mánudagur, febrúar 28, 2005

Hmussa

Krissa massi enn einu sinni í flutningum... Fékk bestu pizzuna í Árósum og bjór í staðinn. Góð skipti. Já... vikan fer hægt og hljótt af stað. Ástæða : Prófessorinn minn er í burtu og þá er maður doldið í afslappelsinu. Auminginn ég.
La la la bamba á laugardag. Fámennt en góðmennt hjá Trine Louise 26 ára. Frekar í rólegri kantinum svona miðað við parí hjá skvísunni. Engu stóru hent út um glugga.... en ég fór samt hamförum í g&t. Trine var djöfulli snjöll þetta kveldið. Hún er svo klár vídjó-stelpa að gaurarnir í Figurines báðu hana að gera vídjó við eitt af lögunum þeirra. Þegar við vorum öll orðin frekar í drukknari kantinum þá lét hún okkur koma eitt og eitt inní svefnherbergi til hennar að dansa fyrir hana... hún ætlar nefnilega að hafa e-ð svoleiðis með í myndbandinu auk e-a animationa. Sneðugt fannst mér þetta þá... en ekki þegar ég vaknaði daginn eftir :-( Langar sko ekkert að vera blindfull á einhverju vídjói að dansa fjerser-dansinn minn. Muuu.... vuuuu... fuu... Svo svaraði hún bara ekkert símanum í gær þegar ég og Dorte vorum gráti næst að biðja hana um að henda þessu. Fokk it.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Ofvirk með svefnveiki

Já, já... ég er ofvirk í þessari tölvu. Ég er með svefnveiki. Vaknaði aldrei fyrir tíu í síðustu viku og held ég hafi sofið 13 klst í nótt. Langar mest að fara að sofa núna. Ætlaði að kíkja á Hrafnhildi keppa á móti Slagelse í dag en sem betur fer missti ég af strætó. Sjaldan verið jafn glöð að sá guli hafi ekki beðið eftir mér. Uppgötvaði nefnilega stuttu seinna að leikurinn var í beinni í sjónvarpinu og allt annarsstaðar í bænum en ég hélt. Í staðinn eyddi ég deginum í símanum. Held ég hafi talað í símann stanslaust í þrjá klukkutíma... við fjórar manneskjur.... eina búsetta í Dene. Århus tapaði í samt einum af betri leikjum sem ég hef séð þær spila.
Nú sit ég bara með verðlaun á kantinum og er að búa mig undir afmælispartí hjá Trine... talandi um Trine... Álfabikarinn. Finnst svooo fyndið hvað strákum finnst þetta ógeðslegt fyrirbæri. Ég elska álfabikarinn. Trine varð svo skotin í mínum að hún splæsti á sig einum... var að prófa hann í fyrsta skipti í afmæliskaffinu hennar á miðvikudaginn. Þar voru saman komin ég, Trine og sex drengir... og auðvitað þurftum við að ræða allskyns álftabikardóterí þar sem hún er nýgræðingur. En juu.... þeim leið svooo illa að sitja undir þessum umræðum. Held þeim þótti verst þegar við vorum að tala um tæknina við að taka hann út... hahahah... doldið skondið... og kannski líka doldið ojbarasta.
Luvvvv....

föstudagur, febrúar 25, 2005

Til lukku Sirrí mín...

Hafiði heyrt söguna af konunni sem vaknaði einn vondan veðurdag á 29. aldursári og uppgötvaði að hún væri á rangri hillu í lífinu? Sagan endurtekur sig.

Jamm og já. Keypti óvart þennan Emilíönu Torrini disk um daginn. Verð nú að segja það að hann er alveg hreint ágætur. Ekkert gífurlega spennandi kannski, en fullt af fínu dóti. Heyrist mér. Er enn og aftur heima hjá mér á föstudagskveldi. Þetta fer að verða komið gott - þessir heilbrigðisföstudagar. Rólegaheitafruss. Fuss. Er samt alltaf voða spennt þegar helgin er í nánd. Spennt fyrir öllum rólegheitunum og dugnaðinum sem ætlar að hellast yfir mig. Og þagga niður í öllum röddum sem vilja einhverja sopa. En... når det så kommer til stykket... þá drulluleiðist mér þetta. En þetta ku vera hollt fyrir týnda stúlku á þrítugsaldri. Djöfull er leiðinlegt að vera gamall og settlegur. Ég vill almennilega drykkju.

