sunnudagur, október 31, 2004

Mig langar í meir...

Hellú... Er komin aftur til Perth eftir afar skemmtilega ferð upp vesturstöndina. Ég hefði viljað vera lengur í burtu. Við komumst nefniega ekki mjög langt á svona stuttum tíma. Keyrðum nú samt rétt rúmlega 2000 km á fjórum dögum... uss... þetta er alveg xxx-large land. Vegalengdirnar eru agalegar en það er ótrúlega gaman að kíkja útum gluggann á þessa endaleysu. Ég ætla nú bara að stikla á stóru varðandi ferðina... við skoðuðum m.a. the Pinnacles Desert, Kalbarri, Hamelin Pool, Monkey Mia og skeljaströnd.
Með í för voru mjög skemmtilegir Svíar. Aðrir voru illa settir í útlenskunni, en samt líka alveg splendid. Nú er ég mjög súr og svekkt yfir að geta ekki farið í fleiri ferðalög. Ég er víst hérna til að læra – ekki til þess að skemmta mér og ferðast. Snökkt... Fer reyndar til Sydney í nokkra daga áður en ég fer heim. Búin að kaupa miða. Núna langar mig hinsvegar miiiiiklu frekar að fara í eitthvað annað ferðalag... eitthvað út á land, leika mér í náttúrunni og hitta fleiri dýr. Ég hitti loksins kengúruna vinkonu mína, höfrunga og fullt af eðlum. Held að uppáhalds eðlan mín sé guanna. Það er hægt að finna mynd af henni eða af systir hennar hér - > http://www.lostworldarts.com/images/img558.jpg. Ég kann ekki að setja inn myndir. Eðlan með bláu tunguna var líka mjög svöl, the blue-tongued lizard... Mér finnst afar leitt að hafa ekki hitt neina snáka. Annars var svo margt sniðugt sem ég sá að ég held ég þurfi ekkert að gráta snákana. Sá t.d. glitta í nokkra hákarla og sækýr sem veiðimennirnir í gamla daga héldu að væru hafmeyjur. Hvernig ætli kellurnar þeirra hafi verið?
Annars var ég að spá í að stela einni kengúru handa Sirrí og Tinnu hennar. Það var nefnilega svona gæludýra-kengúra á einum sveitabænum sem við gistum á og það hefði verið alveg eðal að taka hana. Hún var nefnilega svo ljúf og góð og ekkert í því að stinga okkur mannverurnar af. Ég var hinsvegar undir ströngu eftirliti í sveitinni þar sem einhver sagði leiðsögumannsa frá áformum mínum... svo ekkert varð af kengúruráninu. Sorrí Sirrí.
Já... annað var það nú ekki í þetta skiptið.

miðvikudagur, október 27, 2004

Dem...

Ég vona að ég eigi ekki eftir að fjúka í Indlandshafið á næstu dögum... Spáð er ofurvindum á vesturströndinni næstu daga. Ég heppin. Vona að súperman-vindurinn ætli bara að vera mjööög norðarlega... ég kemst nefnilega ekki svo langt norður á fjórum dögum.

Hellú....

Fór og hlustaði á ástralskt rokk og ról í gær. Ástreilían pípol ar djust kreiiiiisí. Það var alveg splendid. Fyrir tilviljun hitti ég hann Mark sem er Skoti og er voooða luvlí. Hann var nú bara mun myndarlegri en mig minnti... uss... Þegar ég hitti hann í fyrsta skiptið var hann nefnilega í því að splæsa g&t í mallann minn. Það var bara mjög gaman og hékk ég utan í honum allt kveldið... sem hefur örugglega verið í lagi þar sem hann átti heldur enga vini.
Ég hitti svo strákinn sem villtist þegar hann ætlaði að skutla mér heim frá Freo aka Fremantle um daginn. Ég lofaði víst bjór fyrir allt vesenið og hann er búin að vera biðja doldið mikið um bjórinn sinn, svo loksins fékk hann einn slíkan.
Bestur var samt leigubílstjórinn á leiðinni heim. Hann var með 20 Cure diska í bílnum sínum..... einhver frekar gamall kall. Mjög furðulegt. Hann gaf mér afslátt.
Á morgun ætla ég í ferðalag. Fjórir dagar upp vesturströndina. Ég hlakka svoooooo til. Ætla að hitta kengúrur, höfrunga, emúa og alles... Fara á sandbretti í eyðimörkinni og sitthvað fleira. Þannig að e.t.v. mun fyrsta almennilega dagbókarfærslan koma eftir helgina!!!
Good times...

