mánudagur, nóvember 28, 2005

happy monday

búin að vera helvíti óvirk um helgina. átti að vera rólegheitahelgi en það hefur verið margt um skruðninga og óþægindi svo ég hef ekkert verið voða dugleg að rækta það sem rækta skal. fór ma á mugison tónleika og þar voru samankomnar margar tegundir af íslendingum sem voru örugglega 90% af tónleikagestum. leið frekar illa í kringum alla þessar mafíur sem til eru hér í bæ... á enga slíka. annars fannst mér mugison frekar boring. held að hann hafi oft verið í meira stuði... það var allaveganna eitthvað sem var ekki að virka hjá honum.
nú er ég hinsvegar alveg að komast í gírinn. mikil orka í deginum í dag. byrjuð að vinna með tónlist í eyrunum. bjargar öllu. þó svo að það geti verið truflandi þegar maður þarf að hugsa á trilljón og reykur kemur út úr eyrunum mínum, þá getur þetta algerlega vegið upp þá þjáningu og áhyggjur sem mér finnst þessi greinaskrif vera akkúrat núna. vashti bunyan er snillingur í að róa mig niður þegar ég er að því komin að spítast á billjón upp í loft af stærðfræðiáhyggjum... hún vashti er greinilega á mála hjá århus uni við að verja loft og veggi gegn blóðklessum og heilasafa. þetta er allt að koma... ætla að gera þennan dag að hamingjusamlegum mánudegi. ekki oft sem það gerist.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

og meira röfl...

var í makindum mínum í pásu frá greinaskrifum hérna í eftirmiðdaginn og fór að kíkja á kastljós frá því í gær. það mætti halda að þessi læknir sem var í heimsókn hjá þeim hafi verið að gefa út handbók um hvernig hentugast sé að nauðga með því að gefa svefnlyf og þá hvaða svefnlyf væru vænlegust. jesús minn hvað mér fannst þetta ógurlega ósmekklegt viðtal. öllu mannlegri var lögfræðingurinn sem kom á eftir honum. hef nú sagt þetta oft áður... sumir læknar eru doldið spes týpur... eitthvað svo overline. samt alls ekki allir – ekki misskilja.
að öðru röfli... best að eyða aðeins meira af vinnutímanum mínum. það er sérdeilis einkennilegt fólk í þessum háskólabransa. verðandi doktorsneminn hennar evu er búinn að hringja þrisvar í mig í dag. eva er ekki í skólanum þessa dagana og þá hringir hann í mig og fer með stærðfræðileg ljóð fyrir mig í stað evu. ég er ekki að grínast, en hann ætlist til að ég sé alveg með á nótunum þegar hann les heilu blaðsíðurnar af ritgerðinni hans fyrir mig. svo á ég að geta sagt honum hvað sé að hjá honum og hvernig hann eigi að sanna ýmiskonar skrímsli. hann er ekki alveg í lagi. við erum að tala um að hann fer með jöfnur upp á tugi lína. hann er eitthvað veruleikafirrtur ef hann heldur að maður geti munað tíu forsendur sem hann fer með á fimm mínútum símleiðis sem og nokkrar hjálparsetningar sem hann vill nota og geti sagt eitthvað gáfulegt. kemur svo með heimildir úr greinum með blaðsíðu- og línunúmeri úr e-i grein sem ég las fyrir ári síðan... og hann veit það. ekki eins og ég hafi einhvern tíma til þess að hjálpa honum... en honum finnst ekkert eðlilegra. stærðfræðingar. þetta eru alveg fáránlega einkennileg fyrirbæri. furðuverur. samt ekki allir – ekki misskilja. held ég svari ekki símanum á skrifstofunni minni næst þegar hann hringir. grey eva að fá hann sem doktorsnema. ætla að segja henni að það væri ráðlegt að neita að gefa drengnum gemsanúmerið hennar. hann myndi misnota það og hringja í hana á nóttunni ef hann væri í bobba.
nú er ég búin að dæla nógu miklu röfli í þessa síðu. hún hlýtur að fara að æla.
er á leiðinni á tónleika í lyd og litteratur. hlakka voðalega til. matt elliott er að spila og það verður væntanlega alls ekki slæmt. fegurðin mun svífa yfir mannfólkinu. hér má heyra smá brot af fegurðinni sem mun vonandi hrynja yfir mig.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