Að öðru... Ég get ómögulega ákveðið mig hvað skal gera um páskana. What to do? What to do? Ísalandið eða Árhúsin? Hef aldei prófað að vera í fríi í Smilets by (sem stendur ekki undir nafni þessa dagana... ef hann hefur e-ntímann gert það). Þetta er spurning um óreglu og hamingju annarsvegar og almenn leiðindi og vinnu hinsvegar. Mér finnst ég allaveganna vera að þroskast bara vegna þess að ég er að hugsa um að beila á Ísalandinu. Get ekki... Kann ekki... Get ekki... ákveðið mig.

Til sidst... Ef þú ert þarna einhversstaðar.... Til lukku með að vera orðin fullorðnari í dag frú Sigríður Elín. Vona að þú hafir haft það sem allra best í dag.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Hneggjum saman í stormi nr. tvö árið 2005

Ef ég hefði hjólað með sundgleraugun mín í stórhríðinni í gær, þá hefði ég örugglega hitta minn eina herra. Ég er viss um það. En nú vandast málið... Á leið minni út í veðgeðrið í gær, þá slitnaði teygjan á fínu bláu sundgleraugunum. Þar missti ég af góðum feng. Hinsvegar má færa rök fyrir því að ef sundloníetturnar væru heilar í dag, þá myndi ég liggja á dánarbeðinu as~ví~spík. Þau eru blá sjáiði til. Í gærkveldi var dimmt.

Mér leiðist all svakalega hérna. Helvítis líffræðingarnir eru að kreista úr mér lífstóruna. Þeir eru agalega vondir tölfræðingar. Þreyta, já... þau þreyta mig. Þau nauðga mér. Eitthvað annað en litlu stærðfræðingarnir mínir. Þeir nudda mig.

Upp á fákinn. Kaupum augnskugga í ammælisgjöf. Fáum okkur lagköku og endum daginn á vískýsopa og royal-búðing.

Bless.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ojjjj....

Ojbaraullabjakk-veður. Viðbjóðs danska vetrarveður. Mér hefur sjaldan langað jafn mikið að vera á bíl hér í danska landinu. Er yfirleitt mjög sátt við ömmuhjólið mitt, en nú ofbýður mér. Hér er frussupussurok og snjókoma og að hjóla niður stóru brekkuna er eins og að skíða í Bláfjöllunum góðu í blindbil. Þarf skíðagleraugu í þessa vitleysu. Svo frjósa hjólin líka. Get ekki skipt um gíra útaf frostinu. Maður er líka í lífshættu. Þegar strætóarnir keyra framhjá manni þá eru þeir aldeilis að mínimera fjarlægðina að gangstétt, sem gerir það að verkum að maður er alveg klemmdur milli strætó og gangstéttar. Nú eru ennþá doldlir snjóskaflar við gangstéttirnar og áðan þá slædaði ég alveg geðveikt og var næstum því lent undir strætó - fótbrotinn og höfuðkúpubrotinn... ef ekki e-ð verra. Held ég skipti kannski bara yfir á þessa tvo jafnfljótu þangað til vetrarófögnuðurinn verður drepinn. Nenni samt bara ekki að labba á milli staða. Er svo óþolinmóð.
Já, já... Annars er ég komin með rækt í hárið. Beilaði á tískuklippingunni. Verð bara að bíða þar til Svanfríður gefur mér eina slíka.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Mánudagshressleiki

Þessi helgi var hor, hóstaköst og höfuðverkur blandað saman við rólegt og notalegt afmælisboð hjá Monicu. Var í rauninni svo rólegt að ég þurfti nauðsynlega smá hressleika og fór þess vegna að hitta Kasper og strákana hans niðrí bæ eftir afmælisboðið. Náði restinni af einhverri elektróniku í boði ljud. Ég held að höfuðverkur gærdagsins sé afleiðing af viðbjóðis blikkljósum þar á bæ, ekki áfengum vökva.
Annars kvíði ég vikunni örlítið. Mikið að gera og ég alls ekki svo frísk. Ekki á ég eftir að lagast við rauðvíns- og bjórdrykkju. Þannig er einmitt seinnipartur dagsins í dag skipulagður. Fussogsvei...
Eivor... Hvernig er annars staðan hjá minni????? Koddu kelling.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Kona með hor í nebbanum sínum talar...

