föstudagur, apríl 29, 2005

Fagnaðarlætin


DSC00164
Originally uploaded by horbali.

Nei, Svanhildur mín... þó svo að það væri nú mjög góð hugmynd. Ég er bara búin að vera í frekar lögulegu ólagi þessa vikuna. Lasin, úrill, illa lyktandi með hor og úr mér genginn. Gleymin, rugluð, bryðjandi panódíl og út úr heiminum. Nemendur sviknir. Ástandið. Eins og sjá má á myndinni hér til hægri, hef ég ekki haft tíma til að greiða mér, þvo lokkana né klæða mig skikkanlega. Smukt!!! Það eru ekki allir svo heppnir að hafa svona aðals fíltraða lokka.
Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Því skal fagna. Ég fagna því í dag. Að auki fagna ég því að hunangsbollan mín hún Eibba er afmælisbarn dagsins. Til lukku rjúpan mín!!! Þá fagna ég því að greinin, sem við lofuðum að skrifa fyrir alltof löngu síðan, var send af stað í dag. Var hún skrifuð á tæplega fjórum dögum í ástandinu. Efni greinar var ákveðið á mánudagsmorgun. Fullseint í appelsínurassinn gripið. Ástæða: Ég skíttapaði fyrirhuguðu efni um daginn, eftir tveggja mánaða saurbað með fokkings varíansmetlum í stereology og svikulum elastískum deformation módelum. Náðum þó að skola skítinn burt úr hausnum á mér og úr varð hendingarkennd nóta. Aðþrengdar Kristjönur og Evur á B3 skrifuðu nótu sem lítur út eins og gamalt og kalt piss. Já, nú skal fagna. Ætla að gleðjast á Fredagsbar og fá mér nokkra drykki í verðlaun fyrir þessa annasömu vinnu. Veit þó ekki hversu lengi ég duga. Svefninn var af skornum skammti í nótt. Þessi helgi á þó eftir að hlæja og skríkja eins og lítill táningur í magabol. Notalingur skal hún heita. Góðan notaling.




sunnudagur, apríl 24, 2005

Ái

Þessi 4ra daga helgi rann niður í mallann minn aldeilis snögglega. Góð með ljótan endi. Vinna og svo líka smá líf og fjör. Það var óhugnarlega gaman að leika sér í fimleikahöllinni á föstudaginn. Jösús... gerði meira að segja araba heljar og alles á gólfinu. Djöfulli öflug eftir sirkabát 16-17 ára hlé frá fimleikunum. Svo var voðalega gaman að hitta Sigrúnu á föstudaginn og höfðum það bara rólegt og notó ásamt Kollu skvís. Kaffihús, djúsí börger, bjór og spjall og reyndar smá boring ammæli sem ég þurfti að kíkja í. Laugardagurinn átti að vera stórkostlegur vinnudagur en loksins þegar ég var komin á skrið... þá plataði ég sjálfa mig til að fara á einhverja helvítis Figurines og Oh No Ono tónleika. Það var alveg fínt. Ætlaði bara rétt að kíkja og svo heim en nei, nei. Ég er djöfuls aumingi. Þeir voru nokkrir bjórarnir sem runnu vel niður ásamt g&t og viskíglösum. Endaði sem sagt á Súkkulaðiverksmiðjunni en þar var alveg eðal súkkulaðisnúður að dj-ast. Dansaði alveg voðalega mikið við t.d supremes og allskyns motown dót í bland við eðal popp eins og smiths og belle&sebastian. Gaman, gaman. Svo þegar átti að taka þennan annars forljóta sunnudag með miklum stælum... þá ákvað líkaminn minn að vera með stæla á móti svo hér sit ég og svitna og krókna til skiptis og líkaminn minn er að brotna í sundur. Mér er illt. Ég er veik. En ég er samt eiginlega aldrei veik. Af hverju núna? Ohhh... ég á svo bágt.
Grey, grey prófessorinn minn að hafa mig sem nemanda... ef hún bara vissi. Hún er einmitt búin að hringja fimm sinnum heim til mín í dag. Ég er ekki góður nemandi.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Ég verð ekki fullorðin á morgun

