fimmtudagur, júní 26, 2008

þó svo að enginn lesi þessa síðu lengur, þá ætla ég að reyna að skrifa á hana nokkrum sinnum á ári.
fréttaflutningur dagsins er í boði cfin. ég er nefnilega í vinnunni og er einstaklega löt. það er kannski vegna þess að mér finnst ég hafa verið mjög dugleg vinnukona undanfarið.

annars er hálfgerð gúrkutíð núna og ég að verða að ellismelli sem hugsar ekki um annað en veður - hitastig og vindhraði er mitt svið. það má helst nefna að ég fór til kanada á ráðstefnu í maí. það var ágætis gleði þar. gerða var líka að ráðstefnast og það var notó að hitta hana. og svo hitti ég líka lilju vald businessdömu sem var að selja pillur í toronto. svo fór ég næstum því aftur til útlanda í maí. þá fór ég með andersi og pabba hans í heimsókn til höfuðborgarinnar þar sem bróðir hans býr. við héldum uppá afmæli á bát sem silgdi í blíðskaparveðri um roskildevatnið. hitastig var væntanlega yfir 24.5 gráður þegar bátsferðin endaði um hálftíu. vindhraði: afskaplega lítill. í dag er vindhraðinn frekar mikill og átti ég í stökustu vandræðum með að hjóla upp brekkuna í vinnuna með vindinn í fésið á mér. hitastig: 17 gráður. ég fór svo líka í vinnuferð til frakklands um daginn þar sem ég tók andersinn minn með mér og hugguðum við okkur í lyon í nokkra daga fyrir fund. ég týndi kortinu mínu eins og ég geri svo oft þegar ég þarf á því að halda. ég týndi líka kortinu af lyon á stórkostlega hátt og svo einhverjum fleiri smámunum. annars var þar vindhraði ágætur og hitastigið lélegt. ég lifði það samt af þar sem mér líkar í raun ekki við hita og sól - held bara að mér líki við þessi kvikindi. þar borðaði ég mikið af góðum mat og athyglisverðum. borðaði andalifur og kálfalifur. sú fyrrnefnda var sérstök en ágæt, en hin var frekar ósmekkleg í munni - eins og ónýt lifrarkæfa. ég fór líka á listasýningu með dóti eftir keith haring sem var alveg mjög skemmtileg. kíktum á institut lumiére sem er vagga kvikmyndagerðar... mjög skemmtilegt. svo voru líka drukknar nokkrar rauðvínsflöskur. hitastigið breyttist í danaveldi við lendingu í billund. frá 30 gráðum í -10 gráður. svoleiðis hefur það verið síðan. svo hitti ég fleiri viðskiptadömur um helgina síðastliðna. svana og sirrí voru á fundi í kbh - þær voru hressar og fagrar. ég og svana vænuðum, dænuðum, shoppuðum, töxuðum og snökkuðum yfir helgina og var það sérdeilis fínt, enda ekki á hverjum degi maður fær að njóta samveru svona eðaldömu. toppur helgarinn var líkalega að henrik vibskov talaði við okkur í búðinni hans. annars langar mig líka að vera viðskiptadama í staðinn fyrir að vera akademísk dama.
jæja. annars er ekki mikið hægt að þræða líf mitt meira. ég get svo sem sagt frá deginum í gær þangað til í dag. ég fór á útsölu og keypti fyrir 2 þús danskar og var það einstök tilfinning. svo eldaði ég tælenskar fiskibollur, drakk tvo bjóra, horfði á fótbolta, spilaði kasino, svaf, vaknaði seint, borðaði morgunkorn, hjólaði á móti vindi, fór á klósettið, fékk mér kaffi, vann í tvo klukkutíma, gafst upp og hér er ég kominn.

áfram valur og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta.

luv...