Eitthvað að gerast? Neeejjj... Eina sem ég er búin að gera er að finna nýjan lúða inní mér. Skringslið var í heimsókn um daginn að stela geislabaugadiskunum mínum. Það endaði í svaðalegu lúðasessjóni. Sátum samhliða með tölvurnar okkar á ólöglegum þráðlausum netum og hún kynnti mig fyrir veröld html-kóða og teljara. Stemmningin var svona eins og á netkaffihúsum þar sem litlir, sveittir og graðir drengir spila tölvuleiki 24-7. Uss... Hún er ekkert smá fær í þessum bransa. Fannst hún tala tungum á tímabili. Spennandi virtist þessi veröld vera, en ég held ég hætti mér ekki útí þennan heim. Prísa mig sæla að geta loggað mig inn og útaf blogger án vandræða.
Annars byrjar gleðihelgin mín í dag. Í gær var ég nefnilega bara heima slefandi með hor. Þurfti að spara mig fyrir daginn í dag af því að ég er örlítill laslingur. Reyndi að vera dugleg að halda áfram að reyna að klára New York Triologíuna hans Paul Auster. Er bara svo vitlaus að ég er að lesa hana á dönsku (veit ekki ennþá af hverju) og þá tekur þetta doldið lengri tíma en ella. Já, já... Stórafmæli í kvöld. Stelpupartí og kokteilar. Klikkar ekki. Ætlaði að kaupa geisladisk í gjöf. Ég er alltaf svo frumleg. Hann var uppseldur. Fann þá annan sniðugan. Uppseldur. Finna. Uppseldur. En Bjørn i Badstue Rock var svo góður að finna allskyns áhugaverða diska fyrir mig... Endaði á að kaupa Antony and the Johnsons - Like a bird Now. Ég varð alveg heilluð og keypti svo líka einn handa mér :-) Er klikkuð. Sá sem syngur er hermaphrodite!!! Agalega einkennilegt. Ætli hann fari ekki í harða samkeppni við Khonnor og Matt Sweeney & Bonnie "Prince" Billy... sem ég hlusta bara á þessa dagana. Fyrir utan það elski Bonnie, hann er svo mmmm... þá er þessi Khonnor-diskur algjör snilld. Ótrúlegt að 18 ára gaur hafi gert þessa plötu. Ekkert smá indæl. Veit ekki hvernig maður á að skilgreina þessa tónlist. Þoli eiginlega ekki skilgreiningar. En þetta er það sem sérfræðingarnir vilja kannski kalla folktronic (nýtt orð sem ég var að læra) með allskyns flottu gítarsuði og lúppum. Tíhíhí... Djöfull er maður smart í bransanum. Ég er algjör wannabe.
Ég er komin út á hálan ís... blaðrandi um eitthvað sem næstum öllum þeim fáu sem lesa þessa síðu er skítsama um. Ég ætla að reyna að sleppa því framvegis... Ég hef bara svo lítið að segja. Lífið er sykurlaust.
Með von um að þjálfinn hennar Eibbu sleppi henni til Dene,
Kristjana

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Vanilla Ice vs. Milli Vanilli

Já góða kvöldið… Nú er hreingjörningakveld. Það drífur nú ekki mikið á daga mína hér í vetrarríki Margrétar. Já, já... Það eru ennþá hvít áklæði á bænum mínum. Notalegt og þó... maður getur nú ekki gert mikið við þennan snjó í þessu flatlandi. Ég er búin að vera föst í vannillustígvélum undanfarna daga því hér er ófærð á danskan máta. Er því afar fótsveitt þessa dagana. Danirnir væla dáldið mikið yfir þessu. T.d. ýmis söfn og stofnanir sem eru vön því að fá helling af fjölskyldum í heimsókn í vetrarfríinu. En blessuð börnin vilja nú frekar leika sér í snjónum. Djöfuls vælukjóar, væla yfir að þeir tapi péningum á snjónum. Já, já... afar áhugavert. Einmitt. Svo ég sé kannski frekar löng í spunanum þó stutt eigi að vera þá kem ég aftur að vanillunni. Ég borða vanillujógúrt eins og óð sé. Jógúrt kemur frá Tyrklandi. Jógúrt er góð, en ekki Tyrkland. Hér ilmar líka allt af vanillu. Það gerir það að verkum að ég verð líka sveitt í nefninu vegna þess að ég fæ ógeð af svona lykt ef hún er of lengi í loftinu.
Jööösús... nú hætti ég. Er alveg orðlaus yfir þessari gúrkutíð í blögginu.
Frú vanilla sendir ykkur kveðju.


þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Aldursútreikningar...

Fyrir einhverjum árunum þegar stærðfræðinemar fóru í útskriftarferð til Korfú þá var það víst svoleiðis að ég var með þroska á við 14 ára krakka... eða var það kannski 16 ára... hmmm... man ekki alveg. Núna er ég hinsvegar öll að eldast og er "nánast" komin upp í minn raunverulega aldur... Finnst mér þetta afar ánægjulegt enda er ég búin að keppast við að þroskast alla tíð síðan þetta uppgötvaðist.





You Are 24 Years Old



24





Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.


mánudagur, febrúar 14, 2005

Eibba & Lúkas kannski bara að koma???

Ég var orðin eilítið súr út í samgöngumál hér á meginlandi Evrópu rétt fyrir helgi. Aðallega vegna þess að mér fannst nú ekki líta út fyrir að hún Eibba mín myndi fá almennileg fargjöld frá Dussel til Jótlands. En nú ku víst allt vera að gerast. Ekki leiðinlegt. Vona að þetta virki og þau Lúkas komi hress og kát til Århus í lok mánaðarins.
Jamm... var svo svakalega glöð að hún væri að spá í að koma að ég uppgötvaði að það yrði líklega bara best fyrir mig að fara til Íslands yfir páskana. Íslenskt er eitthvað sem ég sakna þessa dagana. Nema hvað... Núna á einni viku eru fargjöldin farin úr 1700 í 2800.. Fokk Flugleiðir. Er svo súr. Finnst alltof dýrt að borga 30 þús kall bara fyrir nokkra daga. Ég fer kannski bara eitthvert annað um páskana. Sverige, Englalands eða eitthvað. Eða verð bara í fríi hér í Århus svona einu sinni.
Já, já... annars var ég þunn næstum alla helgina þó svo að ég hafi bara farið út á föstudaginn. Aldurinn eitthvað farinn að segja til sín. Svo er bara búið að snjóa og snjóa hérna og mér finnst ég varla þekkja bæinn minn í þessum vetrarklæðum. Varð mér svo kalt í gær, með blautar tærnar í strigaskóm útí snjónum, að ég er bara drulluslöpp í dag og ákvað að vera heima fyrir... muuu.. missi af matarboði og alles í kvöld.

laugardagur, febrúar 12, 2005

Úpps....

Vonandi sá enginn að ég skrifaði doldið mjög heimskulegt í gær... Ég er sprogspasse dauðans. Lúðakelling... Annars er aldeilis notalegur þynnkudagur í dag. Fór í gær á Musikcafeen með Kasper og Jacobi... á meðan vinkonur mínar fóru að sjá sænsku popparana. Byrjaði vel, skemmtilegir tónleikar og ég var mjög róleg þangað til að ég hitti fyrrverandi kærastann hennar Trine... Ég og Tore höfum oft haft það skemmtilegt saman í djammsinu í gegnum tíðina. Eftir tónleikana sannfærði hann okkur um að það væri mun hagkvæmara að fara í frændabúllu og kaupa flösku af vodka öll saman en að fara beint á barinn og kaupa fleiri g&t og bjóra. Mjög táningalegt og ég sem er að reyna að verða fullorðin. Uss... Okkur fannst þetta stórsniðugt þá, en þetta endaði náttúrlega með ósköpum. Heimskulegt. Það er eins og að fara út snúist bara um að vera drukkinn, sem er náttúrlega hinn mesti misskilningur. Að fara á barinn snýst um hygge. Það var nú ekki mikil hygge yfir þessu hjá okkur. Urðum agalega vondir skemmtikraftar og grey ástkonan hans Kaspers með þrjú börnin þurfi að horfa upp á okkur svona heimsk. Þess má geta að þetta var í fyrsta skipti sem við hittum hana. Skemmtileg first impression... Sem betur fer fórum við og hittum hitt fólkið okkar á Voxhall og Monica var svo góð og sá hvert stefndi og sannfærði mig um að við skyldum bara fá okkur kebab og fara heim. Ohhh hvað ég var glöð í morgun að ég fór heim. Í morgun var bara legið í leti og við Monica slúðruðum og borðuðum kanelsnigla og bollur frá Emmerys... mmm.... Besta lífræna bakarí í heimi. En nú er hygge-tíminn búinn. Monica á leið á þynnkustefnumót og ég á leið á stefnumót með dæmaskömmtum næstu viku. Júbbí... þessi kennsla er að gera útaf við mig.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Rætur vandamálsins fundnar...

