur splæst í jólaflugfar sem eru að verða sérdeilis dýr. það er hinsvegar seinnitíma vandamál að finna monninga fyrir jólafluginu. en ég veit fyrir víst að það verður einstaklega gaman hjá mér þarna á íslensku airwaves. svana litla líka búin að kaupa miða og dr. sig kannski á leiðinni... sirrí? ég þarf bara að finna einhverja góða sögu til að segja prófessornum mínum af því að ég á ekkert frí. svona til að hún gefist ekki endanlega uppá mér og mínum frídögum. ég þarf líka að finna fullkomna tímasetningu til að segja henni frá þessum áformum mínum. sleikja hana upp fyrst vegna þess að það er ekkert um sparkling gleðiský milli okkar þessa dagana.

annars komu nýju cocorosie og devendra banhart diskarnir inn um lúguna í síðustu viku og ætti það að vera frekar spennandi. við fyrstu hlustun er devendra diskurinn sérdeilis fínn. mér finnst það klæða hann vel að hafa band með sér. og það skemmir ekkert fyrir að hafa heyrt hann spila slatta af þessum disk tvisvar sinnum í sumar. hinsvegar finnst mér fyrsta hlustun á cocorosie ekki vera að gera sig. þarf vonandi bara að hlusta meira.

já, já... þunnt er hljóðið. er á leiðinni í sumarhús á langeland með danska hlutanum af kavos um helgina. kavos er einmitt sá hópur sem ég fór með til grikklands í stærðfræðiútskriftarferð. ágætis tilbreyting frá bæjarlífinu og verður þetta örugglega mikil gleði. leiðinlegt bara að ég missi af tónleikum hjá trine,jacobi&co og svo er kæróinn hennar trine líka með útgáfupartí.... :-(

sunnudagur, september 18, 2005

rófubeinsvandræði

mér er illt í rófubeininu. get varla setið. og ég sem ætlaði að byrja að hreyfa mig í vikunni. ekki verður mikið úr því. helgin var alveg hreint skemmtileg, þó svo að maríneringin hafi verið full sterk. var í algjöru rugli. en er svona að jafna mig. tónlistin var hinsvegar stundum ekkert spes. allt það besta var á fimmtudaginn. skemmtilegastir voru sænsku poppararnir í suburban kids with biblical names og þeir spiluðu uppáhaldslagið mitt með þeim. voða sætt. þeir spiluðu hérna á síðasta ári og þá var sko líka gaman. popp er yndi. heyrði reyndar líka alveg rosalega fyndnar sænskar stelpur sem kalla sig rough bunnies. missjónið þeirra er að hefna sín á öllum sem stríddu þeim þegar þær voru litlar. mér fannst hefndin bara helvíti fín. gott melódískt stelpuband.
fyrir utan rófubeinsvandræði er lífið ágætt. er nýbúin að fá mér nýtt lán. elska lán. ætla að eyða því öllu med det samme, t.d. í að borga húsaleigubætur. ég fékk nefnilega afar tussulegt bréf í gær sem í stóð að ég sé búin að vera að fá alltof miklar bætur. ætla svo að fara í helgarferð til cph bráðum og hlusta á stephen malkmus og svo ætla ég að skella mér í helgarferð til íslands í október. keypti miða í dag. svo nú hef ég fullt til þess að hlakka til. allt að gerast.

föstudagur, september 16, 2005

poppbylting

sorrí sirrí mín að ég trúði ekki á þig og takk dr. sig fyrir upplýsingarnar.
í gær byrjaði poprevo sem er lítil árósk tónlistarhátíð. clientele átti að spila, en aðalgaurinn alasdair mclean kom aleinn. television personalities átti líka að spila. kom ekki. líklega vegna þess að forsprakkinn er sjúklingur og/eða glæpamaður sem á í passavandræðum. svekkjandi, en clientelegaurinn spilaði alveg yndisfagra tónleika með gítarinn sinn og fallegu röddina sína. tók nokkur lög af nýju clientele plötunni sem ég fjárfesti í og fyrsta hlustun í morgunsárið lofar góðu. svo spilaði gamlinginn og bransakallinn louis phillipe og mér fannst hann frekar boring. margir af mínum vinum & kunningjum voru í skýjunum yfir honum. veit ekki hvort það var í alvörunni eða hvort þeim hafi fundist þeir þurfa að vera það... ætli ég hafi nokkuð fattað hann. þurfti svo að hlusta á dönsku labrador sem eru frekar óspennandi. síðan kom það sem ég var búin að hlakka svo mikið til... brooklyn-sku ladybug transistor. þeir spila alveg einstaklega fínt og sætt popp, indie-popp ef maður vill nota það orð. aðalsmaðurinn þeirra - gary olsen - er líka sérdeilis sjarmerandi. það var vel þess virði að bíða eftir þeim fram á nótt. heyrði þá fyrir einhverjum árunum síðan og það er svo sem ekki mikið nýtt í gangi, en agalega ljúffengt. hægt er að heyra eitt lag með þeim hér og kíkja á diskana þeirra hér sem og náttúrulega billjón aðra fína. fjörið heldur áfram alla helgina í litla boxinu á mejlgade með sama fólkinu kvöld eftir kvöld. djöfull á ég eftir að fá innilokunarkennd. verð því væntanlega að velta mér uppúr áfengislegi til að læknast af innilokunarkenndinni. vona að maríneringin verði góð. núna ætla ég töfra vatnsheilann minn í burtu svo ég geti unnið. annars hef ég það sérdeilis fínt.
góðar stundir.