mánudagur, október 25, 2004

Sport-daman Kristjana talar...

Hej! Ég er búin að vera einstaklega dugleg um helgina. Ég er svo hrædd um að koma veltandi inní Dene með 10 aukakíló ofaní þessi 10 sem eru auka núna. Maturinn í Akrópól-Trinity-fangelsinu er nefnilega ekki mjög huggulegur. Við erum að tala um franskar 1x á dag, feitt kjöt, fish&chips, vibba pasta með feitum sósum og mikið djúpsteikt dóterí. Ég dreif mig sem sagt loksins og hreyfði mig. Já, undur og stórmerki gerast. Fór og synti 2 km á laugardaginn. Ekki nóg með það, heldur fór ég í hjólatúr á eyju sem liggur sirka 20 km frá Perth í gær. Eyjan heitir Rottnest Island og þar er t.d. hægt að sjá litar quokkas... sem eru svona mini-kengúru-rottur. Samt minnst rottur af þessu þrennu. Það var einhver Hollendingur sem fann þessa eyju í kringum sautjánhundruð og kallaðist eyjan í byrjun Rats´ Nest af því að hann hélt að þessi dýr væri ofurvaxnar rottur. Jamm... mér fannst quokkurnar bara mjög sætar og ekkert líkar rottum. Á 19. öld voru frumbyggjar frá meginlandinu sendir í fangelsi á Rottnest Island en seinna varð eyjan að vinsælum sumarleyfisstað. Ég var svo heppin að hitta fjóra írska drengi í ferjunni á leiðinni sem voru svona líka indælir að bjóða mér að hjóla með þeim um eyjuna... sem var auðvitað miklu skemmtilegra en að vera alein allan daginn. Þarna voru líka fullt af fínum ströndum og já... allt hið huggulegasta fyrir utan ógeðissnákinn sem ég hitti. Þetta var því alveg einstaklega góður dagur sem endaði í bjór með Írunum. Nú er ég bara endalaust þreytt og með harðsperrur dauðans...
Luv, luv...

föstudagur, október 22, 2004

Til hamingju með föstudaginn.

Jæja... Eins og vanalega er ekkert stórkostlegt í fréttum hjá mér. Ég er nú frekar boring alltaf. Hef mest verið að vinna undanfarna daga, sem er náttúrlega mikið gleðiefni. Var að henda einhverjum litlum sönnunum á borðið hjá prófessornum sem ég vinn með og vona að ég fái jákvæð viðbrögð eftir helgi. Það væri nú sérdeilis skemmtilegt.
Reyndar horfði ég enn og aftur á Being John Malkovich eitt kveldið með litlu táningunum mínum... ótrúlega góð mynd... Eftir myndina tjáði hin ágæta Bruneiska (veit nú ekki alveg hvað fólk frá Brunei kallast á íslensku) Crystal að henni hefði stundum liðið eins og Malkovich þegar hún var lítil. Henni fannst eins og það væri eitthvað fólk inní sér og reyndar var það svo slæmt að henni fannst sem hún væri ekki aðskilin frá öðrum manneskjum. Veit ekki hvort þetta meikar sens en henni fannst sem sagt sem hún og allir hinir krakkarnir væru í rauninni eitt og hún reyndi að stjórna gjörðum hinna krakkana. Alveg einstaklega áhugavert finnst mér... en ég skemmti mér allaveganna konunglega að hlusta á ruglið í henni. Hún “lét” t.d. einn af skólabræðrum sínum borða sínar eigin hægðir... vegna þess að hún var svo sannfærð um að hún gæti stjórnað því sem hann gerði.... skiljú... Í dag er hún viss um drengurinn hafi líka viljað rannsaka kúkinn sinn - ekki bara hún. Hún er nefnilega núna búin að fatta að það er enginn þarna inni nema hún sjálf. Það lærði hún með því að eyða miklum tíma í að horfa í spegil og hugsa að ein og aðeins ein sál byggi í þessum líkama! Það er dálítið um smá fokked up lið á þessu college...
God weekend...