Gleðilegan föstudag. Ég held ég sé búin að uppgötva af hverju ég er svona kaupsjúk þessi misserin. Spreðdrottningin sem ég er, sér að þessir vetrarmánuðir eru bara súrustu súru og manni leiðist smá... alltaf. Kannski ekki alltaf, en næstum alltaf á vikudögunum. Já, hvað gerir maður til að gleðja lítil hjörtu sem fela sig í myrkrinu? Jú, maður kaupir og svo kaupir maður svolítið meira. Og kannski oggu pínku ponsu meira. Þetta er konuvandamá og er nú mjög augljóst, en fattarinn minn er víst ekkert mjög öflugur. Ég er svolítið ljóshærð og slow. Jamm. Sé það allaveganna að þegar ég er bissí krissí í allskyns félagslegum gjörningum, þá þarf ég ekkert á nýjum efnislegum hlutum að halda. Þá er bara luv, pís and happiness.... ohhh… ég hlakka svo til að fá vorið mitt.
Núna ligg ég í holunni minni með dúnsængina hana Dolly, hvíli lúin bein og veikt hjarta meðan ég stelst á þráðlausa net nágrannans. Ljúfir tónar Bonnie “Prince" Billy og Matt Sweeney ylja mér um hjartarætur, en það er aldrei of oft sagt að Will Oldham er snillingur. Hann gæti nú gert það svolítið erfitt fyrir mig að komast í gírinn, en ég á víst að vera mætt í bjórdrykkju akkúrat núna. Það á að hlusta á tónlist í kvöld. Það er nú ekki eins og það sé oft mikið að gerast í Århus C, en í kveld eru margir tónleikar í gangi. Alveg dæmigert... og ég varla í skapi til að skvetta úr klaufunum. Vetrarþunglyndið eitthvað að angra mann. Hin sænsku og geðþekku popparar úr First Floor Power ætla að gleðja fólk á Voxhall. Er búin að sjá þau alltof oft undanfarin ár. Saturday Looks Good to Me frá Amríkunni eru að spila á Musikcafeen og á víst að minna á t.d. Belle & Sebastian og Magnetic Fields. Það finnst mér meira spennandi þó svo ég þekki þennan spilahóp ekkert. En allt mitt fólk ætlar líklega á Voxhall svo ég get ekki valið hvort ég á að sjá... Ohhh...
Góðar stundir...

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Árið...

Af hverju er ekki til námskeið í að kenna manni að spara í FOF? Eða kenna manni að fara hóflega í netkaupum. Það eru sko allskyns einkennileg námskeið þarna eins og t.d. námskeið í stefnumótum á internetinu... Kursus i netdating... hljómar spennandi.... Maður ætti kannski að kíkja á það... hahaha.... Væri nú til í að sjá hvernig fólk fer á námskeið í því – algjör veiðipottur!!! Agglaveganna... Það er ekki liðin meira en vika af þessum mánuði og ég er til að mynda búin að eyða 1100 dkr í geisladiska... og líka upphæðum sem gætu orðið himinháar í eitthvað kast sem ég tók á ebay um daginn. Fussumsvei... Nú skal sparað. Hafragrautur, rúgbrauð og gulrætur í öll mál. Nammi-namm. Það er nú ekki mikil birta yfir þessu... en innst inni hef ég örugglega gaman af þessu... fyrst að ég get ekki komið mér útúr þessum vandræðum.
Annars segi ég bara gleðilegt nýtt ár. Nú er það ár hanans sem ætlar að vera okkur sérdeilis gæfuríkt. Jú... Hann Lúkas sæti er eins árs í dag. Til lukku með drenginn fagra Eibba mín!!! Vildi óska þess að ég gæti komið í afmælishlaðborðið hjá þér...
Og eitt til.... sorgleg útkoman úr kosningunum í Dene í gær. Ekki að þetta hafi komið eitthvað á óvart. En mér finnst aaaagalegt að Dansk Folkeparti sé orðinn svona stór flokkur hérna... Fokk Pia Kjærsgaard.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Fokk the internet