þriðjudagur, september 13, 2005

um iskitaugina

í dag fór ég í fyrsta el timo spansko. pissaði næstum í mig af hræðslu. leið eins og í enskutíma hjá friðriki í versló. hef alltaf verið mikill tungumálaspassi og það heyrði aldrei neinn í mér þegar ég átti að lesa útlenskuna upphátt. var þess vegna alveg með í maganum þegar ég átti að breyta í fleirtölu upphátt. tengo dos libros rojos. jeg har to røde bøger. á menntaskólaárum mínum kenndum ég og sirrí alltaf iskitauginni um öll okkar veikindi. alveg sama hvort þau voru geðræn eða líkamleg. sér í lagi ef við fundum ekki einkennin í heimilislækninum. klemmd iskitaug hér og þar... daglegt brauð. yfirleitt í talfærunum í ensku- og þýskutímum. þetta minnti sirrí mig á í gær. var búin að steingleyma þessu. ég var þess vegna líklega með klemmda iskitaug í heilanum og maganum í gær. sirrí er einmitt líka að byrja að læra spænsku og sagði mér að hún væri búin að missa hæfnina til þess að læra. eða þá að hún væri að missa sjónina og það sé þá iskitaugin sem er að klemmast aftur og nú með sjóndepurðarafleiðingum. í mínu lífi hætti iskitaugin að vera til þegar ég varð eðlilegri í hausnum. en skyndilega vill frú sigríður elín meina að hún sé til eftir öll þessi ár án iskitaugar. ég spyr því áhugafólk um læknisfræði hvort iskitaugin sé til. dr. sig? anyone? sirrí – sönnunargögn?
að lokum langar mig að deila með ykkur uppáhaldslaginu mínu. það er jóhannesarmaðurinn ég er bein hennar trínu litlu sem á heiðurinn og lagið má finna á heimasíðunni hans. plata á leiðinni og verður hún örugglega svakalega góð, kannski betri.
adiós.

mánudagur, september 12, 2005

haustfælni

ég svaf í fjóra klukkutíma í nótt og fór svo að kenna klukkan átta í morgun. hausinn á mér var alveg úti að aka. grey nemendurnir. og þó. þeir eru ekki mínir. var bara að kenna fyrir prófessorinn minn sem var á fundi í ráðuneyti í cph. eftir kennslu var mallinn minn alveg úti að aka svo ég fór heim. og horfi nú á sue ellen í melrose place. langar til að æla á alla í melrose. mig dreymdi í nótt að ég hefði farið í fyrsta spænskutímann. þar var ég lögð í einelti. mér fannst það ekkert spes. er mikið að spá hvort ég eigi ekki bara að sleppa spænskunni. langar ekkert að vera lögð í einelti. kannski þýðir þetta samt bara að bankinn leggi mig í einelti ef ég eyði. kannski ég ætti frekar að eyða pening í helgarferð. jösús. þarf að ákveða mig fyrir morgundaginn. er með ákvarðanatökufælni.
fann fyrir haustinu í fyrsta skipti í dag. það hefur kannski eitthvað að gera með fælnina. oh. nenni ekkert að fá þetta haust strax. en ég verð að takast á við það. maður verður að fara að undirbúa sig. ætla að vona að haustið fari vel með mig og ég með það.

sunnudagur, september 11, 2005

meee...