þriðjudagur, október 19, 2004

Luvlí stædagur...

Ekki mikið að gerast hjá mér. Reyndar var þetta jákvæðasti dagurinn síðan ég kom hvað varðar vinnuna. Fékk alveg ágætlega kúl hugmynd í dag... held ég... og frekar fína niðurstöðu. Ætti e.t.v. að hlaupa út í vínbúð og skála fyrir því með innfluttum Carlsberg. Vonandi held ég áfram að gera gott mót í stæinu næstu daga. Ég er mjög líklega að fara í ferðalag í lok næstu viku og þá er gott að vera með sjæní og sparkling samvisku.
Annars var Gerða að hrósa mér fyrir hvað ég væri dugleg að kynnast fólki. Já... þú segir nokkuð. Þetta er doldið vafasamt. Þessi skipti sem ég hef farið eitthvað út á lífið, þá náttúrlega hendir maður í sig slatta af bjór og verður alveg einstaklega glaður og vingjarnlegur. Frú Svanhildur aka Jóhún kannast við það... Þá eru allir frábærir, skemmtilegir og yndislegir og maður vill vera vinur allra... og stundum lofar maður upp í ermina á sér allskyns rugli. Þetta er ekkert illa meint... vona að þetta komi ekki illa út... en... maður hoppar bara svo oft upp í hamingjuna í bleiku skýjunum þegar maður fær sér örfáa þar sem allt er mögulegt. Það er stundum ekkert svo gaman daginn eftir - samviskubitsdagurinn. Gott dæmi um þetta var í Tyrklandi í sumar þegar ég og Svanhildur pöntuðum eitt stk stalkerapar á svona gleðikveldi.
Já drykkirnir eru ekki alltaf eilíf hamingja...
Luv&pís&happíness... KYJ
PS Er Fúmmari nr. 3 búin að fá bréf frá geðsjúklingnum?
PS PS Ohhh... er að hlusta á The Shins..... mig langar til Íslands á airwaves....

laugardagur, október 16, 2004

Er búin að fá ógeð á Krissu...

Djö... ég var komin með svo mikið ógeð af sjálfri mér að ég hreinlega varð að fara út í gær og reyna að hitta eitthvað fólk. Fór og hlustaði á drengina tvo sem ég hitti á Damien og gaurinn sem hitaði upp þar. Þetta var nú frekar klént... þetta minnti mig nú bara á eitt stórt sveitaball... en samt ekki... alltof mikið funk og eins undarlega eins og það hljómar þá er greinilega til eitthvað sem heitir ástralskt reggae... En það var ágætt að komast aðeins út og ég er farin að venjast því að fara alein eitthvað út. Hitti nokkrar skemmtilegar manneskjur. Brisbane-drengirnir áttu mjög skemmtilegan vin sem fannst þetta líka leiðinlegt og finnst eiginlega allt skemmtilegt sem mér finnst skemmtilegt... það er alltaf gaman. Eftir tónleikana fór ég með honum og fleirum í óvæntan bíltúr. Þeir ætluðu nú bara að skutla mér heim þar sem ég var stödd langt, langt í burtu frá Trinity... Hann var eitthvað hræddur við löggubílana - ein röng beygja og við villtumst inn í the Beverly Hills of Perth... og komumst bara ekkert út úr því hverfi. Það var alveg ágætt og auðvitað var sungin smá kór á leiðinni... Ég er svo mikið fyrir það... Cat Power kór. Ég er farin að geta tekið þátt í mjög fjölbreytilegum kóræfingum. Jamm... þannig var nú það.
Annars er allt á slow motion hjá mér. Gengur ekkert með þetta verkefni mitt. Helvítis vesen. Þetta virðist allt frekar sjeikí og ég er búin að nota meiri tíma en venjulega í það að stara á vegginn fyrir framan mig og bora í nefið í vinnunni. Það er mjög pirrandi og ég hef enga samvisku í að gera eitthvað spennandi þegar svona stendur á. Spurning um að fokka þessu bara upp og segja prófessornum að ég sé farin í frí.