Heeelvítis kona, hve heimsk geturðu verið?
Ég hata internetið. Í alvöru... óþolandi kelprakuntu net. Í makindum mínum var ég að kíkja hvað þeir á cdon.dk ættu og hvað það kostaði... og skyndilega þá var ég bara búin að kaupa fyrir 500 dkr.... SJÆSE! Það er alltof auðvelt að ýta á þessa takka og staðfesta... krossfesta. Ætlaði bara rétt að tékka hvað nokkrir diskar sem mig langar í myndu kosta. Byrjaði í 1300 dkr... eins gott að ég ýtti ekki þá á ljóta enter-takkann. Djöfuls....
Keypti til að mynda nýja diskinn með Low og líka box-settið með B-sides, DVD og allskyns áður óútgefnu efni.... og einn gamlan Nick Cave disk sem ég er búin að týna... verð að eiga hann. Asskotans vesen... hefði alveg getað beðið með þessi kaup fram í næsta mánuð. Er nú búin að bíða eftir að kaupa þetta box í nokkra mánuði. Svo er annað vont við þetta net. Pantaði Animal Collective diskinn nýjasta fyrir löööööngu síðan á cdon en þeir áttu hann ekki og eru alltaf að senda mér meil... hann kemur.... hann kemur... því miður... en hann kemur... Fokk jú cdon. Svo nú þarf ég að bíða og bíða og bíða... af því að maður má ekki taka pöntunina til baka. Ömurlega pirrandi... diskurinn er nefnilega til í litlu plötubúðinni á horninu. Spurning um að kaupa hann bara og gefa hinn bara í einhverja gjöf... Djöfull getur maður verið sjúkur. Reiða, spreðandi Kristjana talar frá höfuðborg Jótlands...

Engin þynnkulykt...

... af minni núna. Jíha!!! Helgin fór vel, þú. En þín, ykkar... fjórða góða helgin í röð hjá Jóhenni? Mér fannst mjög ljúft að vakna á mánudagsmorgni endurnærð eftir þessa góðu og djammlausu helgi. Langt síðan ég hef haft það svona gott á mánudegi. Juuu... er svo ánægð með mig að það er bara sjúkt. Helgin er sem sagt á enda og má segja að hún hafi endað einstaklega notalega. Hann Kasper minn kom í mat þar sem á boðstólnum voru fylltar kjúklingabringur með mozzarella og basilikum, pasta, pestó, salat og steiktir tómatar. Svo var ungfrúin með glimrandi góðan eftirrétt... ávaxtatertu með makkarónum, súkkulaði og hnetum. Mmm... kláruðum heilt fat af gúmmulaðinu með sýrðum rjóma og kaffi. Svo töluðum við á 1000 km hraða þar sem við höfum ekki náð að hittast almennilega alein síðan ég kom frá Kengúrulandinu. Höfum verið frekar bissí... hann samt mun meira enda kominn með 32 ára ástkonu með þrjú börn og svo er platan sem hann, Jacob og Trine eru að fara að gefa út aaaalveg að koma... mikið tilhlökkunarefni... Þau voru einmitt að spila á Loppen á laugardaginn. Frumraunin í höfuðborginni gekk víst bara glimrandi vel. Hann Kasper kemur alltaf með geisladiska í heimsókn. Leyfði mér að heyra mjög skemmtilegan disk. Khonnor – Handwriting. E-rskonar tilraunakennd elektrónika með tilheyrandi suði... eða eitthvað. Er ekki alveg með á hreinu allar þessar skilgreiningar. Já, já... Hef ekkert meira að segja enda hafa síðustu dagar ekki verið mjög litríkir. Meira svona ljósir pastellitaðir dagar í drögtum, sem er reyndar allt annað en slæmt.

laugardagur, febrúar 05, 2005

Krúnk, krúnk í mínum eyrum...