langar að hitta billy

hmnjasí hmnum njams... þetta er varasettið af kristjönu sem stjórnar öllu núna. henni gengur ekki vel að taka sig saman og gera eitthvað af viti. í morgun gleymdi hún fyrirlestri í skólnaum sem var mjög mikilvægur fyrir hana og hennar rannsóknir. hún eyddi morgninum frekar í að snúza frá hálfátta til hálftíu. geri aðrir betur. varasettið er örugglega íslandsmeistari í snúzi. hefur fengið þessa einstöku færni í snúzi m.a. vegna mikils kulda í íbúðinni minni og vegna sjónvarpssýki sem hellist yfirleitt yfir vara-kristjönu síðla kvölds. ég er ekki enn búin að finna þessa kristjönu sem ætlar að vinna 12 tíma á dag, það er allaveganna ekki varamaðurinn. hún er í byrjunarliði og bjóst ég við að finna hana í byrjun nóvember en hún er einhversstaðar í ræsinu greyið. hún hlýtur að fara að koma til mín. ég held nefnilega hún sé í bleikum planfasa og sé hætt í spænsku.
annars má segja að dagarnir einkennist af frekar miklu tíðindaleysi. síðustu viku hef ég mest reynt að vinna, slúðrað svo úr mér lífstóruna, borðað tonn af nammi og jú farið út að borða með þóru moster. hún og kjartan eru að heimsækja drenginn sinn hann andra frænda og ég fékk kalkúnapate með spínati og gúmmulaði, bamba sem var mjög svo ljúffengur og tíramísú... mmm... svo drukkum við jóla st. fuellin, rauðvín og irish coffee. svo notalegt. ég slefa. himneskt að fara fínt út að borða. kannski ég ætti að eyða peningunum mínum í það í stað geisladiska, áfengis og annarra skemmtanna. en það er jú alltaf svo óvart þegar það gerist. ræð engan veginn við það. eins og t.d. um helgina. þá ætlaði ég rétt aðeins að sprella á kaffihúsi seinnipart laugardags. drekka smá kaffi. skyndilega var klukkan orðin níu og ég komin í óvænta bjórdrykkju sem stóð yfir langt fram á nótt. það er eins og maður detti stundum bara út úr sjálfum sér og einhver dularfullur andi kemur og heltekur mann. allt varasettinu að kenna.
já, mig langar ofsalega að vera fullorðin og dugleg núna. ég held ég gæti alveg verið það ef ég ætti heima á íslandinu góða. þar sem mig langar mikið að vera núna. já, akkúrat núna. en ekki á eftir. þá er billy idol að spila í árósum. ég elskaði billy idol þegar ég var barnalegri. billy er uppseldur.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

óskast keypt

jæja. hef voðalega lítið að segja. dagarnir eru dálítið sérkennilegir. allt á vitlausum stað eða vitlausum tíma. ég er líka vitlaus, undarlega taugaveikluð og lítil kona með hor í nös, kvef í augum og ljótan hósta. nenni ekki að fara að sofa af því að þá þarf ég að vinna strax og ég verð næst vakandi. vinnan öskrar á mig á hverjum degi og skammar mig eins og sé eitthvað lítið barn. kannski er ég barn.
af árósum er það helst að frétta að við erum aftur komin með socialdemókratískan borgarstjóra. gott mál. ég veit reyndar ansi lítið um þessa lókal pólítík hérna í danmörku, svo ég átti svolítið erfitt með að ákveða hvar ég ætti krota. ef ég mætti kjósa til folketingsvalget, þá hefði valið verið auðveldara. ég ákvað þess vegna að þykjast vera að kjósa í landspólítíkinni. nema hvað. einhver umræðuþáttur eyðilagði það fyrir mér. heyrði að bæði radikale venstre og sf hefðu ekkert á móti því að vinna með venstre. ekki að ég hafi eitthvað á móti louise gade. hmm... hun(d)saði radikale og sf. er þó ágætlega sátt við úrslitin. mjög áhugavert!
annars var ég að spá í að kaupa mér tímavél og ferðast til ársins 2006, nánar tiltekið 1. febrúar næstkomandi. þó með stuttu stoppi milli 24. og 28. desember, þá ætla ég nefnilega að slappa af á íslandi og vill ómögulega spóla yfir það. er einhver að selja slíka vél eða eitthvað sem gerir slíkt hið sama og þessi margrómaða tímavél? eða jafnvel selja góða heilsu (leita ég aðallega að andlegri heilsu) og karlkyns yndisveru.
rétt í þessu var verið að spila cat power undir auglýsingu á nýjustu seríunni af ER aka skadestuen... fær mig til að hugsa hversu mikið jose gonzales hafi fengið fyrir að selja sál sína sony. en mikið er sú auglýsing samt ofsalega fín.