fimmtudagur, október 14, 2004

Mig langar í sumar...

Jæja já... ég er ekki frá því að kellingin sé smá þunn í dag. Fór nefnilega með traktora-baununum á hverfisbarinn í gær. Það var mjög athyglisvert. Margir fullir og glaðir táningar. Alveg hreint ágætt.
Það bólar ekkert á sumrinu sem ég ætlaði að heimsækja hér í Ástralíu. Á austurströndinni er komin sól og blíða og 30 stiga hiti á meðan við fáum rétt max 20 gráður hér og svo er drullukalt á kvöldin. Ég sem ætlaði að gerast strandmubla... svona allaveganna um helgar en nei, nei...
Ojj... nú varð smá pása frá skrifum því það kom huges fluguskrímsli inn til mín... Oj-oj-oj... varð að láta e-a stúlku veiða fluguna fyrir mig. Ég er svoooo hrædd við svona allskyns dýr og er nú ekki á besta stað í heimi hvað það varðar. Sporðdrekar inn á herbergjum, risa-köngurlær hérna í garðinu.... uss... hvernig verður þetta þegar ég fer eitthvað út á land. Undanfarna daga hef ég tekið eftir fleiri og fleiri dýrum út um allt sem er alveg jökk-jökk.... en ef til vill er það tákn um að sumarið sé að koma... svo jeiiii... og ekki.

miðvikudagur, október 13, 2004

Prufa...

David Brent dansar

þriðjudagur, október 12, 2004

Hahaha...

Dísa.. það er gott að vita að Eva sé að reyna að fylgjast með... finnst stundum eins og hún sé bauna-mamman mín... og já líka Dísa... til þess að leiðrétta allan misskilning þá er ég ekki svo heppin að vera búin að eignast vini. Týpískt að þessir tveir skemmtilegu stráklingar sem ég hitti á tónleikunum búa í Brisbane. Eru bara eitthvað að tónlistast hérna hinumegin í viku.... snökkt. Nokkra aðra mögulega verðandi vini stakk ég af. Svo þú mátt alveg vorkenna mér ennþá yfir því að ég eigi enga vini. Mí lónlí Kriss...
Agglaveganna... djöfuls vesen með bloggerinn... kreisí kathrine færslan tapaðist... en það er nú samt ljótt að segja frá svona hlutum... en þar sem mig langar nú að muna síðar meir þessa kreisí-kathrine-takta, þá eru stikkorðin fyrir dagbókin mína eftirfarandi: setur niður tré þar sem hún má ekki, tekur það upp, plantar því aftur, brennir það, fórn=pylsa, brenna pylsu, æla á gang, gera merki úr ælu, stela sígarettum og bjór af fólki... fyrir framan það, fólk þorir ekki að segja neitt við því af því að það trúir því að hún muni stinga það... hótar fólki lífláti... fer á geðdeild...
Ótrúlegt en satt... mér hefði örugglega fundist hún mjög skondin og fín þegar ég loksins talaði við hana ef allt þetta fólk hefði ekki verið búið að vara mig við henni og segja mér frá öllu þessu rugli... Já, þannig var nú það. Nú ætla ég að horfa á The Office búta á netinu... snilldarþættir... Ég er svo einföld... ætlaði að setja link á eitt atriði sem mér finnst alltaf jafn fyndið.. en ég er svo mikill luri að mér bara tekst ekki að setja linka inn... Eibba eða Hrabba... ef þið lesið þetta einhverntímann... þið eruð svo miklar blogger-tölvukonur... hvað gerir maður??? Þegar ég nota "Link"-takkann... þá hverfur linkurinn og allt sem er á eftir honum...