Helgin komin af stað og ég er hlandviss um að það séu ljúffengir dagar framundan. Ætla virkilega að taka á því og njóta tilverunnar án áfengis og þynnklyndis. Fannst sko ekkert erfitt að vera heima hjá mér í gærkveldi og gera ekki neitt. Finnst það yfirleitt frekar agalegt. Er alltaf svo sjúk að fara út, fá mér drykk og leika mér. Kristjana þreif bara holuna sína, bakaði brauð, hlustaði á tónlist, horfði á sjónvarpið. Ég á reyndar ekki að baka brauð né kökur... helst bara ekkert vera að elda. Á nefnilega við það vandamál að stríða að ég borða alltaf allt gúmmulaðið med det samme og þá ég fæ magapínu og á ekkert eftir af matnum eða góðgætinu sem átti að duga mér í einhverja daga. Fitubollusyndromið sjáiði til.... Svaf svo bara út, fór í ræktina og datt svo óvart inní plötubúðina mína á horninu af því að skyndilega mundi ég eftir nýju Bright Eyes diskunum... og áður en ég vissi af var ég komin með tvo geisladiska í poka. Reyndar bara annan af Bright Eyes. Keypti svo líka hinn yndislega Elliot Smith heitinn. Skamm, skamm. Á sko nefnilega mínus peninga núna og það er bara sjötti dagur mánaðarins... ég sem var búin að lofa bankanum mínum að borga hluta af yfirdrættinum fallega. Svo var nú meiningin að framkvæma smá stærðfræði en mig langar frekar af slappa af og hlusta á nýju diskana mína. Kveldinu ætla ég ekki heldur að eyða í stæmorkn, þó svo að ég hafi tekið 10 kg af stærðfræði með mér heim úr skólanum á föstudaginn. Ætla frekar að fara í hygge með Dorte og Monicu. Matur, dvd og stelpuspjall án gleðivatns. Hlakka svo til að vakna sunnudagsmorgun sem hressasta Kristjana áður en geðsjúki maðurinn, sem hringir kirkjubjöllunum hérna við hliðiná, fer hamförum í bjöllugjörningnum sínum.
Já. Annars vona ég að þessi krunk sem eru búin að vera í eyrunum mínum undanfarna viku séu ekki fylgifiskar nýja lífernisins. Það eru örugglega litlir, grænir krummar sem sitja á hljóðhimnunni minni. Þeir eru sko ekki búnir að vera uppáhalds hjá mér síðustu daga. Verð þess vegna að hafa eitthvað stanslaust í eyrunum - e-ð til að yfirgnæfa krúnkin.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Ljúfa líf, ljúfa líf

Ohhh... vildi óska þess að það væri föstudagurinn góði sem nú væri að enda í stað bölvaðs miðtussudags. Er svo agalega þreytt og þarf á áfengislausri og tíðindalausri helgi að halda. Hef nefnilega verið frekar mikil dugnaðarkella í þessari viku. Vinna mikið, undirbúa kennslu, kenna og funda með leiðbeinandanum mínum. Á þeim fundum verð ég yfirleitt reið og fer stundum næstum því að gráta af því að við föttum alltaf e-ð nýtt ljótt og ómögulegt í verkefninu mínu. Snökkt... svo er ég líklega að fara að byrja á einhverju nýju verkefni með fyrrverandi doktorsnemanum hennar Evu sem á að klárast einn, tveir og núna. Grein á að vera tilbúin helst fyrir 1. mars... einmitt. Alltaf svo mikill æsingur í akademíunni. Ég á því ekkert líf þessa dagana. Komst ekki einu sinni að sjá Hröbbu keppa á móti hetjunum í Viborg í kveld. Muuu...
Er sem sagt ekki búin að gera neitt annað en að vinna í vikunni fyrir utan það að hjálpa Gerðu að flytja af 4. hæð sem er nú eiginlega íslensk 5. hæð!!! Uss... Ég og Dísa vorum bestar... vorum lengst að og fluttum mikið al-aleinar enda ég "helmössuð" og Dísa nautsterk eins og góðri sveitastúlku sæmir. Fimm klukkutímar upp og niður stiga. Er ennþá með sjúklegar harðsperrur og kúlu á hausnum eftir að ljósakróna datt ofan á hausinn á mér. Svo núna labba ég um eins og ég sé með kúkinn ullandi í rassinum á mér... svo illt er mér í líkamanum. Djöfull verður maður út úr kú þegar maður gerir ekkert uppbyggilegt... er alveg útúr kosningarbaráttunni enda hef ég ekki séð, heyrt eða lesið almennilega fréttir í marga daga. Sem sagt... þessi færsla er óþörf – ekkert gerist í mínu leiðindarskólalífi. Ætli ég muni ekki muna sunnudaginn 30. janúar sem fyrsta daginn í leiðindalífinu 2005. Með von um að ég fái snilldar stærðfræðihugmyndir og betri daga... Luvs&Knúses...