djöfull eru helgar erfiðar. er búin að eyða meirihlutanum af þessari í timburmenn.. helgin byrjaði á fimmtudaginn með solveigu og bjór á sway. var þess vegna hálfgert fransbrauð þegar ég fór að keppa í basket á íþróttadeginum í skólanum á föstudaginn. liðið mitt hét falur og í því voru stefán, claus og andri frændi. við vorum í öðru sæti og fengum verðlaun. ég fékk mér bjóra útí háskólagarðinum sem var fullur af glöðu fólki. varð tipsý og sæl í yndislega veðrinu. rændi myndunum hans andra frænda af körfuboltaliðinu mínus andra. fór svo í afmæli og uppgötvaði að ég rata ekki rassgat í þessum bæ þegar ég fer út fyrir 8000. ég held samt alltaf að ég rati allt og er mjög iðin við að sannfæra fólk um að ég viti hvert ég er að fara. held samt að flestir séu farnir að sjá í gegnum mig. fór svo líka að hlusta anders spila coverlög með bandinu sínu. það var alveg ágætlega fyndið. fórum líka á sway. svo svaf ég allan daginn og átti afar erfitt með að komast úr bólinu. en það lukkaðist og ég fór í annað afmæli sem var fullt af íslenskum konum, sing-star og ljúfum veitingum. afar fínt og fór ég á sway líka þá. finnst soldið halló að vera svona mikið þarna. ætla að taka mér pásu frá þeim stað í einhvern tíma. en núna er ég bara með þynnkumóral og þynnkuskít.

fimmtudagur, september 08, 2005

mig langar að hlakka til...

mig langar svo í tilhlökkun.gefið mér eina slíka. er farin að sakna hennar. það er nú ekkert rosalega langt síðan ég hlakkaði til síðast, en ég var bara ekkert ógurlega spennt. langar að pissa í buxurnar af spenningi. næstum því. ég hlakka yfirleitt mest til jólanna. en ég nenni hreinlega ekki að byrja á því alveg strax. sérstaklega þar sem þau ætla að vera stuttklippt, ljót og tussuleg í ár. tilhlökkunin verður líka að vera í samræmi við lengd gleðinnar sem í vændum er. ég gæti kannski byrjað að hlakka til margra smáhluta. en það virkar ekki þegar smáhlutirnir eru svona á víð og dreif um haustið. svo eru þessir smáhlutir eitthvað frekar ómerkilegir og sjaldan þess virði að hlakka til... ný tónlist, nýjar bíómyndir, tónleikar og svoleiðis. ef útgáfa nýja cocorosie, nýja devendra banhart, animal collective tónleikarnir og cocorosie tónleikarnir væru allir í sömu vikunni, þá gæti það kannski verið þess virði að hlakka smávegis til. svo er hinsvegar ekki. þess vegna verð ég eiginlega að fara til útlanda. vont að ég á ekkert frí eftir. ég fer þá bara í helgarferð. verra er að ég á ekki neina peninga. það hefur svosem aldrei verið fyrirstaða. landsbankinn, danski bankinn og eurocard eru vinir mínir þegar mér hentar. lín gæti líka orðið vinur minn aftur á næstunni. en þangað til að ég næ að mana mig upp í slíka vitleysu, verð ég að láta mér nægja að vera í ótilhlökkunarfasa. eða gervtilhlökkun. ég hlakka til að fara að sofa. minna til að vakna.
bless. og nei. rakst á videoklipp sem sýnir danska meistarann í heimsku. já, í árósum er margur vitleysingurinn. bless aftur.

sunnudagur, september 04, 2005

ég hata lúðrasveitir

hér í árósum hefur verið mikil hátíðardagskrá undanfarna viku mér til ama og ógleði. heimili mitt er staðsett alltof nálægt þessum blessaða miðbæ sem þýðir að ég er búin að vera með tónleika inní stofu hjá mér hvert einasta kvöld... og tja... er ekki frá því að lúðrasveitin sé byrjuð aftur í dag. sér í lagi eru það tyroleraften sem angra mig. mikil og vond tónlist. en nú er þetta alveg að verða búið og ég get líklega farið að lifa eðlilegu lífi frá og með morgundeginum. festugen er aðallega hátíð áfengisnærðra táninga, gamlingja og dreifara... alls ekki hátíðin mín.
annars er allt að komast í fastar skorður hjá manni. búin að fara aðeins á barinn um helgina, fara í basket í góða veðrinu, drekka sumardrykki og borða heimatilbúið indverskt. sat ég eins og versti karlmaður og horfði á fótboltann með keld og stefáni á meðan dorte hamaðist við að búa til mat handa okkur í eldhúsinu. lífið getur verið doldið óréttlátt. svo kom gerða og við tókum barnalegar myndir, stelpurnar fóru í ljótudansakeppni og svo var haldið á barinn sem var allt í lagi.
annars er ég bara frekar róleg. máski frekar settleg, hreinleg og búin að skrá mig á spænskunámskeið. er samt líka með hnút í maganum.
bless.