Erfitt unglingalíf...

Tóma færslan... þessi blogger er eitthvað undarlegur... eða ég kann ekkert á þetta kvikindi... það bara hvarf allt saman sem átti að vera hérna...

sunnudagur, október 10, 2004

Langa færslan

Hellú... Helgin heppnaðist bara alveg ágætlega hjá mér í þetta skiptið. Það var mjög tómlegt á Trinity á föstudagskvöldið útaf the great ball. Fyrir utan mig þá var einhver smá hrúga af Asíugenginu og pot-grúppan á svæðinu. Ég húkkaði mig up með hluta af pot-grúppunni sem er held ég of kúl til að fara á ball. Ég er doldið kúl líka eins og sjá má. Þetta kvöld var nokkuð athyglisvert og komst ég m.a. að því að í pot-grúppunni er kúl að eiga illa lyktandi herbergi og sporðdreka sem gæludýr. Mér finnst þeir ekki mjög gæludýralegir og er ég eiginlega skíthrædd við svona kvikindi.
Á laugardaginn fór ég í risa outlet-hús og fann ekkert fínt til að kaupa... svo ég keypti mér þá bara tvo geisladiska í staðinn fyrir föt. Í einni af dýru búðunum sá ég reyndar mjög svo yndisfagra skó... mmm..... ras-skór. Kannski það séu til svona skór í kron núna... usss þeir voru svo fallegir en kostuðu bara svona 1500 danskar - alltof dýrt fyrir mig... snökkt... Þegar ég fór svo í plötubúðina að fá peninginn aftur útaf Stereolab tónleikunum þá sagði mannsi að maður gæti örugglega keypt miða við innganginn á Damien. Svo ég gerði það og skemmti mér bara mjög vel. Strax á strætóstoppistöð niðrí bæ hitti ég tvo stráklinga sem voru mjög svo indælir og á leið á þessa tónleika. Annar var Dani sem hefur búið í Ástralíu allt sitt líf og hann talaði mjög skondna dönsku... held meira að segja að ég hafi talað með minni hreim en hann og þá er nú mikið sagt. Þeir reyndust vinir stráksa sem var support hjá Damien og var alveg ókídókí. Þeir voru svo ljúfir að ég er á leiðinni að hlusta á þá og vininn spila saman hérna rétt hjá um næstu helgi. Damien var mjög fínn. Tónleikarnir voru allt öðruvísi en tónleikarnir á Loppen í fyrra af því að hann var aleinn núna - ekkert band og engin Lísa... eða hvað sem hún heitir. Svo eftir tónleikana þá var ég eitthvað að ibba gogg af því að ég var að keppa við einhverja stráka í leigubílaveiðum og þeir spurðu hvaðan ég væri og þá vildi svo skemmtilega til að einn af strákunum var Íslendingur. Ég endaði semsagt með honum og einhverjum vinum hans frá Skotlandi og Spáni á bar fram á nótt. Mjög fínt. Annaðhvort veður Skotinn í peningum eða á góða vini á barnum því hann keypti drykki fyrir okkur allan tímann.... svo ég og g&t vorum í góðum fíling saman. Skemmtanalífinu fylgir hinsvegar samviska dauðans :-( Ég er búin að sofa í allan dag og er ekki byrjuð á skóladóteríinu sem ég ætlaði að klára um helgina. Fuss.... til hægri.... Knúsiddíknús, KYJ

