fimmtudagur, desember 06, 2007



ég er komin med jólaógledi. fyrir tveimur vikum var ég full af von og trú um ad jólatídin í ár yrdi einstaklega ljúf, mjúk og flöffí. thá voru skipulagdar verslunarferdir til ad klára jólagjafakaup fyrir 1. des, kaup á adventukransi, jólaljósum og mig dreymdi um huggulegar helgar thar sem sett væri í nokkrar sortir á medan gram parsons, hank williams eda jóla-elvis myndi hljóma um hlytt og huggulegt jólaskreytt heimilid.
draumarnir eru ekki ad rætast. af theim 15 dögum sem ég hef fengid úthlutad ádur en ég hendi mér heim til íslands, thá hef ég nú thegar planlagt 10 daga í allskyns rugl og vitleysu eins og jólabod, øldrykkju og matarmod. eins og thad er nú skemmtilegt ad vera félagslegur, thá stressar thetta mig med eindæmum og er ég komin med mikla ógledi í líkama og sál. ég held ég verdi ad bregda á thad rád ad skrópa... kannski á barnum eda jafnvel vinnunni :-/ nei.
annars er thad í fréttum ad ég er ordin framkvæmdarstjøori glænyrrar macbook pro. elska thessa sætu silfurskottu og er búin ad fegra hana med allskyns fínum og flottum tólum. hún á líka afar sniduga myndavél sem einfeldningar eins og ég elska ad leika sér vid. hér ad ofan eru t.d. tvær random af mér og dorte og mér og andersi...
bless.