Júbbí!!! Barnið í mér er svo glatt að ég get ekki setið kyrr. Ég er ormarass. Hrafnhildur allsherjarsnillingur er búin að leigja fimleikasal uppí Risskov á morgun og þar ætlum við hoppa og skoppa á trampólíni, leika, leika og leika og henda okkur í gryfjuna. Yes!!! Djöfull hlakka ég til og Eibba mín er örugglega ekkert abbó yfir að komast ekki með á trampó :-) Kannski maður taki einhvern dans á gólfinu... spurning hvort maður muni betur fjórðu eða þriðju gráðuna. Mest vona ég þó að ég komi heil heim. Það er þó ekki mjög líklegt.
Það er annars mikið að gera í Árósinni núna. Allt kreisí í akademíkerbransanum. Sit hér fjórða kvöldið í röð að vinna. Mikil pressa á frúnni. Sigrún Ásgeirs verður svo hér að lesa læknaskýrslur á morgun og ætlum við aðeins að tralla og hygge á föstudagskveldið. Gaman að Sigrún skuli loksins kíkja í sveitina. Svo er líka afmæli hjá djassskvísunni Olgu i morgen og líklega hjá Mads á laugardaginn, svo það er enginn tími til að vinna 14 klst á dag í fræðunum vondu næstu daga. En það er einmitt það sem ég er búin að vera að reyna í vikunni. Hef náð kannski að meðaltali 10 tímum á dag og svo reynir maður við 12 í næstu viku. Go Kriss!

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Endalaus hamingja...

Gleði, gleði, gleði!!! Hún Silla mín er orðin mamma. Lítill drengur fæddist í nótt... juuu... hlakka til að heyra í Sillunni minni.
Já, maður er alltaf kátur þó svo að allt sé að detta á bossann sinn. Ég er ekki sú eina sem er alltaf á rassaskorunni heldur líffræðingarnir mínir líka. Hefði getað neitað 18 af 20 verkefnum en ákvað að henda 10 stykkjum... bara svo ég þurfi ekki að eyða svona miklum tíma að fara aftur yfir. Svona er maður nú samviskusamur kennari. Takandi svona ákvarðanir drusluþreytt seint um kveld með beilís við hönd. Agaleg... nenni bara ekki að eyða miklum tíma í þessa kennslu lengur.
Annars kætir mig einnig þetta mjög svo skondna video sem Trine gerði fyrir Figurines... Figurines sem skaut Trine & co. úr fyrsta sætinu á den elektriske barometer um helgina :-( Endilega skoðiðiðiði. Er afar fegin að hún gat ekki notað dansinn minn, en Gerða er með smá innskot þarna :-)

mánudagur, apríl 18, 2005

Líf og fjör...

Nýtt ár hafið. Afmælisdagurinn var afar góður og komu nokkrir vinalingar í holuna mína til að hjálpa mér að gleðjast. Ég hef greinilega verið afar góð stúlka undanfarið árið því það var rjómablíða hér í Århus í gær. Ég hef líklega nokkrum sinnum verið vond, þar sem nokkur ský skutust fram hjá mér í lok dags. Fékk ég fallegar afmælisgjafir og afmæliskveðjur, sumar hverjar sérdeilis óvæntar. Svo ánægjulegt. Takk fyrir það. Ég fékk fjórar bækur, eyrnalokka, hálsmen í afar fallegri öskju, geisladisk, listaverk eftir Mads, belti, fallegan sumartopp og sitthvað fleira. Allt afar góðar gjafir. Lífið er lag og nú er spurning um að reyna að syngja rétta textann næstu misserin.

laugardagur, apríl 16, 2005

Uss...