föstudagur, október 08, 2004

Óheppna konan

Í dag ákvað ég að fara á Damien Rice... en þá var bara orðið uppselt... snökkt... Og ekki nóg með það að það sé uppselt á þessa tónleika, heldur er búið að cancela Stereolab!!!! Ég er svooooo sorgmædd yfir því. Elska alveg Stereolab og hef aldrei farið á tónleika með þeim. Socaildagskráin mín er semsagt eiginlega bara að deyja. PJ á vonandi ekki eftir að cancela en það er bara svo langt í hana. Já, svona er maður nú óheppin.
Annars er gríðarleg stemmning á Trinity í dag - Galaballið sem allir eru búnir að bíða eftir er í kvöld. Ég er búin að skemmta mér konunglega að fylgjast með öllu spennta og glaða fólkinu og spjalla við það. Mér finnst þetta meira að segja bara orðið jafn spennandi og þeim. En ætli approximationirnar á empty space föllunum fyrir locally scaled prósessana verði ekki jafn skemmtilegt og ballið.
Luv&Knús....

fimmtudagur, október 07, 2004

Mjúka konan að lifna við

Ég er svo peðetik. Sit alein í herberginu mínu, búin að vinna fullt og er núna komin í Carpentersstuð. Er ægilega væmin og syng með fallegasta laginu – Superstar – búin að syngja doldið mikið þetta lag í kvöld..... baby, baby, baby, baby, ohhhh baby i looove you...... i really dooooo.... Held að þetta sé með sætari lögum í bransanum. Nágrönnunum finnst örugglega unaðslegt að hlusta á mig. Maður kynnist sjálfum sér svolítið öðruvísi þegar maður er svona mikið einn. Allt í einu er ég eitthvað svo mjúk og væmin finnst mér... Allskyns furðutilfinningar sem sem streyma í gegnum mig. Svona er að vera alein . Það er örugglega hollt að fara aðeins í burtu frá verndaða umhverfinu og góðu vinunum sem skilja mann alltaf og maður má alltaf vera eins og maður vill. Næstum því alltaf. Ætla að fara að líta á allt með bjartsýnisaugum núna. Þau eru bleik og glitra í myrkri.
Annars er ég að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að fara á tónleika með Damien Rice um helgina. Ég var voða skotin í O-plötunni hans til að byrja með og fór einmitt á tónleika með honum á Loppen í fyrra. Svo fékk ég skyndilega algert ógeð af þessari plötu og hef ekki enn komið henni í gagnið aftur. Finnst hún doldið pen.... og ofmetin. En það er nú örugglega skemmtilegra á þessum tónleikum en uppí herbergi með Carpenters....

miðvikudagur, október 06, 2004

Meðal við hnút í maga

Ég er búin að vera með risastóran hnút í maganum síðustu tvo daga af því ég skil ekki neitt. MSN-samtal leysti smávegis af honum rétt í þessu. Það gladdi mitt litla hjarta að Dísa nennti að hlusta á mig væla og útskýra erfiðleika mína í stæ-inu... Ég tjáði mig m.a. um

* eða á forminu 1/c(\eta)^k , c jákvætt
* eða J h^{-1}(\eta) .... þar sem h er einhvert 1-1 transformation fall
* og J er jacobian....
* ef maður er með stationary punktprósess... þá getur maður skilgreint hazard fall eins og í survival analysis.....
* ok..... og svo ímyndar maður sér að maður sé með einhvern stationary template prósess og transformeri honum með 1-1 vörpun.... eða local-skali prósessinn.....