mánudagur, nóvember 14, 2005

leikföng og i-pod

víbrandi leikföng á i-podinn. þetta er nú alveg orðið kreisí. allt til.

þetta er liðin tíð

animal collective er hreint út sagt óhugnarlega mikil og góð hljómsveit og tónleikarnir í gær voru agalega fínir. stórsveit nix noltes gerði líka góða hluti. helvíti góð tilbreyting að fara á einhverja almennilega tónleika eftir að vera búin að heimsækja nokkra leiðinlega undanfarna daga.
er alveg sjúk og keypti alltof marga geisladiska, alltof marga bjóra og var með alltof mikil læti heima hjá mér. svo nú er ég bara súr og illa liðin. lík.

laugardagur, nóvember 12, 2005

ja hérna hér

stal þessu af heimasíðu fræga mannsins sem heitir nafninu doktor gunni. fannst þetta bara svo óbærilega fyndið.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

frænds&frænks helgi

helgin var alveg ótrúlega skemmtilegt. gaman að hafa frænku í heimsókn. hún er nefnilega alveg á sama klikkstigi og ég. við frændsystkinin og þurý hans andra elduðum mjög ljúffengar nautasteikur, drukkum jólabjór (m.a. hinn óhugnarlega góða 9% jóla st. fuellin á krana), frænka verslaði sem óð væri, fögnuðum sigri man utd og héldum þynnkudag. það var einhver fjölskyldulykt af okkur og má segja að fröken kristjana hafi máski verið sú sem minnst lyktaði á köflum. fórum líka á frábæra tónleika með mjálmandi systrunum í cocorosie. jacob, trine, casper & co. spiluðu líka alveg ofsalega fína tónleika áður... og voru þau orðin svo miklir vinir systranna að þær báðu þau um að spila með sér lokalagið. ansi kúl. báðu þau meira að segja um að koma með þeim til kaupmannahafnar og hita upp fyrir þær þar... sem gekk ekki upp þar sem það var eitthvað mixaravesen á litla vega. dem. en samt kúl!!! já, alveg eðal kvöld og harpa hafði svo góð áhrif á mig að við slepptum því að fara í eftirpartí og fórum heim eftir voxhall-lokun ásamt solveigu. þar skiptumst við á að spila benna hemm hemm og villa vill solveigu væntanlega til ómældrar gleði og hápunktur kvöldsins var líklega þýðing okkar hörpu á textanum til eru fræ. ...børnene bliver aldrig blomster... og læberne som aldrig kan få et kys... helvíti öflugar. had to be there. vildi óska þess að ég hefði skrifað þýðinguna niður.
nú hefst skeið í mínu lífi sem mun einkennast af mikilli kaffidrykkju, stressi og fátækt. það er ekkert nema gott mál, því ég veit að ég mun verða svo glöð þegar tímabilinu lýkur.
upp með lundina og knús.