Ó mæ bob hvað dagarnir eru eitthvað þreyttir... og ég með þeim. Langar bara helst í frí eða fokka þessu upp og fara á bætur. Það er kúl í Dene. Fór á fótboltaæfingu áðan og var það alveg hreint fínt. Djöfull er gaman að leika sér og vera keppnis. Ég ætla að vera keppnis í allt sumar. Nú er kellingin bara að vinna í eldhúsinu og svo heitir restin af deginum víst massív greinarskrif. Lofaði aldeilis upp í mína síðu ermi í gær og kvaðst nota helgina í það. Einmitt... veit ekki hvað gekk yfir mig og ég sem á ammæli og allt. Þið hérna tíu sem heimsækið síðuna mína viljið þið ekki vera svo væn að senda mér skeyti á morgun eða bara þegar þið lesið þetta. Má vera í formi sms eða meils eða jafnvel getið þið sent einhverja dúfuna á mig. Það er nefnilega líklegt að ég muni eiga afar bágt á morgun svo huggunarorð eru líka vel þegin. Fyrsti dagurinn í árinu sem ég er tuttuguogeitthvað í síðasta skipti. Oj... fáránlegt. Þá hugsar minn hvað maður sé búin að afreka í þessu lífi. Virðist vera eitthvað takmarkað. Maður er ennþá bara aumingjaleg skólablók. Nemendurnir mínir spurðu mig í gær hvað ég ætlaði að gera við líf mitt þegar þessari doktorsnámsvitleysu er lokið og það fyrsta sem mér datt í hug... tja... kannski læra bara eitthvað annað. Heimspeki, landslagsarkítektúr eða mannfræði eða bara eitthvað ekki stærðfræðilegt. Aumingjaskapurinn alveg að drepa mann. Einhverntímann verður þetta að taka enda. Á svona stundu þá grætur maður og tekur próf á netinu. Reyndar er þetta próf á Independent frekar sniðugt miðað við allt draslið sem til er í veraldarvefsheiminum. Annars langar mig bara til útlanda. Einn, tveir og núna.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Vesenisfólk...

“Speaker bite me-damen” aka Jomi Massage fór á kostum á Musikcafeen í gær. Hún er algjör rokkskvís og er doldið kreisí. Svalasta danska rokkpían. Minnir mann inná milli svolítið á unga PJ Harvey… en minnir nú líka bara á sjálfa sig. Það er eitthvað hægt að downloada frá heimasíðunni hennar. Já, já – rokk og ról.
Annars er ég að gera það upp við mig núna hvort ég eigi að beila á matarboði sem mér er boðið í í kveld og vinna í staðinn í allan dag. Mig langar trilljón sinnum meira að vinna og telst það einkennilegt í mínu lífi. Ástæðan er einföld. Mér heyrist boðið innihalda þrjú fyrrverandi kærustupör og Kristjönu. Sjæse, hvað þetta gæti orðið súrt. Held hreinlega að ég þori ekki og láti þau bara um að reyna að gleðjast saman. Djöfuls vesen á þessu liði... Uss... verð að setja saman einhverja frábæra afsökun fyrir fjarveru minni.
Og Eibba mín... ég er komin af stað með undirskriftarlista fyrir KK á Hróa. Ætli við fáum að vera á fjölskyldusvæðinu ef úr þessu verður? Hahahah…. good old days...

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Púsli, púsli, púsl

Er búin að uppgötva að það verður erfitt að púsla saman sumarfríinu í ár. Í dag varð það enn erfiðara þegar ég sá að enn bætast konfektmolar við Hróarskelduna í sumar. Usss... heillar asskoti mikið í ár. Þar ætlar Joanna Newsom t.d. að vera og eitt af mínum missjónum er að gráta gulli undir tónum hennar. Ég elska hana. Svo má nefna Sonic Youth... ekki slæmt. Bright Eyes, Four Tet, Le Tigre, Khonnor, Devendra Banhart, Interpol, Block Party, Brian Wilson... og margt meira skemmtilegt. Þetta er heillandi, ekki satt? Mér finnst reyndar vanta Will hinn fagra Oldham. Efast þó um að prógrammið í ár sé jafn heillandi og þegar við Svanhildur fórum hér um árið... Fannst mér sú hátíð afar skemmtileg.
Veit nú eigi hvort táningur ég vilji vera eða fullorðin kona með hatt og í háum hælum. Merkilegt hvað maður getur hoppað úr því að vera táningur í fullorðinsham og öfugt dag eftir dag eftir dag.... Togstreita djöfulsins.