Þetta eru random setningar úr samtalinu. Þetta staðfestir að århus-uni er vernadaður vinnustaður... Þar er t.d. Dísa góða... alltaf til staðar til að hjálpa grey Krissu lopaheila. Það er ekki eðlilegt að samtal sem byggist á setningum sem þessum gleðji mína litlu sál... Fusss...... Ég á ekkert líf.
Já, já... ég fer alveg hamförum í skemmtilegum færslum.... uss... ætti kannski bara að hafa spari-dagbók... dagbók sem má bara skrifa eitthvað gott og fallegt í. Ja, nemlig ja... þetta er hundleiðinlegt.

Bobby

Hafa ber eftirfarandi í huga:

- Ég er með þroskaheftan eða götóttan heila
- Århus-uni er verndaður vinnustaður
- Ég gæti alveg eins verið á Svalbarða
- Ég kem til Dene eins og jönk-fúd auglýsing
- Ég er í stanslausri lífshættu (afleiðing þroskahefta/götótta heilans)
- Ég er nöldrari
- Ég sakna Dene

sunnudagur, október 03, 2004

Sex, Drugs and Rock 'n' Roll...

nei, varla... en ef maður bíttar á á Rock 'n' Roll og RnB, þá er maður kannski kominn langleiðina til Trinity college....
Helgin búin að vera ókídókí. Fékk minn fyrsta bjór in Australia... hann var ekki mjög góður. Djöfuls piss... Fór sem sagt með einum litlum Malasíubúa að drekka smá bjór á föstudaginn. Það var alveg ágæt. Hann er ágætur greyið. Byrjaði að tala við hann af því að hann vissi að ég var frá Íslandi og var svakalega spenntur að tala um Sigur Rós og íslenska tónlist. Svo núna er ég búin að láta hann hafa Múm og sitthvað fleira líka. Litla greyið voða ánægður. Annars finnst mér alltaf meira og meira eins og ég lifi í einhverri amerískri táningamynd. Mér finnst doldið amerísk stemmning hérna. Allaveganna meira amerísk en evrópsk... kannski það sé bara áströlsk stemmning. Flestir hér á Trinity college eru milli 17-21 og virðist líf þeirra að miklu leyti snúast um stráka/stelpur, deit, áfengi, partí og fara á klúbba í tja-tja-tja kjólum. Var úti eitthvað að láta mér leiðast eitt kvöldið og talaði við tvær stelpur sem höfðu engin plön fyrir það kvöldið en iðuðu allar af því að þeim langaði svo út að vera svaka fullar svo þær gætu höslað einhverja stráka. Ræddu líka um eitthvað galaball sem er hérna í næstu viku.... dressin maður... shit. Þetta eru svona dress eins og gellurnar í danskeppnunum eru í... glitter allover... Get eiginlega ekki lýst þessu en þetta var alveg hálftíma brandari... Allt snýst um Sex, Alchohol og RnB...
Í gær eyddi ég svo tveimur tímum í umræðum um trúarbrögð við einn af þeim eldri hérna – 23 ára. Lærði heilmikið um hindúatrú, en gaurinn er einmitt fæddur í Indlandi. Lærði margt skemmtilegt um Brahma, Shiva og Vishna. Lífsspeki, gyðjur í hindúatrúnni og allskyns skemmtilegt... Spjölluðum reyndar um margt annað líka... eins og allar þessar svaka skvísur hérna sem ganga um á magabolum í mínípilsum. Honum finnst það ekki smekklegt. Greyinu finnst eins og þær séu að æpa á hann að hann eigi að horfa stanslaust á þær... Það var mjög fyndið.
Jamm... annars fékk ég miða á Stereolab og PJ Harvey... Í plötubúðinni, sem var mjög skemmtileg, átti ég samtal við afgreiðslumanninn sem var áhugaverðara en næstum öll þau samtöl sem ég hef átt við Trinity-táningana. Keypti Deerhoof, Polyphonic Spree og Joanna Newsom (sem er alveg æði-pæði). Held að hann hafi verið dálítið abbó að ég hafi verið á Deerhoof tónleikum um daginn. Svo nú hef ég eitthvað að gera hér upp á herberginu mínu... annað en að leika við internetið.
Luv,
Krissa