föstudagur, nóvember 04, 2005

fertugur grís að drullumalla

það er hreinlega ekki verandi hér í stærðfræðideildinni lengur. sorglegt. þar sem fröken dísa er í englalandi þetta misserið er ég ein á skrifstofunni og er ég farin að sakna hennar dísu litlu. ég hef ekki mikið sameiginlegt með fólkinu í deildinni og þess vegna tala ég ekki við neinn allan daginn. er alein inná skrifstofunni alla löngu dagana. líkar mér það betur en að reyna að mingla við akademíuna. hinsvegar borða ég alltaf hádegismat með grúppunni minni, þ.e.a.s. tvö stk prófessorar, eitt stk lektor og tvö stk póstdokkar. það getur verið ágætt að lofta aðeins um munninn, þó svo að ég gæti alveg eins hugsað mér að sitja ein með e-ð ókeypis dagblað í hádeginu. nema hvað. nú er ég komin með nóg. einn fullorðinn maður í grúppunni er farinn að gera mér lífið ansi leitt í matartímanum. á boðstólnum í kantínunni í dag voru m.a. grillaðar samlokur. fullorðni maðurinn tekur sig til, opnar samlokuna og byrjar að skafa ostinn úr lokunni... ekki bara með hnífnum heldur líka með puttalingunum. mér þótti þetta í meira lagi ógirnilegt. þetta gerir maðurinn líka þegar það er pizza á boðstólnum. þá byrjar hann á því að taka allan ostinn af pizzunni. auðvitað fer eitthvað af skinkunni og tómatsósunni með. það þýðir að maðurinn þarf að plokka skinku og tómatstykki úr bráðnu ostaklessunni og selflytja yfir á pizzuna aftur. huggulegt? nei. svo er það mér með öllu óskiljanlegt að panta sér pizzu eða samloku þegar manni líkar ekki bráðinn ostur. það eru til ótal fleiri dæmi um einkennilega hegðun fertuga mannsins í kantínunni, m.a. hvernig maðurinn bestar það að plokka óætilega munnbita úr pítum og pönnukökum. ég held ég fari að gefa hádegisgrúppuna upp á bátinn. ekki að missirinn sé mikill... málgleði mín er af skornum skammti þegar kemur að akademískum málsverðum. máski er ég voðalega viðkvæm... en mér þykir dularfullt að manni um fertugt finnist allt í lagi að standa í þessu matardrullumalli.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

hér er grafarþögn

hef alveg ofsalega lítið að segja þessa dagana. andstyggilegt andleysi. en svona er þetta víst þegar maður er að reyna að rækta stærðfræðinginn í sér. búin að vera bissí við að vinna, borða, taka þátt í vægum bjórdrykkjum, vera andvaka, fara út að borða, fara í matarboð, fara í bíó, fara á kaffihús og hlusta á nýju diskana mína. rólegt og notalegt. verð að mæla með tim burton myndinni corpse bride. svaka flott og skemmtileg. ég er líka búin að gleðjast mikið yfir nýju tónlistinni sem ég fékk um daginn. uppáhalds diskarnir mínir núna eru feels með animal collective, benni hemm hemm diskurinn og nýju árósku plöturnar með larsen & furious jane og svo i am bones. er ekki frá því að larsen platan sé með þeim betri dönsku plötum sem ég hef heyrt í langan tíma og svo er beina-kæróinn hennar trínu líka að gera góða hluti. ég var líka sérdeils kát í vikunni þegar ég borðaði víkingapottinn á resturant benny´s í vikunni. einstakur réttur. mæli með þessum stað fyrir fólk sem finnst týpískur danskur matur góður. þær eru víst fáar konurnar sem elska svona mat. því miður elska ég hann (ekki samt í óhófi). heppin er ég að trínan litla er líka mikið fyrir þetta... efast um að aðrir myndu vilja borða þarna með mér! allaveganna... þar er hægt að fá allskonar góðgæti. næst ætla ég að fá mér stegt flæsk med persillesovs og kartoffler eða önd með öllu tilheyrandi... mmm..... ég er í gúffstuði og finnst púkó að vera að mæla með dönskum hlutum fyrir fólk sem tilheyrir ekki árósarborg.

helgin. harpa frænka og jólabjórinn heimsækja fjárhús. harpa ætlar nú bara að vera í nokkra daga en jólatuborginn ætlar að staldra við í einhvern tíma. helgin býður svo uppá cocorosie tónleika. öllum er velkomið að koma með. jacob faurholt & sweetie pie wilbur aka jacob, trine, kasper & co eru lukkunnar pamfílar og eiga að hita upp fyrir breimandi systurnar. þetta verður fjör.

gúff og knús....

ps það er alltof dimmt