mánudagur, apríl 11, 2005

Næst á dagskrá... bindindi

Djöfuls þynnkudagur í gær. Eiginlega líka í dag. Held hreinlega að ég ætli að taka mér pásu frá áfengisneyslu í einhvern tíma. Hversu oft hefur maður sagt þetta áður? Alltof oft.
Það var alveg ofboðslega notalegt í sushikennslu hjá Guðrúnu Gyðu og Kollu. Og hrikalega gott. Núna er ekkert annað í stöðunni en að byrja að rúlla oft og mikið. Fór svo með Kollu og Matthildi í bæinn. Þeim stöllum leist nú ekki á Josefine sem dj og fórum við á einhvern stað við ánna fyrir fína fólkið og ég kann ekki að vera inná. En það var samt alveg fínt að prufa eitthvað nýtt... Fór svo reyndar aftur að hitta Josefine sem átti bjórkort og drakk bjórinn hennar. Uppgötvaði svo að ég var ekki með lyklana mína (hversu oft ætli það hafi gerst?) þegar ég var búin að bjóða í partí heim til mín. Mjög öflugt. Þá voru góð ráð dýr og ég þurfti að vekja grey Kollu sem fann lyklana heima hjá sér, múta e-m kússemússekalli að skutla mér þangað, kaupa áfengi og þá gat maður byrjað að partíast aftur. Ég sé mikið eftir því og og stóð eftir með klístruð gólf - ógeðisheimili og ég er með snúinn ökla. Ég er ógeðsleg og angaði að brennivínslykt þegar ég fór að hjálpa Solveigu að flytja í gær. Oj barasta. Oj bara Kristjana.

laugardagur, apríl 09, 2005

Fótboltatímabilið er hafið

Sumarið er komið. Það veit ég af því að fyrsta æfing hjá FC Rainbow United var í dag. Þetta fótboltafélag var stofnað síðastliðið sumar. Þar á að vera pláss fyrir alla. Bæði kynin eiga leika sér saman með bolta og virðing skal borin fyrir öllum leikmönnum, óháð stærð, fituprósentu, styrk, útsjónarsemi, húðlit, kyni, stöðu, þynnkuástandi, útliti, ríkisfangi og fótboltafatnaði viðkomandi. Fyrsta æfingin var ekki jákvæð. Það eina jákvæða var að fullt af skemmtilegum nýliðum mættu í dag. Boltinn gleymdist og þurftum við að spila við litla og ofvirka táningsstráka sem virtu ekki reglur klúbbsins. Þetta eru bara þessi týpísku vandamál í byrjun tímabils. En það var samt djöfulli fínt að hlaupa og elta boltann. Josefine hin sænska er í bænum og var afar skemmtilegt að hún skyldi ná að hlaupa með, enda einn af eldri meðlimum félagsins góða. Ég átti afar lélegan leik. Skoraði ekkert. Átti varla stoðsendingu.
Í kvöld er stefnan sett á sushikennslu hjá Kollu og Guðrúnu Gyðu. Ég er búin að bíða eftir þessu svo lengi – loksins, loksins. Er afar spennt. Þær systur lofuðu kennslu fyrir einhverjum vikunum síðan og ég er svo glöð að þær ætla að standa við stóru orðin. Missi reyndar af ostefest hjá Kasper, Jacobi og Trine... en maður getur alltaf borðað osta og drukkið rauðvín. Annað má nú segja um sushiundervisningen. Er reyndar búin að eiga bók um sushigerð í laaaangan tíma.... en ég er ekki mjög bókleg varðandi mat. Verkleg er ég. Já. Líf og fjör. Ætli maður endi svo ekki í einhverju geimi í kvöld. Josefine er að dj-ast á Súkkulaðiverksmiðjunni þar sem hún ætlar að spila óhefðbundnari tónlist en venjulega glymur þar á bæ. Hún kom í smá kaffi í gær. Tjáði mér að ég gæti fengið að dansa við allt frá Cure, Joy Division, Pavement og Smiths.... til nýrra meðalstraumsdóterís eins og Modest Mouse, Interpol, Stokes..... og Stereo Total. Því lofaði hún. Það er sko ekki á hverjum degi sem svona tónlist fær að hljóma í r&b-bæ dauðans.
Já, mikið að gera í dag. Ég fjárfesti líka í eitt stykki digital kameru í morgun. Reikingurinn minn sá nefnilega plús í fyrsta skipti í langan tíma í byrjun þessa mánaðar, en er núna þar sem hann á að vera. Á botni yfirdráttarins. Það er bara kúl. Leið hálf illa með að hafa allt í einu nokkra þússara í yfirdráttinn. Já, það er gaman að spreða monningum.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Skeggjaðir og sætir

Menn með skegg eru fagrir. Sérstaklega þegar þeir eru uppá sviði að leika rokkindiestjörnur. Mannsarnir í Herman Düne spiluðu ekki bara afar kúl og skemmtilegt lo-fi, heldur litu þeir asskoti kúl út líka. Þeir voru með skegg. Allskyns skegg. Þrír menn. Þrjár tegundir af skeggí. Svo dansaði sá flottasti líka svo smart. Hann var líka hávaxinn. Myndarlegur. Myndarlegir.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Rottan Raggi

Sæl vertu kindin. Það er aldeilis mikið um að vera í heilabúinu mínu þessa dagana. Ég held að það sé einhver rotta þarna uppi að selflytja þessar helstu stöðvar í heilanum á billjón á tímann. Þegar mér á að vera kalt, þá svitna ég. Þegar ég á að vera áhyggjufull, þá hlæ ég og skemmti mér. Þegar ég á að vera sæl, þá verð ég þreytt. Þegar ég heyri einhverja skemmtilega tónlist, þá finnst mér ég þurfa að slökkva á henni. Já. Svona eru sumir dagar. Sum misserin. Hlægileg. Ég er samt eilítið smeyk við þetta. T.d. þá er ég alltaf að ímynda mér að ég detti niður af svölunum sem eru gangurinn að íbúðinni minni. Meira svona að ég fljúgi fram af svölunum. Veit ekki af hverju. Vona að heilinn minn haldi ekki að ég sé að spá í þetta í alvörunni. En ég held samt að rottan sé eitthvað að drepast. Sem betur fer. Og þó. Síðast þegar rotta drapst í kringum mig, þá var hún föst undir gólfinu á skrifstofunni minni. Gaus því upp hinn mesta nárottuungafýla sem var eigi gómsæt. Vona að það verði ekki fýla af mér á næstunni. Enda er sitthvað skemmtilegt á prjónum Kristjönu á næstunni.
Í kvöld ætla ég að kanna hvernig tónar Herman Düne fara mér. Þeir eru víst með þeim áhugaverðustu sem ætla að heimsækja morkna bæinn þennan mánuðinn. Það vill enginn koma hingað. Svo leiðinlegt. T.d. má nefna að í höfn kaupmanna ætla Low, Cat Power, Rufus Wainwright, Le Tigre, Stereo Total að spila fyrir lukkunar pamfílana á Sjállandinu. En enginn vill heimsækja okkur. Svo vont, svo sársaukafullt. Svo vilja líka allir bara spila í Kaupmannahöfn í miðri viku. Enginn vill spila um helgar. Því þá kemst ég kannski. Og margir vilja spila á miðvikudögum. Því þá er ómögulegt fyrir mig að komast. Ég kenni á miðvikudögum og föstudögum. Ansans. En ég óska þess að mér vegni vel í kvöld og komi ekki heim með hálfan bjór á lærinu og illa farna sál.

Kristjana

sunnudagur, apríl 03, 2005

Jamm og jú...

Ég verð nú að segja það að ég er orðin svolítið leið á þessu blöggi. Er samt eiginlega föst í þessu. Eibban tjáði mér eitt sinn að þetta sé vanabindandi. Eins og sígsið - maður veit að maður þarf ekki á þessu að halda en gerir það samt. Hef aldrei neitt að segja. Þarf að hugsa minn gang og hætta að leigja. Vorið er komið og sólin skríkir. Það sál mína mýkir. Nota tækifærið og fara í klukkutíma hjólatúr með geislaspilaranum mínum í stað þessa að fara í kroppastöðina. BMX. Prjóna á milli laga. Hef búið með 20 dauðum refum undanfarna daga. Þeir hafa nú verið sendir til ofur-skvísu í norðri. Hnoðri. Þar hafiði það.
Jú – eitt til. Ég segi stolt frá því að ég var viðstödd þvílíkan spennuleik í boltanum í gær. Úff. Hún Hrafnhildur fór á kostum síðustu mínúturnar í leik sem var spurnig um líf eða dauða Árósartelpna í stjörnudeildinni. Hún gjörsamlega vann leikinn upp á sitt einsdæmi. Snillingur. Hef sjaldan séð annað eins. Kellingin var greinilega afar hungruð eftir að vera komin með sár á rassinn og er það nokkuð ljóst að hún er allaveganna mesta baráttukvenndi í íþróttunum sem ég hef séð. Já, þetta megiði hafa líka.

Knossar,
Christiane